Page 1 of 1

Humla og meskipokar

Posted: 16. Nov 2009 12:47
by kristfin
ég fór í ámuna og ætlaði að kaupa poka til að sigta korn og sjóða humla í pottinum.

pokinn kostaði tæplega 3000kr !

fór í rúmfatalagerinn og keypti 7,5 m2 af efni sem er 50/50 nælon og polyester, sterkt og fint til að búa til sigtipoka og saumaði mér nokkra misstóra poka. efnið kostaði 1600

Re: Humla og meskipokar

Posted: 16. Nov 2009 13:08
by hrafnkell
Og þolir efnið alveg suðu í klukkutíma?

Ég var einmitt að pæla í þessu, þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara í ámuna og athuga hvað þetta kostaði :)

Re: Humla og meskipokar

Posted: 16. Nov 2009 14:40
by kristfin
ég á eftir að prófa.
nælonsokkaprófið mitt var ekki að ganga sem skildi. þeir voru of þéttir.

langaði að prófa svona einfalda meskingiu í potti líka til að prófa.

set mynd og skýrslu þegar ég er búinn að prófa

Re: Humla og meskipokar

Posted: 4. Mar 2010 12:43
by Squinchy
hvernig var efnid ad halda sig í sudunni ?

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 15:29
by kristfin
það heldur sér vel.

síðan þá hef ég búið til skötusuðupoka, ostaklúta og fleiri humlapoka.

og enn er nóg af efninu til

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 16:50
by Eyvindur
Nóg til að kaupa af þér smáræði í meski/suðupoka (semsagt sama pokann)?

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 17:38
by Squinchy
Okei snilld, hvernig er svo að sauma þetta saman, bara einfaldan fald og beint í gegnum saumavélina ?

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 20:03
by kristfin
ég sikksakka þetta með fínu spori og þá er þetta fínt.

ekkert mál að gefa ykkur af þessu efni ef ykkur langar.

ég ætti nátturlega að sauma nokkra poka bara

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 21:10
by Eyvindur
Nei, ætli það væri nú ekki betra að sauma pokann sjálfur eftir sínu eigin máli, svo hann passi sem best í pottinn.

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 21:10
by Squinchy
Já og selja okkur þá síðan ? :D

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 21:14
by Eyvindur
Ég skal allavega með glöðu geði borga þér í það minnsta kostnaðarverð fyrir efnið (en þú getur reyndar logið hverju sem er um það, svo þetta ætti að koma sér vel fyrir alla aðila). ;) Endilega haltu allavega eftir einhverju fyrir mig.

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 23:06
by astaosk
Mikið eruð þið myndarlegir í saumaskapnum. Ég verð að viðurkenna að ég sé ekkert eftir þeim þúsund köllum sem fóru í ámu pokann. Hann passar akkúrat ofan í/utan um pottinn minn, það er auðvelt að loka honum, og ég losnaði við saumaskap.

Re: Humla og meskipokar

Posted: 8. Mar 2010 23:12
by Eyvindur
Enda er saumaskapur karlmannsverk.

Nei, reyndar myndi ég sauma saman á mér augnlokin ef ég hefði ekki konuna mína til að aðstoða mig. Ég er ekki stoltur - ég hefði fallið í saumum ef kennarinn hefði ekki séð aumur á mér.