Page 1 of 2

[Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 11. May 2009 11:34
by arnilong
Ef þið eigið 750ml belgískar flöskur og ætlið ekki að nota þær hef ég mikinn áhuga á að fá þær. Ég hef nokkuð gaman af því að setja hátíðarölið á þessa tegund af flöskum.

http://www.northernbrewer.com/pics/full ... bottle.jpg

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 11. May 2009 23:48
by halldor
Ég er sjálfur að safna þeim og sé ótrúlega mikið eftir að hafa hent (endurunnið) öllum 750 ml La Trappe flöskunum mínum, hér um árið þegar hann var enn fáanlegur í þeirri stærð.

Er nokkuð mál að finna tappa á þetta? Ég hef aldrei tappað á svona flöskur.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 12. May 2009 09:25
by arnilong
Nei, það er alveg ómögulegt að finna tappana, svo er alveg stórhættulegt að nota þær. gefðu mér bara flöskurnar....... :D

Ég fékk korka og hettur á Morebeer: http://morebeer.com/search/102304//2

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 00:17
by halldor
Ég talaði reyndar við umboðið sem er með La Trappe bjórana og þeir sögðu að ég gæti alveg pantað 750 ml. flöskurnar af Dubbel, Tripel og Bock að mig minnir, í Vínbúðunum og þeir ættu þetta ennþá til.

Ef þér líst á þessa leið þá get ég alveg hjálpað þér að tæma flöskurnar :)

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 10:02
by arnilong
Nice, svo eiga líka RJC Chimay Grand Reserve á 750ml.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 16:52
by Stulli
Þegar að ég hef pantað frá heildsölum í gegnum vínbúðina, hefur alltaf verið lágmark kassi en það var fyrir 33cl flöskur (orval). Ég veit ekki hvað eru margar svona stórar flöskur í einum kassa, etv 6 eða 12, en mér datt í hug að við gætum pantað nokkrir saman slatta af nokkrum mismunandi tegundum, deilt kostnaðinum og skipt tegundunum jafnt á milli. Ég hefði ekkert á móti því að eiga eitthvað af þessum til á lager. Ég myndi vilja La trappe dubbel og tripel og Chimay GR, og svo endurnýta flöskurnar að sjálfsögðu, er sjálfur að safna líka. Hvað segiði, á ég að tjékka á þessu?

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 18:16
by halldor
Ég er pottþétt til í La Trappe Dubbel og Chimay GR... alveg nauðsynlegt að eiga svona flösku ef verðugir gestir kíkja í heimsókn.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 19:12
by arnilong
Ég hef áður keypt nokkrar Chimay GR bara beint af RJC. Þá var flaskan á áttahundruð og eitthvað og er ennþá merkt á síðunni þeirra á sama verði. Spurning um að hafa bara beint samband við þá?

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 19:13
by arnilong
Hvað kostar annars La Trappe?

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 20:08
by halldor
Verðið var nú ekki nema um 500 krónur þegar hann datt úr sölu um mitt síðasta ár. Ætli hann sé ekki á svipuðu verði og Chimay-inn? 330ml flöskurnar af La Trappe Dubbel voru að koma aftur fyrir örfáum vikum og nú kostar hann um 400 kr. Ég og einn vinur minn myndum eflaust taka 4-6 flöskur saman af La Trappe og kannski 2-4 af Chimay GR.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 20:53
by Stulli
Ok, Árni, viltu tjékka á RJC fyrst að þú hefur dílað við þá áður. Ég væri alveg til í 10 flöskur.

Halldór, talarðirðu við umboðið sem að flytur inn La Trappe og sögðu þau þér að panta í gegnum vínbúðina?

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 21:02
by halldor
Laukrétt Árni!

Það var mjööög erfitt að hafa upp á umboðinu til að byrja með, þeir svöruðu aldrei símanum. Ég endaði á því að tala við einhvern innkaupastjóra hjá Vínbúðunum og hann gaf mér gsm númerið hjá einhverjum gaur í umboðinu. Þegar ég hringdi í hann sagðist hann eiga helling á lager en að við þyrftum að panta í gegnum Vínbúðina.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 21:16
by arnilong
Ég ætla þá að tala við gæjann í RJC varðandi Chimay GR. Hverjir vilja þá fá og hversu margar flöskur.

Stulli, þú ert kominn á blað með 10 stk.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 21:26
by Eyvindur
Ég gæti alveg hugsað mér eitthvað smotterí... Tvö stykki eða eitthvað...

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 22:25
by Stulli
Ok, ég skal tala við gaurinn sem að ég hef pantað í gegnum í vínbúðina á morgun og tékka á hvort að það sé einhver lágmarkspöntun á þessar stóru La Trappe flöskur.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 22:32
by Andri
Talandi um flöskur. Ég væri til í grolsch swing top flöskur, hugsa að ég panta þetta bara frá ölgerðinni og fæ bjórinn í kaupbæti þar sem mér finnst grolsch fínasti bjór :drunk: 2 kassar ættu að vera einhverjir 21.6 lítrar miðað við 0,45l per flaska.

Er einhver annar til í svona flöskur? Ég hugsa að þeir vilja kanski ekki selja einhverjum einstaklingi 2 kassa og maður fær kanski aðeins betra verð ef maður kaupir nokkra.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 22:47
by arnilong
2 Chimay GR fyrir Eyvind, komið í kladdann. Halldór, á ég að setja 4. á þig?

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 22:56
by halldor
Já takk Árni minn :)

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 13. May 2009 23:53
by Andri
Ég væri til í 1 Chimay Grand Reserve. Sendi þér nrið mitt í pm.
Er það ekki annars arnilong sem er að panta þetta? :)

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 14. May 2009 08:32
by Oli
Ég væri alveg til í að smakka 3-4 stk ef þú nennir að senda vestur á Ísafjörð 8-)

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 14. May 2009 09:35
by arnilong
Oli wrote:Ég væri alveg til í að smakka 3-4 stk ef þú nennir að senda vestur á Ísafjörð 8-)
Já, það er minnsta mál.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 14. May 2009 14:25
by Stulli
Af La Trappe bjórunum er það að frétta að það eru bara bockbier og dubbel til í 750ml flöskum. Ég vil persónulega bara dubbel. Hvað á ég að panta mikið?

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 14. May 2009 14:30
by arnilong
3. hér af Dubbel!

Er þetta ekki annars á svipuðu verði og þegar þetta var í ríkinu hér um daginn?

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 14. May 2009 14:31
by Stulli
arnilong wrote:3. hér!

Er þetta ekki annars á svipuðu verði og þegar þetta var í ríkinu hér um daginn?
3 dubbel?

Fékk verðið ekki gefið upp, en örrugglega svipað.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur

Posted: 14. May 2009 14:33
by Stulli
Árni: varstu búinn að tjékka á RJC?