Page 1 of 1

Thyristor rás fyrir 3 kW element

Posted: 8. Nov 2009 22:42
by Öli
Getur ekki einhver góðhjartaður raf(einda)virki/rafm. verkf. útlistað fyrir mig rás hér þannig að ég geti stillt orkunotkun á 3 kW elementi ?

Einhver sagði mér að ég gæti notað thyristor í þetta, en sökum þessa að ég bý yfir yfirgripsmikilli vankunnáttu á þessum rásum þá þyrfti ég smá hjálp ...

Re: Thyristor rás fyrir 3 kW element

Posted: 24. Jan 2010 21:00
by sigurdur
Betra er seint en aldrei.

Það er góð lesning um triac dimmera.
http://www.epanorama.net/documents/ligh ... immer.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars getur þú notað þess rás

Code: Select all

    Black o--------------------------------+--------+
                                           |        |
                                        |  |        |
                                     R1 \  |        |
                                  185 K /<-+        |
                                        \  v CW     |
                                        |         __|__ TH1
                                        |         _\/\_ Q4008LT
                                        +---|>|   / |   
                                        |   |<|--'  |
                                    C1 _|_  Diac    |
                                 .1 uF --- (part of |
                 S1                     |    TH1)   |
    Black o------/ ---------------------+-----------+
En taktu eftir að það er engin síun á rásinni. Q4008LT er DIAC og TRIAC sambyggt.
Þessi rás ræður við 8A. (ég ætla að setja svona inn í kaffivélina mína)

Önnur hugmynd væri

Code: Select all

 Black   o-----------------+------------+-----------+
                           |            |           |
                           |         R1 \           |
                           |      220 K /<-+        |
                           |            \  |        |
                           |            |  |        |
                           |            +--+        |
                           |            |           |
                           |         R2 /           |
                       C1 _|_      47 K \           |
                  .047 uF ---           /         __|__ TH1
                           |            |         _\/\_ TIC246M-MBR
                           |            +---|>|   / |   400 V
                           |            |   |<|---  |
                           |        C2 _|_   D1     |
                           |   .062 uF ---  Diac    |
                           |            |           |
     Red o-----------------+---CCCCCC---+-----------+
                                 L1
                         40 T #18, 2 layers
                       1/4" x 1" ferrite core
Hér er hægt að nota BR100/03-PHI fyrir DIAC á móti TRIAC'inum. Þessi rás á að ráða við upp að 16A, en þó þá myndi ég bara nota max 12.5A á henni (þessi 3000W). Þessi rás er með síun þannig að þú ættir að fá minni truflanir á þessa grein í húsinu (minni hætta á að skemma LCD skjáinn þinn ef þú ert með hann á sömu grein).

Allir íhlutir í þetta eru til á landinu.

Varstu að hugsa svona eitthvað í þessa áttina?

Re: Thyristor rás fyrir 3 kW element

Posted: 26. Jun 2011 01:23
by gosi
Núna er næstu liðið slétt eitt ár frá þessu innskoti. Ég þarf því að bæta við einu og það er thyristor rás sem á að virka mjög vel. Ef þið lesið þennan link vel þá ættuð þið að lenda á góðu plani. Þeir sem skrifa á þennan link vita greinilega hvað þeir vita því hann greinilega virkar mjög vel fyrir þá sem vilja stjórnar straumnum.

Linkurinn inn á síðuna: http://homedistiller.org/forum/viewtopic.php?f=2&t=3342

Hér kemur nokkuð góður linkur á stjórnun á PCB borðinu sem menn vilja gera: http://homedistiller.org/forum/viewtopi ... &start=780

Ég skal pósta pdf skjalinu sem ég fann seinna.

ps. ég veit að þessi síða fjallar um hluti sem eru bannaðir hér ein þeir luma á ýmsu sem mun henta þeim sem á því þurfa.