Page 1 of 1
Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 11:18
by Gommit
Ég stakk upp á þessu hérna einhverntíman um daginn en langar að taka annan snúning.
BrewDog er snilld og mig langar að flytja inn bretti með selection af öllum bjórunum þeirra.
Hefur einhver reynslu, slóðir eða documentation tengt því hvernig maður getur reiknað út kostnaðinn. Ég hef sambönd til að græja hlutina í UK.
Svo gætum við sett saman 20-30 manna hóp sem deilir kostnaði. Getum haldið gott bjórkvöld og allir taka með sér selection heim.
Any takers?
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 11:24
by kristfin
ég er alltaf til í að smakka eitthvað nýtt og spennandi.
hvernig sérðu þetta fyrir þér
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 11:47
by Eyvindur
Vá, ég elska BrewDog! Hef reyndar bara smakkað Trashy Blonde og hvað sem imperial stoutinn þeirra heitir, en þeir eru báðir unaður. Ég hefði áhuga á þessu, ef kostnaðurinn yrði ekki óstjórnlegur.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 11:55
by sigurdur
Verst að það eru bara 4 af 9 tegundum sem að þeir eiga til, allt annað er búið skv. síðunni þeirra, Trashy Blonde er búið.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 13:49
by valurkris
Þettað væri mjög gaman og ég er til ef að kostnaðurinn er ekki allt of mikill.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 15:50
by Gommit
Sko
Í fyrsta lagi þarf að skoða hvort það sé til einhver áræðanleg formúla fyrir álagningunni hérna megin.
Hugmyndin var ss að kaupa kannski kassa á mann. Það væru þá á bilinu 10-12 þúsund mv verðskalann á síðunni þeirra og núverandi rugl taxta á pundinu.
Zippa þessu um borð í Eimskip og borga svo tollana hér.
Fer náttúrulega eftir fjölda þáttakenda en þetta væri líklega annað eins í kostnað svo kassinn væri etv kominn upp í 20 þús. Þetta eru bara ekki hlutir sem ég þekki nógu vel til að segja til um það.
...sem er náttúrulega fáránlega mikill peningur þó við séum að tala um eðal bjór.
Ég veit td að Paradox var að kosta mig einhverjar 600 krónur út úr búð í London fyrir hrun og þótti mér nóg um.
Það væri samt gaman að sjá hvað þetta er stór hópur sem hefur áhuga á að skoða þetta án þess að gera neitt commitment.
Ég þekki nefnilega gaur sem hefur verið að vinna í viral marketing fyrir þá og það mætti hugsanlega gera eitthvað spiffí þar sem bjóráhugamenn á íslandi flytja inn BrewDog og fá þá etv góðan afslátt gegn því að taka upp smá video eða þess háttar.
Best þætti mér þó ef einhver þekkir mann sem þekkir mann sem hefur öll leyfi og reynslu til að koma þessu inn í landið gegn tryggingu fyrir því að einhver hópur myndi kaupa allt draslið. Jafnvel með fyrirfram greiðslu.
Allar hugmyndir vel þegnar, er bara að snappa yfir því að geta ekki verslað nema það sem kerfiskallarnir í ÁTVR velja fyrir okkur.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 15:53
by Gommit
Eyvindur wrote:Vá, ég elska BrewDog! Hef reyndar bara smakkað Trashy Blonde og hvað sem imperial stoutinn þeirra heitir, en þeir eru báðir unaður. Ég hefði áhuga á þessu, ef kostnaðurinn yrði ekki óstjórnlegur.
Stoutinn er Paradox, er geymdur í mismunandi single malt tunnum og gefinn út í númeruðum batches eftir því hvaða viski var í tunnunni á undan.
http://brewdog.com/paradox.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég sé reyndar að þeir selja þetta í 30 lítra tunnum.
Þekkir einhver til á vínbarnum. Ég væri til í að sitja þar við barinn og drekka 2 lítra á staðnum óháð kostnaði...
Hann er reyndar 10% but what the heck
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 16:02
by Eyvindur
Verandi vanur markaðsdóti og alls konar stöffi væri ég vel til í að gera eitthvað fyrir þá gegn góðum afslætti. En ég borga ekki 20.000 kall fyrir kassa af bjór, sama hvað hann heitir.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 19:27
by Öli
Mér skilst að það sé hægt að fá bindandi útreikninga frá tollstjóra fyrir innflutningi.
Sumsé, þú segir þeim hvað þú ert að fara að flytja inn og þeir reikna út hvað þú kemur til með að borga. Þegar varan kemur svo hingað þá mega þeir ekki rukka þig meira eða minna fyrir hana en þeir gáfu þér upp.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 21:32
by halldor
Ég er með ef þetta kostar ekki milljón.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 22:28
by Eyvindur
Öli wrote:Mér skilst að það sé hægt að fá bindandi útreikninga frá tollstjóra fyrir innflutningi.
Sumsé, þú segir þeim hvað þú ert að fara að flytja inn og þeir reikna út hvað þú kemur til með að borga. Þegar varan kemur svo hingað þá mega þeir ekki rukka þig meira eða minna fyrir hana en þeir gáfu þér upp.
Hvernig má það vera? Á þeim tíma sem líður á milli getur gengið breyst umtalsvert. Dæmi eru um að verð á vörum hafi tvöfaldast frá pöntun til afhendingar.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 21. Oct 2009 23:49
by Öli
Eyvindur wrote:Hvernig má það vera? Á þeim tíma sem líður á milli getur gengið breyst umtalsvert. Dæmi eru um að verð á vörum hafi tvöfaldast frá pöntun til afhendingar.
Mér finnst þá líklegt að þeir gefi upp i prósentum frekar en krónutölum.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 22. Oct 2009 00:36
by Eyvindur
Það eru ekki útreikningar.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 22. Oct 2009 15:39
by Öli
Eyvindur wrote:Það eru ekki útreikningar.
Þá er ég bara að bulla

Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 22. Oct 2009 23:23
by Gommit
Það reynandi að skoða það.
Prófa að bjalla í liðið.
Það hlýtur nú samt einhver að hafa reynt þetta. Mér líður eins og ég sé í bjóreinangrun

Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 23. Oct 2009 10:39
by Eyvindur
Gommit wrote:Það hlýtur nú samt einhver að hafa reynt þetta. Mér líður eins og ég sé í bjóreinangrun

Bruggaðu þá meira.
Re: Meira um innflutning og hugsanlega bjórsmökkun
Posted: 23. Oct 2009 11:52
by Hjalti
Ég held að það sé ekki að uppfylla neitt að panta heilt bretti. Frekar þá að tala við fyrirtæki eins og Elg ehf. sem flytur inn skemtilegan bjór og fá hann til að púlla eithvað inn og lofa að þú bendir á þetta og seljir.
http://ja.is/u/elgur-heildverslun/" onclick="window.open(this.href);return false;