Page 1 of 1

hræriplata

Posted: 29. Oct 2009 23:44
by kristfin
mér datt í hug að búa mér til hræriplötu til að brúka þegar ég fer að búa til startara úr gergarðinum minum uppkomandi.
þetta er ekki flókið. hirti segul úr hörðum diski, sem var í xboxinu mínu áður en ég moddaði og stækkaði diskinn. skellti
límdi segulinn á kæliviftu úr tölvukassa og skellti síðan viftunni í botninn á plastdollu.

Image

Image

núna vantar mig bara keiluflösku og hræriprik. bjó reyndar til hræriprik úr nagla sem virkað vel, setti síðan inni í slöngu, en hitt væri meira pró

Re: hræriplata

Posted: 30. Oct 2009 11:39
by Eyvindur
Þú færð keiluflösku í A4, sá ég um daginn. Man ekki hvað þær kostuðu, en það var allavega hálfur útlimur, ef mig misminnir ekki.

Re: hræriplata

Posted: 30. Oct 2009 18:40
by dax
kristfin wrote:...hirti segul úr hörðum diski, sem var í xboxinu mínu áður en ég moddaði og stækkaði diskinn.
Þú ert alvöru Homebrewkall! :) :ugeek:

Re: hræriplata

Posted: 30. Oct 2009 22:32
by ulfar
Mjög glæsilegt. Þú gerir hluti, það finnst mér sniðugt. Ég læt oftast nægja að hugsa um þá.