Page 1 of 1

Hörður

Posted: 30. Oct 2009 15:46
by hordurg
Datt inn á þennan vef fyrir hálfgerð mistök sem var nokkuð heppilegt þar sem ég var búinn að vera að vellta því fyrir mér í einhvern tíma hvernig það væri nú að prófa að brugga sinn eigin bjór og eftir að hafa lennt inn á vefnum er ég að spá í að hætta að pæla og slá til.

Nú þegar hef ég fengið svar við nokkrum spurningum í bjórgerðahlutanum, mig skillst að Bykó eigi einhver Kælibox á rýmingarútsölu svo ætla að athuga hvort ég geti fundið eitthvað þar.

Ég býst við að skella mér beint í All-Grain, þannig þarf að fara að sanka að mér réttu tólunum.

Ef einhver hefði áhuga, þá er ég mjög áhugasamur að fá að smakka svona alvöru all grain heimabrugg, ef einhver myndi tíma því þá gæti ég t.d. látið þann sama aðila fá bláan Chimay á móti og látið Orginal Chimay glas fylgja :)

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 16:43
by Oli
Velkominn Hörður. Vertu viðbúinn því að eyða miklum tíma í þetta nýja hobbý á næstunni. Viss um að einhver getur gefið þér smakk.
Gangi þér vel.

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 17:08
by Idle
hordurg wrote:Ef einhver hefði áhuga, þá er ég mjög áhugasamur að fá að smakka svona alvöru all grain heimabrugg, ef einhver myndi tíma því þá gæti ég t.d. látið þann sama aðila fá bláan Chimay á móti og látið Orginal Chimay glas fylgja :)
Ég á fullt af smakki! :D

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 17:52
by valurkris
Velkominn á spjallið, alltaf gaman að fá fleiri hingað inn

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 18:52
by dax
Idle wrote:Ég á fullt af smakki! :D
Drekkur þú ekki eða... :o ;)

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 19:04
by Idle
dax wrote:
Idle wrote:Ég á fullt af smakki! :D
Drekkur þú ekki eða... :o ;)
Jú, en upp á síðkastið hefur dregið úr neyslu og framleiðslan aukist í staðinn. Ógnvekjandi þróun! :shock:

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 19:11
by hrafnkell
Idle wrote:
dax wrote:
Idle wrote:Ég á fullt af smakki! :D
Drekkur þú ekki eða... :o ;)
Jú, en upp á síðkastið hefur dregið úr neyslu og framleiðslan aukist í staðinn. Ógnvekjandi þróun! :shock:

Skelfilegt að hugsa til þess að þú gætir átt alltof mikið af ljúffengum bjór!!!

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 19:16
by Idle
hrafnkell wrote:Skelfilegt að hugsa til þess að þú gætir átt alltof mikið af ljúffengum bjór!!!
Sjaldan nóg, og aldrei of mikið! :)

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 21:14
by halldor
hordurg wrote: Ef einhver hefði áhuga, þá er ég mjög áhugasamur að fá að smakka svona alvöru all grain heimabrugg, ef einhver myndi tíma því þá gæti ég t.d. látið þann sama aðila fá bláan Chimay á móti og látið Orginal Chimay glas fylgja :)
Ég á þýskan hveitibjór og belgískan sterköl sem ég er til í að skipta :)

Áttu eitthvað magn af Chimay? Ég væri alveg til í að kaupa eitthvað af þér ef þú átt nóg.

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 21:14
by kristfin
nóg til hörður,

ef þú átt leið um kópavoginn get ég leyft þér að smakka öl og vín.

líttu bara við á mánudaginn og þá geturðu fengið að smakka helling af mismunandi bjór.

sparaðu chimay bjórinn þinn og glasið og passaðu að þegar þú opnar hann að nota slatta af honum til að rækta iþitt eigin ger.

Re: Hörður

Posted: 30. Oct 2009 21:16
by kristfin
það er líka smass hátíð hjá mér í kvöld, þannig að þú gætir fengið smass smakk og klassískt american pale ale.

Re: Hörður

Posted: 31. Oct 2009 11:47
by hordurg
Ég þakka góðar viðtökur hingað inn á vefinn og góð boð sem ég mun eflaust nýta mér einhver af
kristfin wrote:sparaðu chimay bjórinn þinn og glasið og passaðu að þegar þú opnar hann að nota slatta af honum til að rækta iþitt eigin ger.
Já sniðugt, gæti maður ekki búið til góðan belgískan öl úr því ? :) Er það nokkuð hægt með möltunum og humlunum sem fást í ölfusholti? Ég rakst reyndar á uppskrift á netinu þar sem sambærilegt ger og fæst úr Chimay er notað (eða úr Chimay?) og sá sem gerði þá uppskrift vill meina að honum finnist útkomast smakkast allveg eins á Chimay (uppskriptin ef þið viljið kíkja á hana)

Re: Hörður

Posted: 1. Nov 2009 01:09
by Eyvindur
Lítið mál að gera belgískan bjór úr maltinu frá Ölvisholti.