Page 1 of 1

kornvals

Posted: 28. Oct 2009 13:07
by kristfin
ég smíðaði kornvals um daginn -- ákvað að færa yfir á diy hlutann

þetta varð nú aðeins meira verk en ég ætlaði. það er nú reyndar oft þegar maður smíðar úr miklum vanefnum og þarf að aðlaga að því efni sem maður á.

en 50mm tjakkstál sem gæti hafa komið úr skurðgröfu endaði í keflunum. gamli rennibekkurinn minn er soldið dapur þannig að það varð smá slag í þeim.

ég ætlaði síðan að vera með rosalega flókið kerfi á legusætum þar sem legurnar yrðu festar, en það endað með glussaröri sem legusæti og vatnsröri sem heldur legunni á sínum stað. allt soðið saman.

legurnar eru 6202 (algengustu legur í heimi) úr fálkanum, kostuðu 502 kr stykkið.

ramminn er síðan úr 10mm stáli sem ég skar úr plötu, og stillanlegi haldarinn úr 8mm.

svona lítur þetta út eftir allt saman.

Image

ég átti ekki nógu langan bolta fyrir endastoppið. redda því síðar
Image

og í aksjón, mixaði tímabundið siló ofana
Image

eftir fyrstu 3 brugganirnar mínar þar sem ég mala kornið sjálfur og hef verið í bölvuðu basli með meskingun. meskingin hefur yfirleitt endað í heljarinnar blówjobbi því allt hefur verið fast, er ég farinn að kenna of fínni mölun um.

þannig að nú er ég búinn að stilla gripinn uppá nýtt.

hvernig lýst ykkur á þessa mölun:
Image

Re: kornvals

Posted: 28. Oct 2009 14:08
by sigurdur
Þú getur prófað að mæla bilið á milli hjólanna eftir öðrum sem að hafa gengið í gegn um þetta.
Sjá http://forum.northernbrewer.com/viewtop ... 96&start=0" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: kornvals

Posted: 28. Oct 2009 14:47
by kristfin
sko. það er smá kast á öðru hjólinu þannig að mælingin er ekki alveg nákvæm.

eins og þetta er núna þá er kannski 1% af korninu sem sleppur í gegn lítandi út eins og það sé heilt, en er sprungið þegar maður skoðar það.

bilið hjá mér er, á myndinni er 1.4mm. en snillingarnir úti tala um 0.024-0.039 tommur, eða 0.6 til 1mm.

Re: kornvals

Posted: 28. Oct 2009 15:34
by kristfin
prófaði að stilla bilið á 1mm. sá lítinn mun. en það eru þó engin heil sem sleppa í gegn

Re: kornvals

Posted: 28. Oct 2009 20:30
by ulfar
Þetta lítur nokkuð vel út. Skiptir ekki öllu þó 1% sleppi í gegn heilt, aðalatriðið er að nóg sé af heilu hismi. Hér er mynd af korni sem ég malaði og var mjög gott, á myndinni er meira hismi en virðist við fyrstu sýn því það er mjög dökkt.
Image

Re: kornvals

Posted: 28. Oct 2009 21:03
by kristfin
hægagangs siggi (idle) mætti til mín áðan í humla og bjór skipti. hann kom með pale ale frá ölvisholti. það var mun grófara en það sem ég var að mala (með 1.4mm bil). aðalmunurinn er samt að það er svo mikið hveiti hjá mér, meðan molarnir eru stærri frá ölvisholti, líka hvítu molarnir og eiginlega ekkert hveiti.
ætla að prófa stækka bilið ennþá meira.

Re: kornvals

Posted: 22. Nov 2009 22:46
by Andri
Hvernig gengur þetta, búinn að fínstilla þetta? Ég veit ekkert um þetta en hef heyrt að það tekur stundum langann tíma til að fínstilla tækið.
Svo væri spurning að setja falskann botn í meskikerið, það gæti måske hjálpað?
Stilla bilið svo eftir nýtninni sem þú færð?

Ég hef aldrei prófað all grain en ég hef lesið eitthvað örlítið um þetta :]

Re: kornvals

Posted: 22. Nov 2009 23:51
by kristfin
stillingin er fín núna. ekkert mál að meskja. allt eins og blómstrið eina