Page 1 of 1

120ltr blá síldartunna

Posted: 13. Nov 2009 14:59
by Bjössi
Nú fer að styttast í að maður fari að seggja í og sjóða 2x skammt s.s. 50ltr
en þar sem verður mikið hitatap meða er verið að bíða eftir suðu, var ég að velta fyrir mer að einangra plastunnuna, veit bara ekki með hverju, er einhverjir sem hafa gert svipað eða eru með hugmyndir?

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 13. Nov 2009 15:09
by sigurdur
Ein aðferð er hitaeinangrun með lofti og álpappír, en þá setur þú álpappír utan um tunnuna, en ég veit ekki hversu gott þetta verður hjá þér.
Ég skoðaði loftstokkaeinangrun sem að framleidd er hérna á landi og held að hún sé trúlega besta aðferðin sem að er fljótleg, en ég hvergi þessa einangrun í húsó þar sem að ég leitaði að henni. Það má vera að þú finnir þetta hjá blikksmiðum.
Loftstokkaeinangrun er þunn steinullareinangrun (minnir mig frekar en glerull) sem að er með álfilmu á annarri hliðinni.

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 13. Nov 2009 15:15
by Bjössi
Takk fyrir þetta en....
ég þarf einhverja einangrun sem þolir vatn, það er "sull" þegar er verið að þvo tunnuna, ætli sé hægt að nota álímt eitthvað sem þolir 100°C

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 13. Nov 2009 15:28
by sigurdur
Ef þú ætlar að hafa þetta áfast, þá mæli ég með að þú notir bara állímband til þess að líma þetta fast á tunnuna.
Ef þú vilt einhverja heilsteyptari leið, þá efast ég ekki um að polyurethane þoli hitastig og sull ansi vel, en þá verður þú að nota "bucket in a bucket" hugleiðingar, byggja eitthvað utan um fötuna svo að þú hemjir þá staði sem að polyurethane'ið muni fara.

Einfaldasta leiðin held ég að sé að nota loftstokkaeinangrun og sérhanna hana sem teppi sem að hægt er að taka af og setja á auðveldlega.

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 13. Nov 2009 17:37
by sigurdur
http://s619.photobucket.com/albums/tt27 ... Reflectix/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.homebrewtalk.com/f51/sanke-m ... ld-140238/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.infraredheaters.com/insulati.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.sandsinsulation.com/HTML/rem ... anket.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo getur þú líka smíðað teppi úr bláum ódýrum yoga dýnum og fest hana við með belti, svo þegar þú ert búinn að hita allt upp þá tekuru bara beltið af og gengur frá dýnunni. Ekkert mál að þrífa eftir það.

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 14. Nov 2009 10:37
by Bjössi
það er ekki að spyrja aðþví
menn eru hjálpsamir, kærar þakkir :D

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 14. Nov 2009 11:06
by Bjössi
Annars er ég og vinur að fara að leggja í eina einfalda á eftir 25ltr
6,1kg Pale ale
30gr first gold 60 min
Áætlað IBU 20

Komment vel þegin

verður einföld vegna þess að mig vantar baseline, þíðir ekkert fyrir mig að gera flókna bjóra og vita svo ekki hvað gerir hvað

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 14. Nov 2009 12:33
by hrafnkell
Bjössi wrote:Annars er ég og vinur að fara að leggja í eina einfalda á eftir 25ltr
6,1kg Pale ale
30gr first gold 60 min
Áætlað IBU 20

Komment vel þegin

verður einföld vegna þess að mig vantar baseline, þíðir ekkert fyrir mig að gera flókna bjóra og vita svo ekki hvað gerir hvað
Láttu mig vita hvernig þessi kemur út - Ég er á nákvæmlega sama stað og þú og veit ekkert hvaða korn/humlar gera hvað :)

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 14. Nov 2009 13:00
by Idle
Bjössi wrote:Annars er ég og vinur að fara að leggja í eina einfalda á eftir 25ltr
6,1kg Pale ale
30gr first gold 60 min
Áætlað IBU 20

Komment vel þegin

verður einföld vegna þess að mig vantar baseline, þíðir ekkert fyrir mig að gera flókna bjóra og vita svo ekki hvað gerir hvað
Viltu ekki bæta við þetta humlum til að fá smá bragð og ilm? Með einum humlaskammti í 60 mínútur færðu nær eingöngu beiskjuna úr þeim. Hugmynd:

6,1 kg. Pale Ale
20 gr. First Gold (60 mín) - IBU 12,6
25 gr. First Gold (30 mín, bragð) - IBU 12,1
20 gr. First Gold (5 mín, lykt) - IBU 2,5

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 14. Nov 2009 13:35
by Bjössi
góður punktur hjá þer Idle
annars gerði ég mistok, viktaði pund staðin fyrir kg, fattaði það þegar 40 min voru búnar, eg viktaði þá aftur og b´tti í sem upp á vantar, þannig að 6,1pund í um 100min og rest í 60min, vona a' þetta ver'i ekki catastroffa :oops:

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 14. Nov 2009 13:37
by hrafnkell
Bjössi wrote:góður punktur hjá þer Idle
annars gerði ég mistok, viktaði pund staðin fyrir kg, fattaði það þegar 40 min voru búnar, eg viktaði þá aftur og b´tti í sem upp á vantar, þannig að 6,1pund í um 100min og rest í 60min, vona a' þetta ver'i ekki catastroffa :oops:
Hrundi hitinn á mashinu ekki niður þegar þú bættir við meira af korni?

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 14. Nov 2009 13:59
by Bjössi
nei meskikarið er fínt
var í 70C þegar bættum við datt niður í 66C

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 15. Nov 2009 20:34
by Eyvindur
SÁEÖFÞH

Ég hef verið að velta fyrir mér að einangra plastfötuna mína (sem ég hugsa að ég fari aftur að nota sem meskiker) með steinull - líma plast utan um. Það verður örugglega hundljótt, en maður fær varla betri einangrun.

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 15. Nov 2009 23:55
by kristfin
þeir í íshúsinu eru að selja svarta einangrun í mottum. veit ekki hvað hún kostar en hún er mjög góð. þolir vatn og vind.

í þ þorgrímssyni er hægt að fá þunna einangrun með álþynnu beggja vegna. álþynnan geislar hitanum aftur inn sem er mjög gott.

síðan er til mjúkull sem hægt er að vefja utanum, setja síðan hænsnanet og eitthvað til að hlífa utanum.

einnig er hægt að fara í tunnu inni í tunnu og filla með kvoðu á milli.

nóg af leiðum.

ég er að fara breyta kagga í meskiker með fölskum botni. reikna með því að einangra hana með steinull og setja blikkkápu utanum

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 27. Nov 2009 19:30
by Elli
kristfin wrote: einnig er hægt að fara í tunnu inni í tunnu og filla með kvoðu á milli.
Ég hef mikið velt þessu fyrir mér en veit ekki alveg hvernig best er að gera þetta.

Veistu um einhverjar tunnur sem henta vel í þetta? Væntanlega væri best að hafa þær með smá stærðarmun til þess að ná smá vil á milli. Svo er spurning hvaða efni maður velur til þess að setja á milli. Ég hef alltaf séð fyrir mér kvoðu, svipuð þeirri sem maður notar t.d. til að þétta meðfram hurðum.

Svo væri jafnvel hægt að hugsa sér þriju fötuna sem myndi virka sem falskur botn.

Sé þetta fyrir mér sem algjöra snilld og langar mikið til þess að prófa þetta.

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 27. Nov 2009 23:09
by kristfin
það er hægt að kaupa tunnur/fötur uppí í sigurplasti, 20, 30 og 60 lítra. væri hægt að nota svoleiðis mögulega.

Re: 120ltr blá síldartunna

Posted: 12. Jan 2010 14:36
by Steini
Kristfin er alveg með þetta, ég vinn í kæli og frystibransanum og get alveg fullyrt að svona motta sem þú límir á með kontakt lími mun alveg einangra þetta fyllilega.

Mæli með mottum 13mm þykkri og yfirleitt eru þær 50x200cm eða 1 fermeter.
Við notum yfirleitt á rörin 9 eða 13mm einangunarhólka úr sama efni og hún kólnar ekki einu sinni að utan þrátt fyrir amk -10°C inn í rörunum.

Þetta er oft kallað "Armaflex" einangrun eftir einhverri tegundinni hér í den en þetta fæst á nokkrum stöðum td. Alkul ehf (minn vinnustaður)

Aðalatriðið er að sníða þetta til áður en þú límberð báða fleti þeas. bera bæði á tunnuna og mottuna með pensli sem verður svo líklegast ekki notaður aftur. Hafa skal í huga að hitatapið verður oftast í gegnum botninn þannig að ágætt er að setja fötuna ofan á mottuna og strika eða skera með dúkahníf í kring.

Alveg skothelt.

Ef menn ætla að setja fötu í fötu og polyurethane á milli á myndi ég mæla með að fatan sé full af vatni á meðan til að minnka hættuna á að hún leggist saman undan þrýstingi. Hægt er að kaupa polyurethane hjá SET á Selfossi og líklegast víðar og þá kemur það í tveimur brúsum sem þarf að hella saman og sturta svo á milli tunnanna.

Ultimate einangrunin er svo að auðvitað vakúm á milli þilja, en það gæti orðið snúið að klára það .

Kv,
Steini