Page 1 of 1

Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 1. Nov 2009 17:27
by Idle
Ég bjóst við reyk, en ekki svona miklum! Þessi er unaðslegur, og verður keyptur áfram á tyllidögum.

Dökkbrúnn með rúbínrauðum tónum, þétt og rjómagul froða sem endist vel og lengi. Fyrst þegar ég þefaði af honum hugsaði ég, "þessi er nýkominn af grillinu!". Reyktur viðarilmur, minnir strax á varðeld og flesk. Bragðið er ekki síðra, reykt malt, viður, og áreiðanlega eitthvað sem ég hef grillað. Hann er mun léttari en ég bjóst við af svo reykjarmiklum bjór, þurr í lokin með vott af humlum.

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 1. Nov 2009 20:42
by Eyvindur
Mmm... Þessi bíður í ísskápnum. Hlakka mikið til að smakka hann.

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 1. Nov 2009 21:50
by arnilong
F---ing hell, þetta er mikill metnaður. Hef smakkað, fíla mikið, mun kaupa mikið!

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 2. Nov 2009 02:28
by dax
Ég var að fíla þennan. Reykta bragðið er í svo góðu jafnvægi við restina af þessum bodymikla bjór!

Eftir að hafa smakkað þennan, getur maður varla beðið eftir að smakka Jólabjór 2009 frá Ölvisholti - í honum er frábært jafnvægi; reykta maltið á réttum stað - miðað við það smakk sem ég hef fengið.

Ölvisholt Jólabjór 2009 er reyktur Bock, en þó ekki eins sætur og stílliinn.

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 2. Nov 2009 17:32
by Hjalti
Er þessi kominn í Vínbúðirnar eða?

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 2. Nov 2009 17:41
by halldor
Já, ég fékk hann í Skútuvoginum á laugardaginn. Mjög sáttur við hann :)

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 29. Nov 2009 01:06
by ulfar
Mér finnst frábært við þennan bjór hvað hann er auðdrukinn. Þrátt fyrir öflugan reyk er hann eitthvað svo ferskur.

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 29. Nov 2009 22:04
by Eyvindur
Þessi er ekki fyrir mig. Mér fannst hann svolítið eins og að drekka reyktan silung... Eftir fyrstu 5 sopana eða svo var ég kominn með alveg nóg.

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 18. Dec 2009 01:08
by Idle
Prófaði hann með hangikjöti nýverið. Því miður var kjötið fremur bragðdauft, en engu að síður var þetta ást við fyrsta smakk.

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 18. Dec 2009 22:16
by Bjössi
verð að vera ósammála ykkur
mér fynnst reykta bragðið of yfirþyrmandi, eins og Idle lýsir, "ný kominn af grilli" að mínu mati alltof mikið reyktur
gaf konu að smakka, og hún spítti í vaskinn, en...
fyrir utan of mikið reykjar brakð gef ég þesum 6 af 10 en með reyk 3/10
hefði skorað miklu hærra hjá mér ef "reykur" verið minni

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 28. Dec 2009 14:59
by Hjalti
Sammála... Mér þótti hann frábær fyrstu 0.2L af glasinu svo bara hjúff... of mikið... ekki að meika 0.5L af þessum bjór. Ættu að selja þetta í Kriek flösku eða eithvað 0.25L flösku :)

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 28. Dec 2009 20:04
by Valli
Þetta er sá bjór sem hefur haft einhver mestu áhrif á mig sem bruggara. Þetta er bjór sem maður mun alltaf muna eftir, hvort sem reynslan sé góð eða slæm og það er útaf fyrir sig aðdáunarvert. Algjör snilld að einhverjum hafi dottið í hug að selja þennan bjór á Íslandi, þetta er hugsjón sem vert er að styðja.

Re: Aecht Schlenkerla Rauchbier Marzen

Posted: 31. Dec 2009 15:45
by Andri
ulfar wrote:Mér finnst frábært við þennan bjór hvað hann er auðdrukinn. Þrátt fyrir öflugan reyk er hann eitthvað svo ferskur.
Ég er alveg sammála þér, fyrstu 2 soparnir komu mér á óvart. Þetta reykta bragð minnti mig svo mikið á einhverja reykta pylsu og var yfirgnæfandi.
En þetta var hreinn unaður eftir þessa tvo sopa. Rosalega auðvelt að drekka hann.