Page 1 of 1

Merkileg grein um koltvíoxíð - svolítið fræðileg.

Posted: 21. Nov 2009 18:05
by BeerMeph
Var að vinna verkefni um þessa grein í tímaritinu science í lífefnafræði og fannst hún merkileg.

Hún er til komin þar sem fjallaklifursmenn sem voru að taka lyf við háfjallaveiki fannst allur bjór sem þeir smökkuðu flatur þó að greinilegt var að koltvíoxið var í bjórnum.
Þeir fóru að rannsaka þetta og kom í ljós að sömu nemar í braðlaukunum og láta okkur finna súrt bragð tengjast því hvort við finnum fyrir koltvísýringnum.
Það kom í ljós að þetta lyf sem þeir tóku hindruðu eitthver ensím sem brýtur niður koltvíoxiíði í bragðlaukunum þannig að þeir fundu ekki fyrir bubblunum í bjórnum.

Það er greinilegt að ef maður ætlar að njóta útsýnisins á mount everest (eða einhverru háum tindi) með bjór í hendi á maður ekki að vera einhver tepra á háfjallaveikislyfjum - nema þér einfaldlega finnist flatur bjór góður :).

Ég ákvað að setja greinina ekki í heild sinni hér fyrir höfundaréttarsakir.

Re: Merkileg grein um koltvíoxíð - svolítið fræðileg.

Posted: 21. Nov 2009 23:38
by sigurdur
Þú brýtur samt ekki höfundarréttarlög með því að vitna í greinina með leyfi, eða beina fólki á hana. :)

Re: Merkileg grein um koltvíoxíð - svolítið fræðileg.

Posted: 22. Nov 2009 00:40
by BeerMeph
sigurdur wrote:Þú brýtur samt ekki höfundarréttarlög með því að vitna í greinina með leyfi, eða beina fólki á hana. :)
Já ég notaði bara þessa afsökun þar sem ég gat ekki sett inn .pdf skjal og nennti ekki að reyna að vesenast með það :D. Annars var þetta grein sem hægt var að lesa af landsbókasafninu í gegnum netið.

Re: Merkileg grein um koltvíoxíð - svolítið fræðileg.

Posted: 22. Nov 2009 13:11
by Stulli
Sæll, ég væri alveg til í að skoða þessa grein. Myndirðu ver svo vænn að senda mér .pdf

Takk,
Stulli

Re: Merkileg grein um koltvíoxíð - svolítið fræðileg.

Posted: 22. Nov 2009 16:07
by BeerMeph
Stulli wrote:Sæll, ég væri alveg til í að skoða þessa grein. Myndirðu ver svo vænn að senda mér .pdf á stulowitz@hotmail.com

Takk,
Stulli
Búið og gert.

Re: Merkileg grein um koltvíoxíð - svolítið fræðileg.

Posted: 22. Nov 2009 20:08
by Andri
Mér finnst þetta helvíti interesting, ekki gætirðu sent þetta líka á mig? Takk. <3

Re: Merkileg grein um koltvíoxíð - svolítið fræðileg.

Posted: 24. Nov 2009 18:17
by Hjalti
endilega smelltu þessu líka á mig

gedveiktflotturgaur@hjalti.se

eða bara hjalti@hjalti.se

Re: Merkileg grein um koltvíoxíð - svolítið fræðileg.

Posted: 1. Dec 2009 13:49
by Andri
þjóðráð síðan að taka emailið ykkar hérna út þannig að þið fáið ekki ruslpóst ;)