Page 1 of 1

Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 4. Nov 2009 21:23
by Bjössi
ég fjárfesi í kæliboxi um daginn
og fór með það í röradeild Biko og bað þá að redda rörum og tengingum, en afgreiðslumaður er í vandræðum að koma þessu saman
ég nenni ekki að standa í að finna hjólið upp aftur þannig að ég spyr ykkur kæru félagar, hvernig græjuð þið ykkar kælibox (meskjunarkar)?
s.s. hvar keyptur krani, tengingar og annað?
þakkir
Bjössi

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 4. Nov 2009 21:24
by hrafnkell
Getur fengið gegnumtak, krana, T, slöngutengi og pakkningar í vörukaup. Svo kaupirðu bara bara klósettslíðrið í byko til dæmis. Ættir að geta gert þetta fyrir um 3000kr.

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 4. Nov 2009 21:30
by Idle
Ég keypti allt í Barka á Nýbýlaveginum, að undanskildum klósettbarka sem ég fékk á um 500 kr. í Múrbúðinni. Nafni minn, Sigurður, ætti að geta útskýrt samsetninguna ágætlega - hann á allan heiðurinn af því. :)

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 4. Nov 2009 21:41
by Bjössi
takk fyrir þetta, ég fer að verða stressaður, þar sem ég VERÐ að leggja í um helgina, er með 35kg ómeskað korn í húsi og er búið að mala það :roll:

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 4. Nov 2009 21:46
by Bjössi
aðalmálið er þéttingin,
hvernig gatið sem borað er fyrir rörið er þéttað

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 4. Nov 2009 21:51
by Idle
Kornið geymist vel hvort sem það er malað eða ekki, svo fremi sem enginn raki kemst í það. Ég er líklega með hátt í sjötíu kíló í skápnum hjá mér og hef engar áhyggjur. ;)

Ég keypti O-hringi úr Viton í Barkanum, og teflonband. Enginn leki. :)

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 4. Nov 2009 22:19
by hrafnkell
Ég notaði nylon pakkningar, kosta krónur og leka ekki...

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 4. Nov 2009 22:25
by Bjössi
Hmmm.....á eihver mynd af þessu?

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 5. Nov 2009 00:07
by hordurg
Svo talandi um Kælibox, þá vildi ég deila með ykkur að Húsasmiðjan á ennþá ca 10 stk af 35L kæliboxum á 1.990 kr. (En bara í Hafnarfirði). Það eru töluvert betri verð en er í Bykó, þar erca 28L á 2500 - 3000

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 5. Nov 2009 09:10
by kristfin
hér eru fínar myndir af þessu
http://www.homebrewtalk.com/f51/cheap-e ... ion-23008/" onclick="window.open(this.href);return false;

þarna er notaður 1/2 brjóstnippill í gegnum boxið og skinnur síðan til að ýta krananum frá boxinu og stífa það.

ég notaði reyndar bara gegnumtak 1/2 x 3/8 og engar þéttingar. þetta lagðist svo vel að plastinu.

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 5. Nov 2009 13:37
by Bjössi
Fann loksins lausn á þessu, Efnissala G E Johannonar selur allt sem þarf, eru í klettagörðum 6
rétt rúmlega 2000kr, fyrir uta klósettbarka sem ég á

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 26. Nov 2009 11:27
by hordurg
Bjössi wrote:Fann loksins lausn á þessu, Efnissala G E Johannonar selur allt sem þarf, eru í klettagörðum 6
rétt rúmlega 2000kr, fyrir uta klósettbarka sem ég á
Já ég mæli með þessari verslun hér að ofan http://www.gesala.is/" onclick="window.open(this.href);return false; rosalega góð verð hjá þeim, sem dæmi má nefna 15m kopar rör fyrir tæpar 5þús kr.

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 26. Nov 2009 12:16
by hrafnkell
hordurg wrote:
Bjössi wrote:Fann loksins lausn á þessu, Efnissala G E Johannonar selur allt sem þarf, eru í klettagörðum 6
rétt rúmlega 2000kr, fyrir uta klósettbarka sem ég á
Já ég mæli með þessari verslun hér að ofan http://www.gesala.is/" onclick="window.open(this.href);return false; rosalega góð verð hjá þeim, sem dæmi má nefna 15m kopar rör fyrir tæpar 5þús kr.

Ég þarf augljóslega að kíkja þangað! Er afar veikur fyrir að koma mér upp koparrörkælingu, þetta á líklega eftir að verða til þess að ég veð útí búð og kaupi :)

Re: Kælibox rör/tengingar og annað

Posted: 25. Jul 2011 15:27
by helgibelgi
hordurg wrote:Já ég mæli með þessari verslun hér að ofan http://www.gesala.is/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; rosalega góð verð hjá þeim, sem dæmi má nefna 15m kopar rör fyrir tæpar 5þús kr.
Bara til að fólk verði ekki hissa, núna 2 árum eftir þennan póst, en ég var að tala við þá í Gesala og verðið á 15m koparslöngu 10mm (eða 3/8") er komið upp í 12.900 kr staðgreitt :(