Page 1 of 1

Suðupottur úr 30 lítra bjór kagga

Posted: 27. Oct 2009 00:04
by kristfin
mér áskotnaðist þessi fíni bjórkútur um daginn. hefið ætlað að breyta honum í suðukút og lét loksins verða að því núna.

ég skar ofanaf kantinum, með plasma, og hring úr toppnum. notaði bút úr kantinum sem ég tók af til að búa til 3 lappir svo ég komi loka undir hann.

grenjaði út 2 element hjá bróður mínum sem ég mixaði í.

hitamælir og múffur úr byko.

hér er hann í action. var að prófa áðan.
Image

hér eru tími og hiti í prófinu.

Code: Select all

mín    hiti   tími í 100 gráður  
 0	13	
34	55	45
40	61	39
44	70	30
51	75	25
57	80	20
60	82	18
63	85	15
73	91	9
80	95	5
87	98	2
94	99	1
102	100
skv þessu ætti ég að vera 40 mínútur að ná upp suðu frá meskinginunn.
kúturinn er reyndar alveg óeinangraður, þannig að sennlega verður hann mun fljótari þegar ég er búinn að því.

Re: Suðupottur úr 30 lítra bjór kagga

Posted: 27. Oct 2009 00:14
by Idle
Glæsilegt! Er eða verður hann falur? :D

Re: Suðupottur úr 30 lítra bjór kagga

Posted: 27. Oct 2009 00:22
by kristfin
það er allt falt ef réttur prís er nefndur.

ég á líka 40 og 50 lítra potta. gæti sett element í þá líka

Re: Suðupottur úr 30 lítra bjór kagga

Posted: 28. Oct 2009 20:53
by Andri
Fann glansandi hundrað kall hérna í veskinu mínu.

Re: Suðupottur úr 30 lítra bjór kagga

Posted: 28. Oct 2009 20:56
by sigurdur
kristfin wrote:Image
Hvað er þetta vinstra megin á myndinni? Er þetta botninn á gosflösku, haldið fast með dragbandi?

Re: Suðupottur úr 30 lítra bjór kagga

Posted: 28. Oct 2009 22:39
by kristfin
hmm. já. sko. endinn á elementinu með pólunum sínum stendur út í loftið þarna. setti flöskubotn yfir og festi með dragbandi. það á eftir að koma steinull yfir þetta til að einangra.

vonandi ef ég verð í stuði næstu vikur, þá verður þessi pottur undir heitavatnið, efst í bjórtrénu mínu (uppkomandi), og annar bjórkútur 50l, verður neðstur til að sjóða í.

Re: Suðupottur úr 30 lítra bjór kagga

Posted: 29. Oct 2009 21:29
by Andri
er ekki hægt að rigga tengidós á þetta element með hárri ip tölu (ip talan táknar hæfileika hennar til að halda ryki & vatni frá)
það væri örlítið faglegra að mínu mati þó að þetta sé stórglæsilegt hjá þér og ég er jafnvel sjálfur að spá í þessu ef einhver vinur minn ákveður að kaupa kút á næstunni

Re: Suðupottur úr 30 lítra bjór kagga

Posted: 29. Oct 2009 23:34
by kristfin
jú það væri nú betra. hinsvegar kemur steinull og blikkkápa yfir þetta allt saman og kápan sú arna verður vatnsheld. þetta er fyrst og fremst svo ég drepi mig ekki á þessu þangað til.