Page 1 of 1

BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 3. Nov 2009 10:57
by hordurg
Sælir,

Mér finnst ekki hafa fundið neina almennilegan samanburð á þessum forritum, hvaða forrit eruð þið að nota og hverjir finnst ykkur kostirnir við það umfram hitt.

Ég var að spá bjóða þessi forrit upp á þann fídus ef maður t.d. finnir áhugaverða uppskrift á netinu gæti það reiknað út svipaða uppskrfit m.v. möltin sem eru til í Ölfusholti m.v. möltin sem eru uppgefin í uppskriftinni o.s.frv?

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 3. Nov 2009 11:45
by sigurdur
Ég veit ekki til þess að það hafi nokkuð forrit tekið upp á því að endurreikna mölt fyrir uppskriftir miðað við hvað þú átt á lager, en hinsvegar þá þekki ég þetta ekki manna best.

Ég veit hinsvegar að það er búið að taka þessa umræðu of oft.

Ég kaus BeerSmith vegna BeerXML og þetta virðist vera ágætis forrit. Ég var búinn að reyna að komast að því hvort væri betra og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru bæði betri.

Ef þú vilt fá nánari útlistun á kostum og göllum þessa forrita, http://lmgtfy.com/?q=BeerSmith+vs.+BeerTools" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 3. Nov 2009 12:39
by dax
BeerAlchemy

Ég nota það og líkar vel

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 3. Nov 2009 13:54
by Oli
Það er til pakki fyrir Weyermann malt í Beersmith, þannig að allar tölur um eiginleika maltsins frá þeim ættu að vera nokkuð réttar og því ætti að vera auðveldara að setja saman nákvæmari uppskriftir. Veit ekki hvort það sé til svipað fyrir Beertools.
http://www.beersmith.com/Weyermann%20Malts.bsm" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 3. Nov 2009 23:40
by Idle
Ég gerði engan ítarlegan samanburð á tólunum áður en ég keypti BeerSmith. Sé ekki eftir því, en hef heldur ekki prófað annað enn.

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 4. Nov 2009 20:50
by Eyvindur
Ég verð að benda á að BeerTools bæði opnar og flytur út BeerXML, auk þess sem allt Weyermann malt er þar inni.

Ég held að þetta sé allt spurning um það hvað manni finnst þægilegast. Fyrir mig var reyndar ekki um margt að ræða, þar sem ég nota frekar makka en pc (á bæði, hata Windows af svakalegri ástríðu - nota það bara ef afar ill nauðsyn ber til). Hef reyndar líka prófað Promash og fundist það fínt. Kann samt betur við BeerTools.

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 5. Nov 2009 09:15
by kristfin
ég fann ekkert eintak af beertools til að prófa. keypti síðan beersmith eftir að ég prófaði það.

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 6. Nov 2009 02:51
by dax
Eyvindur wrote:...þar sem ég nota frekar makka en pc (á bæði, hata Windows af svakalegri ástríðu - nota það bara ef afar ill nauðsyn ber til). Hef reyndar líka prófað Promash og fundist það fínt. Kann samt betur við BeerTools.
Prófaðu Beer Alchemy - það er mjög þægilegt í notkun eins og maður ætla mætti af forriti skrifuðu fyrir Makkan sérstaklega.

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 6. Nov 2009 11:03
by hordurg
Er BeerTools bæði fyrir Makka og Windwows? Það væri ágætlega heppilegt þar sem ég þyrfti þá ekki að vera bundinn við PC eða öfugt.

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 6. Nov 2009 11:26
by hrafnkell
Getur keyrt beertools í linux með wine, þannig að það hlýtur að vera hægt að plata það í mac líka.

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 6. Nov 2009 11:33
by Idle
hrafnkell wrote:Getur keyrt beertools í linux með wine, þannig að það hlýtur að vera hægt að plata það í mac líka.
Parallels fyrir Mac. :)

Re: BeerSmith vs. BeerTools

Posted: 7. Nov 2009 16:51
by Eyvindur
Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að BeerTools sé hannað sérstaklega fyrir Mac... Sel það ekki dýrara en ódýrt minni mitt leyfir...