Page 1 of 1

5 Minute Ale

Posted: 11. Nov 2009 21:14
by Idle
Snaraði þessu fram úr erminni í gærdag:

Code: Select all

Recipe: 5 Minute Ale
Brewer: Sigurður Axel Hannesson
Asst Brewer: Hlynur
Style: American Pale Ale
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 22,71 L
Estimated OG: 1,058 SG
Estimated Color: 10,0 SRM
Estimated IBU: 44,6 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,90 kg       Pale Malt (2 Row) Ger (3,0 SRM)           Grain        78,95 %       
0,45 kg       Munich Malt (9,0 SRM)                     Grain        9,11 %        
0,33 kg       CaraMunich II (60,0 SRM)                  Grain        6,68 %        
0,26 kg       Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM)              Grain        5,26 %        
28,00 gm      Amarillo Gold [8,50 %]  (30 min) (First WoHops         24,2 IBU      
28,00 gm      Centennial [8,70 %]  (25 min)             Hops         20,4 IBU      
28,00 gm      Centennial [8,70 %]  (10 min) (Aroma Hop-SHops          -            
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafAle (Fermentis #US-05)                 Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 4,94 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 12,88 L of water at 75,6 C      67,8 C        
Pre-boil gravity var áætlað 1.051, en ég fékk 1.054. OG reyndist svo 1.059 eftir suðu. Uppskriftin varð til á fimm mínútum, en ég var seinn heim úr vinnu, og Hlynur kom mjög fljótlega. Annars var þetta bráðskemmtilegt og gekk eins og í bestu lygasögu.

Re: 5 Minute Ale

Posted: 23. Nov 2009 20:51
by Idle
Henti honum út á svalir áðan, og þar fær hann að dúsa tvo sólarhringa eða svo. Verður gaman að sjá muninn ef einhver verður, þar sem það var enn mikið af geri á svamli þegar ég tók mælisýnið.

Re: 5 Minute Ale

Posted: 14. Dec 2009 13:22
by kristfin
er þetta ekki ölið sem við smökkuðum hjá þér á mánudaginn síðasta?

það var helvíti gott. hugsa að þetta verði næsta "húsöl" hjá mér

Re: 5 Minute Ale

Posted: 14. Dec 2009 13:25
by kristfin
voru amarillo humlarnir ekki með alla leið?

ég sé að í uppskriftinni eru þeir sagðir "first worth hops" og 30 mín?

fóru þeir í strax í pottinn þegar rann úr meskikerinu og síðan soðnir í 60 mín?

Re: 5 Minute Ale

Posted: 14. Dec 2009 13:30
by Idle
Jú, þið smökkuðuð þennan. Amarillo voru allan tímann. Já, og strax í pottinn eftir að rann úr meskikerinu í fyrra skiptið. Ég stillti bara á 30 mínútur til að reyna að leiðrétta IBU töluna eitthvað. Virðast þó vera mjög skiptar skoðanir um FWH, þ. e. áhrif á IBU.

Re: 5 Minute Ale

Posted: 14. Dec 2009 13:40
by Eyvindur
FWH er mjög dularfullt fyrirbæri. Það væri gaman að gera tilraun með þá - gera tvo litla skammta með aðeins einni humlaviðbót í hvorum, í öðru tilfellinu FWH og í hinum 60mín, til að sjá muninn. Augljóslega úr sömu meskingunni, með sama gerinu og með sömu humlunum...

Ég stefni á þessa tilraun við tækifæri.