Page 1 of 1

Samuel Adams Cream Stout

Posted: 1. Nov 2009 14:23
by Idle
Biksvartur með ljósbrúnum, loftkenndum haus sem hvarf mjög fljótlega, en skildi smá slæður eftir. Ristaður kaffiilmur, með votti af súkkulaði þegar á líður. Notalegt kaffibragð með ristuðum keim og votti af dökku súkkulaði í lokin. Fyllingin er góð, mjúk og rjómakennd, án þess að verða of þétt og væmin. Ágætur til að svala þorstanum.

Re: Samuel Adams Cream Stout

Posted: 1. Nov 2009 15:54
by Eyvindur
Var einmitt að bragða þennan fyrir skemmstu og var nokkuð sáttur. Rjómakenndur er rétta orðið. Mér fannst áferðin yndisleg. Hefði alveg mátt vera ögn ristaðri fyrir minn smekk, en engu að síður hitti hann í mark.