Page 1 of 1

fær maður flaked barley á íslandi

Posted: 22. Oct 2009 23:10
by kristfin
og hvað er það annars

Re: fær maður flaked barley á íslandi

Posted: 22. Oct 2009 23:39
by sigurdur
Flaked Barley = Byggflögur
Þú getur trúlega fundið þetta í heilsuhornum eða bakarahornum, mögulega náttúruverslunum. Ég giska á að þetta líti mjög svipað út og hafraflögur.

Re: fær maður flaked barley á íslandi

Posted: 23. Oct 2009 10:43
by Eyvindur
Jebb, svipað og dökkar byggflögur. Gætir þurft að leita aðeins að þessu, en þetta er til. Ég keypti þetta í Fjarðarkaupum, minnir mig, en þetta er ekki alltaf til þar. Kíktu bara í heilsubúðir og heilsuhorn.

Re: fær maður flaked barley á íslandi

Posted: 23. Oct 2009 12:53
by kristfin
ég er ´búinn að tala við mann lifandi, yggdrasil og heilsuhúsið. þeir eiga þetta ekki. ætla að prófa að lita í fjarðarkaup

Re: fær maður flaked barley á íslandi

Posted: 27. Oct 2009 11:22
by Eyvindur
Ef þú finnur þetta ekki gætirðu bara þurft að bíða. Ég leitaði að þessu í 2-3 mánuði (ekki mjög virkt, reyndar) áður en ég fann þetta loksins.

Re: fær maður flaked barley á íslandi

Posted: 27. Oct 2009 13:50
by kristfin
finn þetta hvergi. tékkaði á fjarðarkaupum. no luck.

ég sveigi frá stát í bili og skelli mér í kölsh

Re: fær maður flaked barley á íslandi

Posted: 27. Oct 2009 19:34
by Eyvindur
Af hverju finnurðu ekki bara stout uppskrift án byggflaga?