Page 1 of 1
Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 8. Nov 2009 13:55
by Idle
Ég veit að þetta er allt saman til í einhverjum verslunum, en hefur einhver keypt þetta eða veit hvar flögurnar fást? Hef séð þetta í ýmsum uppskriftum (heimagert morgunkorn og brauð, sem dæmi), en hvergi rekist á þetta í búðum.
Veit um heilsuvöruverslanirnar og fleiri, datt bara í hug að spyrja áður en ég færi að finna hjólið upp aftur.

Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 8. Nov 2009 14:21
by Öli
Eftir minni bestu vitund eru hafraflögur það sem við köllum (ranglega, segi ég) haframjöl - og fást í öllum matvörubúðum.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 8. Nov 2009 18:22
by sigurdur
Bæði grófir og fínir hafrar fást í flestum búðum myndi ég halda (ég sá þetta í krónunni og í fjarðarkaup).
Rúgflögur minnir mig að ég hafi séð í fjarðarkaupum.
Ég hef hvergi fundið byggflögur enn.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 8. Nov 2009 18:34
by Idle
Brá mér í Hagkaup í Skeifunni áðan, og þar voru "heilsuvöru" hillur troðfullar af allskyns hafraflögum (fínar og grófar, trölla og dverga...).
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 9. Nov 2009 14:26
by Eyvindur
Eftir því sem ég hef heyrt virkar gamla góða Sol Gryn (eða álíka) best þegar hafrar eru annars vegar. Tröllahafrar eru víst að gera miður góða hluti.
Ég held að eina leiðin sé bara að vera duglegur að kíkja í öll heilsuhorn og heilsubúðir sem maður á leið hjá og fylgjast með. Þessar vörur virðast koma og fara. Ég hef séð bygg- og hveitiflögur endrum og eins, en það er engin regla á því. Rúgflögur hef ég reyndar aldrei séð.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 9. Nov 2009 14:45
by arnilong
Ég hef oft notað Solgryn hafra"mjölið" með góðum árangri. Hinsvegar ætlaði ég eitt sinn að vera grand á því og notaði einhverja lífræna tröllahafra. Það heppnaðist ekki vel, mig minnir að það þurfi að sjóða tröllahafrana áður en maður notar þá.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 9. Nov 2009 15:44
by aki
Ég keypti Euroshopper-hafra í stoutinn minn af því mér sýndist Solgryn-hafrarnir sem fást í Bónus bara vera ristaðir...
Skal láta ykkur vita hvernig gengur að nota þá ef mér einhvern tíma tekst að leggja í hann

Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 9. Nov 2009 20:32
by Idle
Virðist sem Hermann gamli í
Heilsuhorninu á Akureyri eigi þetta allt saman. Má sjá vörurnar frá Natudis í
verðlistanum þeirra. Lít við þarna á laugardaginn og athuga hvort þetta sé ekki til í hillunum.

Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 9. Nov 2009 20:35
by sigurdur
Uppfært 1 . Jan. 2006
Ég myndi hringja á undan mér
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 9. Nov 2009 20:55
by Idle
sigurdur wrote:Uppfært 1 . Jan. 2006
Ég myndi hringja á undan mér
Ahh, sá þetta ekki!
Ég er hvort eð er að fara norður um helgina, svo ég skoða þetta í leiðinni.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 9. Nov 2009 22:12
by kristfin
siggi, ef það er eitthvað til þarna. þá máttu hafa mig í huga með flaked barley og flaked mais
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 10. Nov 2009 01:45
by aki
Við lögðum í stoutinn í kvöld með 250g Euroshopper hafra (í 5kg lögun) og lentum í stífluðu meskikeri í fyrsta skipti. Það gæti líka hafa verið út af ristaða bygginu. Við þurftum að blása meðan kornið var að setjast. Eftir það var samt allt í lagi og náðum næstum því 75% nýtingu eftir allt saman.
Við erum með meskiker með heitavatnsslöngu með boruðum götum, en ekki klósettbarka.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 16. Nov 2009 13:48
by Idle
kristfin wrote:siggi, ef það er eitthvað til þarna. þá máttu hafa mig í huga með flaked barley og flaked mais
Það var til allskyns mjöl, en af flögum var eitthvað minna. Fékk rúg- og hveitiflögur.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 16. Nov 2009 14:41
by kristfin
ertu aflögufær í flögudeildinni siggi
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 1. Dec 2009 23:30
by Idle
Rakst á byggflögur í Hagkaup (Holtagörðum) í dag. 400 gr. pakkar á 299 kr. Þetta er því allt til á landinu ef vel er að gáð - nema maísflögurnar, þær hef ég ekki séð enn.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 2. Dec 2009 12:47
by Eyvindur
Mér finnst eins og ég hafi einhvern tíma séð maísflögur í Fjarðarkaupum... Heilsudeildinni.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 2. Dec 2009 13:22
by halldor
Idle wrote:Rakst á byggflögur í Hagkaup (Holtagörðum) í dag. 400 gr. pakkar á 299 kr. Þetta er því allt til á landinu ef vel er að gáð - nema maísflögurnar, þær hef ég ekki séð enn.
Sææææææll

Ég var einmitt að vandræðast með þetta og þarf að nota á morgun.
Takk kærlega fyrir þetta.
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 2. Dec 2009 13:51
by kristfin
nathan og olsen selja byggflögur
klettagarðar 19, 530 8500
25 kíló kosta 3359 kr
12x400 grömm, kosta 2554 kr
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 3. Dec 2009 16:44
by Eyvindur
Vá, mikið er ég feginn að þú bentir á þetta. Ég er alveg búinn að vera að vandræðast með að finna 25kg af byggflögum...
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 5. Dec 2009 15:05
by kristfin
segjum 2. ég er búinn að vera leita í 2 mánuði
Re: Bygg, hafra og rúgflögur
Posted: 16. Dec 2009 09:35
by Eyvindur
Var að muna eftir einu... Þið sem eruð að leita að maísflögum... Það er örugglega lítið því til fyrirstöðu að nota bara Corn Flakes. Menn hafa mikið gert tilraunir með morgunkorn í meskingu, og það hefur gefið góða raun. Kornfleks er örugglega fínt í staðinn fyrir maísflögur.