Page 1 of 1
Duchesse De Bourgogne
Posted: 1. Nov 2009 14:01
by Idle
Nánast rúbínlitaður, þétt og rjómalituð froða heldur sér vel. Súrsætur kirsuberjailmur og eik, og sama í bragðinu. Skilur eftir sig súrsæta beiskju og margslungið bragð sem ég kem ekki fyrir mig. Þessir súrsætu tónar ásamt eikinni, minna mig helst á Merlot.
Ég vona að ekkert af mínu bruggi komi til með að bragðast eins og þessi. Ef ég gæti hinsvegar vanið mig á þetta bragð, þá myndi ég líklega aðeins bragða hann með eftirréttum, e. t. v. góðri súkkulaðiköku.
Re: Duchesse De Bourgogne
Posted: 1. Nov 2009 22:37
by Eyvindur
Ég var að klára flösku af þessum og er á þveröfugri skoðun. Mér finnst þessi bjór algjört nammi. Ef hann væri ekki kjánalega dýr myndi ég kaupa hann í ómældu magni. Þess í stað verður hann líkast til að vera til hátíðarbrigða.
En súrir bjórar eru víst ekki allra.
Re: Duchesse De Bourgogne
Posted: 1. Nov 2009 22:45
by aki
Ég sé að Eyvindur segist vera með rauðöl á flöskum - er það eitthvað skylt hertogaynjunni (uppskrift)?
Er annars með flösku af henni í ísskápnum og er að mana mig upp í að smakka...
Re: Duchesse De Bourgogne
Posted: 1. Nov 2009 22:46
by Eyvindur
Nei, enda er hertogaynjan belgískt sterköl. Rauðölið er meira í ætt við Móra (stíllega séð, en þó gjörólíkur bjór).
Re: Duchesse De Bourgogne
Posted: 2. Nov 2009 00:48
by aki
Prófaði hertogaynjuna. Fannst hún bara smakkast vel. Minnti mig dálítið á létt og sætt freyðivín. Mjög ávaxtarík með eikarkeim. Hausinn var álíka varanlegur og á freyðivíni en skildi þó eftir gardínur á glasinu. Maltkeimurinn var mjög lítill og stoppaði stutt við en ávaxtabragðið situr lengi eftir.
Kannski dálítið skrýtið að drekka bjór sem minnir meira á freyðivín, en ég ímynda mér að þetta gæti verið góður veisludrykkur... fyrir útrásarvíkinga... miðað við þetta verð.
Ætla að prófa kriek næst þegar ég rekst inn í Skútuvoginn.
Re: Duchesse De Bourgogne
Posted: 23. Sep 2010 18:39
by karlp
w00, hún er komin aftur! hún er til í skútuvogi amk. og, 499kr/ ef ég man rétt var yfir 500 siðast?
Re: Duchesse De Bourgogne
Posted: 23. Sep 2010 19:48
by sigurdur
karlp wrote:w00, hún er komin aftur! hún er til í skútuvogi amk. og, 499kr/ ef ég man rétt var yfir 500 siðast?
Frábært!
Þessi er einn af mínum uppáhalds bjórum.
Re: Duchesse De Bourgogne
Posted: 27. Sep 2010 23:08
by Andri
Þetta er uppáhaldsbjórinn minn, verst að hann er svona dýr.
Ég hef verið að reyna að fá vini mína í að prófa hann en ætli þeir þurfi ekki einhvern grunn fyrst, maður hoppar ekki beint í efsta skrefið.
Ég elska þennan bjór bókstaflega, ég elska að finna fyrir nýju bragði eftir hvern sopa. Þetta er bara fullnæging að mínu mati
http://www.beertools.com/html/recipe.php?view=5338" onclick="window.open(this.href);return false;
Spurning um að prufa þetta?