Samuel Adams Cream Stout
Posted: 1. Nov 2009 14:23
Biksvartur með ljósbrúnum, loftkenndum haus sem hvarf mjög fljótlega, en skildi smá slæður eftir. Ristaður kaffiilmur, með votti af súkkulaði þegar á líður. Notalegt kaffibragð með ristuðum keim og votti af dökku súkkulaði í lokin. Fyllingin er góð, mjúk og rjómakennd, án þess að verða of þétt og væmin. Ágætur til að svala þorstanum.