Page 1 of 1

St. Peter's Organic Ale

Posted: 1. Nov 2009 14:16
by Idle
Gylltur, örlítið þokukenndur. Lítill sem enginn haus, en skilur eftir sig smá slæður í glasinu. Ilmar af malti, svolítið blómlegur. Rétt magn af kolsýru kætir og lyftir þessu létta öli svolítið upp. Í fyrsta sopa fann ég yfirþyrmandi járnbragð, hvaðan sem það hefur komið. Eftir þrjá, fjóra til viðbótar, var ég kominn í örlítið sætt malt með lítilli beiskju í fyrstu, en grösugir humlar komu sterkir inn í lokin. Mun beiskari en ég reiknaði með. Ekkert flókið hér á ferð, bara vel gert enskt öl með ágætu jafnvægi malts og humla.

Re: St. Peter's Organic Ale

Posted: 1. Nov 2009 14:30
by valurkris
Ég smakkaði þennan um síðustu helgi.

Verð að sega fyrir mig þá var hann alltof bragðlítill en góður samt