Page 1 of 1
[Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 11:52
by Oli
Nú er ekki mikið til af bókum um bjór og víngerð hér á landi, hef amk ekki séð mikið af þeim í bókabúðunum. Ég giska að sumir okkar eigi margar bækur sem þeir vilja etv. selja eða lána.
Ég væri til í að kaupa eftirfarandi bækur ef einhver vill selja:
Homebrewers companion - C. Papazian
Designing great beers - Ray Daniels
How to brew - Palmer
Látum það nægja til að byrja með
Re: Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 12:28
by Andri
hef heyrt að radical brewing sé góð, hef samt ekki gluggað í hana.
Re: Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 13:00
by Stulli
Radical brewing er ein af mínum uppáhalds homebrew-bókum. Randy Mosher er snillingur! Eintakið mitt er ekki til sölu

Re: Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 13:03
by Eyvindur
Hvernig væri að reyna að fá Eymundsson eða jafnvel Bóksölu stúdenta til að panta nokkrar vel valdar bækur? Er það ekki einmitt slíkt sem Fágun á að beita sér fyrir?
Re: Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 13:09
by Stulli
Eyvindur wrote:Hvernig væri að reyna að fá Eymundsson eða jafnvel Bóksölu stúdenta til að panta nokkrar vel valdar bækur? Er það ekki einmitt slíkt sem Fágun á að beita sér fyrir?
Júbb, algerlega.
Re: Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 14:29
by Oli
Líst vel á það, spurning með framkvæmdina, þyrfti að setja það á stefnuskrána á stofnfundinum.

Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 14:49
by Andri
Væri ekki hagkvæmast að panta þetta sjálfir af amazon, taka pöntunarhitting

?
Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 14:52
by arnilong
Það hljómar rökrétt. Eftirspurnin á örugglega eftir að aukast eftir þessu á næstunni og þar að auki eykur líkurnar á að fá fleiri í hobbíið að hafa bækur sýnilegar í bókabúðum.
Ég á einmitt þessar bækur en ég myndi bara selja ef ég ætti einhverja í "býtti". Annars er ég tilbúinn að lána allar bækur sem ég á.
Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 14:54
by arnilong
Jú endilega Andri, taka pöntun á þetta saman.
Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 15:39
by Eyvindur
Mér líst betur á bókabúðirnar. Í fyrsta lagi grunar mig að innflytjendur fái betra gengi en við í gegnum kreditkort, og svo tek ég undir það sem Árni segir, að það væri hobbýinu til framdráttar að hafa þetta sýnilegt í bókabúðum.
Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 15:47
by Stulli
Eyvindur wrote:Mér líst betur á bókabúðirnar. Í fyrsta lagi grunar mig að innflytjendur fái betra gengi en við í gegnum kreditkort, og svo tek ég undir það sem Árni segir, að það væri hobbýinu til framdráttar að hafa þetta sýnilegt í bókabúðum.
+1
Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 16:08
by Oli
Já, en það er að sjálfsögðu hægt að gera bæði.
Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 17:20
by Eyvindur
Vissulega, en þjónar það einhverjum tilgangi?
Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 17:31
by Oli
ef menn eru orðnir óþolinmóðir og vilja drekka í sig viskuna eins fljótt og hægt er, þá er tilgangnum náð

Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 17:52
by Eyvindur
Jújú, en ég er ekkert viss um að það væri fljótlegra að gera hóppöntun á Amazon en að ræða við bókabúðir og láta þær panta... Þó aldrei að vita...
Re: [Óska eftir] Bækur um bjór og víngerð
Posted: 11. May 2009 18:25
by Hjalti
Mögulega reyna að fá Eymundson til að fara að kaupa inn BYO blaðið.
Ég er áskrifandi að því blaði og er alveg svakalega hrifinn af því sem ég er að fá í pósti annan hvern mánuð.... Frábært blað í alla staði.
Eymundsson hefur verið mjög duglegt að kaupa inn speciallity bækur þegar það finnur einhvern hóp sem gæti ferið að versla hana hjá sér.
Örugglega ekkert mál að spjalla við þá og reyna að gera þetta í nafni Fágunar