Page 1 of 1

De Koninck

Posted: 2. Nov 2009 13:35
by Idle
Rafgullt með ágætum rjómakenndum haus sem skildi eftir svolitlar slæður. Ilmar af malti og korni með örlitlum kandís. Áberandi bragð af karamellumalti með votti af brenndum sykri, svolítið járnbragð og lítil beiskja. Ég veit ekki hvernig skemmdir eða lélegir humlar eru, en get ímyndað mér að bragðið sem ég finn sé áþekkt þeim. Kolsýran kitlar svolítið í góminn, sem ég hefði frekar búist við af gosdrykk en öli. Skrokkurinn í meðallagi.