Page 1 of 1

Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 26. Oct 2009 19:17
by hrafnkell
Ég er aðeins að skoða græjur til að mala korn, og þetta virðist vera ódýrast (uþb 10þús með sendingarkostnaði +vsk). Er eitthvað annað sem kemur til greina og er kannski hægt að fá eitthvað ódýrara og jafnvel hér á landi? Mér líst ekki nógu vel á pastagræjurnar sem fólk hefur verið að smíða og er því að skoða þetta. Myndi líklega nota þetta til að mala kaffið mitt líka :)

Image

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 26. Oct 2009 19:25
by Idle
Er þetta ekki Corona eða Victory græjan? Nóg af skoðanaskiptum um þær á t. d. homebrewtalk.com.

Sjálfur íhugaði ég að fá mér eina svona um tíma, en eftir mikinn lestur fannst mér þeir vera í miklum minnihluta sem voru sáttir við þær. Ég ætla frekar að safna fyrir Barley Crusher þegar fram líða stundir. Þangað til er ég ánægður með að fá kornið mitt malað um leið og ég sæki það í Ölvisholt. :)

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 27. Oct 2009 02:03
by halldor
Við vinirnir eigum svona kvörn og höfum verið að nota hana óspart. Gallinn við hana er að það er mjög erfitt að hitta á rétta stillingu á grófleika. Skrúfan sem maður snýr til að stilla er með mjög grófum skrúfgangi og því er þetta oft millimetra spursmál hvort kornið komi í gegn heilt eða eða fínmalað. Það tekur smá tíma að ná lagni við að stilla og svo er bara málið að skoða grófleikann reglulega (eftir hvert kíló) og stilla aftur ef stillingin hefur eitthvað færst til.

Barley Crusher er á innkaupalistanum hjá okkur en þangað til maður fjárfestir í honum þá látum við þetta nægja.

PS. Ef þú ert að hugsa um að gera meira en 20 lítra í einu þá mæli ég ekki með þessu. Maður verður leiður á að mala meira en 5 kíló í hvert skipti í svona handsnúinni kvörn :)

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 27. Oct 2009 10:39
by hrafnkell
Mig grunaði það svosem, að stillingin héldist ekki 100% og að hendurnar yrðu lúnar. Ég sé þó ekki fram á að mala nema 5-8kg í einu þannig að það ætti ekki að koma að sök.

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 27. Oct 2009 11:14
by sigurdur
Þið getið líka notað borvél á þetta tæki til að verða ekki jafn lúnir í höndunum.

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 7. Nov 2009 23:54
by ulfar
halldor wrote:Við vinirnir eigum svona kvörn og höfum verið að nota hana óspart. Gallinn við hana er að það er mjög erfitt að hitta á rétta stillingu á grófleika. Skrúfan sem maður snýr til að stilla er með mjög grófum skrúfgangi og því er þetta oft millimetra spursmál hvort kornið komi í gegn heilt eða eða fínmalað.
Ein ef þið festið langt bleikt prik við skrúfuna eins og ég hef gert hér. Þá er radíusinn miklu meiri og þið ættuð að geta stillt hana mjög nákvæmlega (ef prikið er vel fest)

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 8. Nov 2009 14:27
by Bjössi
Hefur einhver reynslu af Kitchen Aid grain mill?
var að hugsa að kaupa slíkt en er kostar sitt

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 8. Nov 2009 14:39
by hrafnkell
http://www.fantes.com/kitchenaid-grain-mill.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Svona? Sem smellist á kitchen aid græjur?

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 8. Nov 2009 14:45
by Idle
Note: Do not grind more than 10 cups of flour at one time. Allow mixer to cool at least 45 minutes before using again, or damage to the mixer may result.
Þetta gæti tekið tímana tvo með fimm, sex kíló af korni! :)

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 8. Nov 2009 17:53
by Bjössi
Einmitt svona græja, en ég séð aðra útfærsu á þessu
Idle: Já telurðu að þessi græja sé ekki nógu öflug í 5-6kg? s.s taki of langan tíma?

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 8. Nov 2009 18:14
by hrafnkell
10 bollar eru amk bara 1.5-2kg, þannig að já, þetta tæki ansi langan tíma :)


Það er jafnvel spurning hvort einhverjir væru til í að leggja saman í púkk og kaupa http://www.barleycrusher.com/" onclick="window.open(this.href);return false; saman? Maður notar þetta ekki það oft að það gæti verið gáfulegt að 2-4 ættu svona saman sem búa nálægt hvor öðrum...

Re: Mölunargræja - gengur þetta?

Posted: 8. Nov 2009 18:16
by Idle
Bjössi wrote:Einmitt svona græja, en ég séð aðra útfærsu á þessu
Idle: Já telurðu að þessi græja sé ekki nógu öflug í 5-6kg? s.s taki of langan tíma?
Ég hreinlega veit það ekki. Það sem ég skrifaði síðast var tekið af vefsíðunni sem Hrafnkell vísaði til, þ. e. notkunarleiðbeiningunum.

Hinsvegar hef ég lesið svolítið um þessar græjur á HomeBrewTalk.com, að mig minnir, og þar fóru menn ekki fögrum orðum um þær. Nothæf og vinnur á sama hátt og Corona/Victory "hakkavélarnar", en ekki auranna virði (ódýrara að fá sér góðan Barley Crusher eða Monster Mill). Eiga það til að rífa og tæta hýðið og mikið.

En ég hef ekki reynslu af þessum gerðum sjálfur, aðeins þær upplýsingar sem ég hef lesið á netinu. :)