Page 1 of 1

Beersmith

Posted: 21. Nov 2009 11:19
by Bjössi
Þið sem eruð að nota beersmith, þá er dálskur "mash profile"
ég geri minn virt á týpiskan há rúmlega 70° heitt vatn í meskiker korn sett í, beðið í klukkutíma og svo skolað það er valið
hvaða lið veljið þið sem eruð eingöngu að gera AG, "single infusion".....hvað?

Re: Beersmith

Posted: 21. Nov 2009 12:12
by Idle
Það fer eftir bjórnum hverju sinni. Oftast miða ég við medium body (um 68°C), en hef notað light (um 66°C) í hveitibjórana. Eftir því sem hitastigið er hærra, því minna fæst af gerjanlegum sykrum.

Re: Beersmith

Posted: 28. Nov 2009 20:04
by Elli
Idle wrote:Það fer eftir bjórnum hverju sinni. Oftast miða ég við medium body (um 68°C), en hef notað light (um 66°C) í hveitibjórana. Eftir því sem hitastigið er hærra, því minna fæst af gerjanlegum sykrum.
Já það er magnað hvað nokkrar gráður geta haft mikið að segja. Við bruggfélagarnir höfum mest notað 3ja þrepa meskingu með góðum árangri en vorum nýverið að færa okkur yfir í eins-þrepa til að spara tíma og vesen. Það var smá hitastigsmunur á milli síðustu tveggja skipta og það virtist hafa haft nokkuð mikil áhrif
á útkomuna. Maður þarf klárlega að vanda þetta vel.

Er BeerSmith annars að virka vel hjá ykkur? Hef verið að nota Beer-Target, sem er eitthvað Open source forrit. Hefur sína sniðugu fídusa en finnst það allt of takmarkað.

Re: Beersmith

Posted: 29. Nov 2009 01:02
by ulfar
70 gefur eflaust frekar gerjanlega virt. Ég set yfirleitt 74 degC í hrostastampinn og meski við 65~67. Það gefur FG á bilnu 1.012 til 1.014.

Re: Beersmith

Posted: 29. Nov 2009 13:36
by halldor
Mig langaði bara að benda ykkur á að BeerSmith er á 25% afslætti núna og síðasti dagur þessa tilboðs er í dag, 29. nóvember.
Bara svona ef einhver ykkar þyrfti spark í rassinn.

Re: Beersmith

Posted: 29. Nov 2009 21:48
by Bjössi
ég heppin (eða þannig) ný búinn að kaupa

Re: Beersmith

Posted: 29. Nov 2009 22:26
by hrafnkell
Ég dreif í að kaupa mér leyfi, tombóluprís. Núna þarf ég bara að læra á þennan andskota, aldrei notað þetta :D