Page 1 of 1
Appelsínu og kanill mjöður
Posted: 25. Oct 2009 23:09
by kristfin
ég´hef rekist á þessa uppskrift á nokkrum stöðum á netinu. eins og hér
http://www.moremead.com/mead_logs/Ancient_OCC.html" onclick="window.open(this.href);return false;
svona lagði ég þetta niður
Appelsínumjöður, 20 lítrar
15 dollur af europris hunangi (450gr í dollu)
5 stórar appelsínur skornar í sneiðar
125 rúsínur (50 grömm)
4 kanilstangir
3 negulnaglar
2 ml (4 x pinch) af allrahanda (allspice)
2 ml (4 x pinch) af múskat (nutmeg)
2 bréf af kampavínsgeri, lavin 1118
yfirleitt er mælt með því að blanda bara öllu saman, en ég kann betur við að sjóða hunangið aðeins. þá er líka hægt að sterilesera ávextina.
sjoða hunangið í 10 mín, fleyta froðunni ofanaf.
sjóða appelsínurnar í nokkrar mín með rúsínunum.
setja allt í fötu og fylla upp í 20 lítra með kranavatni.
þegar vökvinn hefur náð stofuhita þá smellir maður gerinu í.
Re: Appelsínu og kanill mjöður
Posted: 30. Dec 2010 04:33
by gosi
ég veit að það sé meira en ár síðan (er það ekki betra)
.....en hvernig smakkaðist þessi mjöður?
Re: Appelsínu og kanill mjöður
Posted: 30. Dec 2010 14:46
by gunnarolis
Þú ert akkúrat á hárréttum tíma til að spurja um þetta. Mjöður er akkúrat farinn að smakkast vel eftir ár hef ég lesið.
Reyndar er einhver Mjaðar sérfræðingur í Brewing tv að lýsa því yfir að það sé kjaftæði, og að mjöður geti tekið 3 mánuði og samt verið ljúffengur, en það er efni í nýjann þráð.
Re: Appelsínu og kanill mjöður
Posted: 30. Dec 2010 16:53
by kristfin
ég er svo lélegur að ég er ekki búinn að setja hann á flöskur.
bragðið er hinsvegar mjög gott. eins og múskatel sem mætir gewürztraminer.
hefur reyndar staðið til í nokkrar vikur (eða mánuði) að setja á flöskur. en orðin meiri pressa núna þar sem ég þarf að umhella rifs- og sólberja miðinum sem fór í gang í ágúst
Re: Appelsínu og kanill mjöður
Posted: 16. Apr 2011 02:46
by mattib
Hvernig smakkaðist ?
Re: Appelsínu og kanill mjöður
Posted: 7. Jul 2014 09:13
by helgibelgi
Hvernig kom þessi út hjá þér? Ég er mjög forvitinn að vita hvernig þessi er að koma út svona löngu seinna.
Ég skellti sjálfur í mjög svipaða uppskrift fyrir rúmum mánuði (
þessa hér) og var að fleyta yfir í Secondary í gær. Þá var tekið sýni og smakkað. Hann lyktar unaðslega vel! Hunang og appelsína eru áberandi í lyktinni. Í bragðinu hrópar á mann appelsína, kanill og hunangssæta. Svolítið grófur eins og er, bragðið hoppar á milli öfga. Það eina slæma á þessu stigi er þessi vonda beiskja sem maður fær úr hvíta hlutanum úr appelsínuberkinum (öll appelsínan fór nú með). Vona bara að hún falli burt með tímanum. Annars lofar þetta mjög góðu og verður líklega mjög flottur um jólin!
Re: Appelsínu og kanill mjöður
Posted: 9. Jul 2014 02:50
by drekatemjari
Ég er búinn að gera tvo miði í vor og sá seinni fór á flöskur þremur vikum eftir að ég setti í hann (fg. 0.993 og var fyrsta flaskan drukkin núna um helgina viku eftir átöppun. Mánaðargamall var hann rosalega góður, léttur og mjúkur.
Ég notaði staggered nutrient additions í frekar léttan brómberjamjöð (og 1.065 + 1.5kg brómber) og gerjaði við 17 gráður fyrstu þrjá dagana og síðan við 19 gráður vikuna eftir það og tók hann svo úr gerjunarkælinum.
Ég er alveg fullviss um að ef mjöðurinn "verður" að fá ár í að jafna sig er eitthvað ekki í lagi í gerjuninni en þessi er alveg kristaltær og leikandi léttur í kringum 11%
Fyrir þá sem vilja kynna sér SNA (staggered nutrient additions) eru leiðbeiningar hér sem ég fór eftir.
http://home.comcast.net/~mzapx1/FAQ/SNAddition.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Appelsínu og kanill mjöður
Posted: 11. Jul 2014 08:54
by helgibelgi
drekatemjari wrote:
Ég er alveg fullviss um að ef mjöðurinn "verður" að fá ár í að jafna sig er eitthvað ekki í lagi í gerjuninni...
Eftir því sem ég hef lesið um mjaðargerð held ég að þetta sé alveg rétt. SNA og það að hrista kolsýruna úr umferð, ásamt hitastýringu og hraustu geri virðist láta gerjunartímann vera í rauninni bara svipaðan og með flest öl (í besta falli) eða í mesta lagi 2-3 mánuði (primary+secondary samtals). Þá ætti mjöðurinn að geta verið drukkinn strax, en þó virðist tími á flöskum oftast vera til bóta fyrir flesta miði.
Varðandi þennan appelsínu/krydd-mjöð sem ég lagði í, þá stendur sérstaklega í leiðbeiningunum að hunsa SNA og allar aðrar "nýtískulegar" aðferðir. Þess vegna gæti verið að þessi tiltekni mjöður þurfi smá tíma.