Page 1 of 2

Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 09:35
by Idle
Er að fara að leggja í, svo ég ákvað að reyna að hnoða saman koparnum á meðan ég hita vatnið í meskinguna. Það var svo sem minnstur vandinn að koma koparvafningnum í hæfilega stærð, en helv... hosuklemmurnar virðast ekki ætla að nægja. Sama hvernig ég reyni að herða að þeim, þá sprautast alltaf vatn meðfram rörinu. Hvaða aðferðum hafið þið beitt, sem hafið smíðað ykkar eigin kælispíral?

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 09:46
by sigurdur
Jæja, þetta hefur gengið að vefja spíralinn hjá þér. Til hamingju. :massi:
Ég notaði hosuklemmu sem að rétt passaði utan um slönguna (minnstu sem að ég átti). Ég prófaði að nota stærri en hún vildi bara ekki halda nógu vel.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 10:00
by Eyvindur
Ég lenti líka í þessu. Lausnin hjá mér var að hafa mjög lítinn kraft á vatninu. Þetta eru frekar mjóar slöngur hjá mér, og ég stilli kraftinn bara þannig að vatnið rétt nái að fylla upp í slönguna, en þannig að það sé enginn þrýstingur. Þá sprautast ekki meðfram. Veit ekki hvort það breytir neinu fyrir þig, en þú getur gáð.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 10:06
by Oli
sigurdur wrote:Ég notaði hosuklemmu sem að rétt passaði utan um slönguna (minnstu sem að ég átti). Ég prófaði að nota stærri en hún vildi bara ekki halda nógu vel.
Sama hér, nota minni hosuklemmur, þá kemur þetta örugglega. Þú getur líka prófað að teipa vel undir klemmurnar og reynt að ná jöfnum þrýsting utan um slönguna.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 10:41
by Idle
Ég er með klemmur sem ég þarf að vanda mig við að troða upp á slönguna með því að krumpa og skáskjóta slöngunni einhvern veginn - þær eru líklega nógu litlar. Spurning hvort að ég reyni að rétta ögn úr röraendunum svo þeir séu beinni, og slangan leggist þannig þéttar að þeim. Svo er það þetta með límbandið, prófa það líka.

Er samt viss um að ég ætlaði að gera eitthvað annað á meðan ég bíð eftir meskingunni... :?

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 10:55
by Idle
Tókst að rétta betur úr endanum, en á ekkert almennilegt límband hérna (prófaði glært "skrifstofulímband" frekar en ekkert), og þetta lítur strax betur út. Held að ég eigi gott einangrunarlímband í bílnum. :)

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 11:27
by kristfin
ég er bara með standard 3/8" koparrör sem ég setti garðslöngu á og hosuklemmu. rörið er reyndar svona 2" iinní slönguna. hef ekki átt í neinum vandamálum. planið er reyndar að silfurkveikja nippla á spíralinn

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 14:50
by Idle
Drottinn minn, hvurs vegna var ég ekki búinn að þessu fyrr! Úr 100°C í 30°C á 10 til 15 mínútum. Þetta styttir bruggdaginn um allt að klukkutíma! :o

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 21. Oct 2009 15:01
by dax
Svo færðu líka smá Zink fyrir gerið þitt í kaupbæti! Koparspírall er snilld.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 22. Oct 2009 19:23
by Andri
já, bara skella slöngunni einhverja 5cm kanski upp á og herða bara andskoti vel með hosuklemmu sem passar.. slangan þarf líka helst að passa bara rétt yfir :)
simple as that

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 25. Oct 2009 13:56
by hrafnkell
Hefur einhver skoðað verðin á rörunum í vörukaup?
http://vorukaup.is.2.hysir.net/pages.php?idpage=1037" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 25. Oct 2009 14:44
by Andri
talið svo bara við pípara eða eitthvað, hljóta allir að þekkja til eða eiga ættingja sem er til í að kaupa þetta.
Hlýtur að vera um 20-30% afsláttur

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 25. Oct 2009 16:15
by sigurdur
hrafnkell wrote:Hefur einhver skoðað verðin á rörunum í vörukaup?
http://vorukaup.is.2.hysir.net/pages.php?idpage=1037" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég keypti 1/2" mjúkt koparrör (1m) um daginn og það var sama metraverð á 1/2" metranum og 3/8" metranum hjá Íshúsinu. Ég veit ekki hvort að það er sama verð á þessum rörum almennt óháð stærðar en ég held að þetta sé ekki verri staður til þess að kaupa kopar.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 26. Oct 2009 02:33
by dax
Ég fékk 1/2" mjúkan eir hjá Landvélum (10m) á ca 16.000.-

Það var samt eitthvað undir gangverði hjá þeim. Mér ofbauð nefnilega metraverðið sem þeir gáfu upp fyrst og spurði hvort þeir ættu hitaskipti (eins og forhitarar) og fór að velta því fyrir mér hvað svoleiðis hlyti að kosta fyrir framan afgreiðslumanninn. Hann gaf mér þá ríflegan afslátt og ég fór nokkuð sáttur heim með eirrúlluna. ;)

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 26. Oct 2009 16:19
by hrafnkell
10mm kostar uþb 1400kr metrinn með vsk hjá vörukaup...

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 26. Oct 2009 16:30
by sigurdur
12mm kostaði 1.040 plús vsk per meter á föstudaginn var ....

Reglan er ekki alltaf "því stærra, því dýrara". Það má vera að 1/2" sé ódýrara heldur en 3/8", þó að það sé meiri kopar í því.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 17. Feb 2010 23:03
by arnarb
Ég keypti mína hjá Kælitækni á góðu verði s.l. haust.

Varðandi hosurnar, þá setti ég líka eins littla og ég komst af með. Annars lak alltaf meðfram. Herti bara varlega en duglega til að halda koparnum eins heilum og hægt var.

Alveg sammála með kælinguna - þetta er algjörlega nauðsynleg græja.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 24. Feb 2010 17:51
by Steini
Sælir drengir,

Þið þurfið ekki að silfursjóða á þessi rör nippil til að festa stút á endana.
Þið fáið ykkur fittings sem kallast lauskóna og er með ró og lausum kón sem þið herðið upp á rörið með skiptilykli.
Ef þið eruð með mjúk eirrör þá verðið þið að fá það sem kallast innlegg í rörið til að það leggist ekki saman þegar þið herðið upp á fittingsinum.

Kv,
Steini

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 18. Mar 2010 17:25
by arnarb
Sæll.
Hvar er hægt að kaupa svona lauskóna og innlegg í rörið?

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 18. Mar 2010 21:08
by sigurdur
Búinn að athuga á þessum venjulegu stöðum eins og t.d. vörukaupum?

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 18. Mar 2010 21:17
by hrafnkell
gesala.is líklega líka.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 19. Mar 2010 00:06
by Gunnar
arnarb wrote:Sæll.
Hvar er hægt að kaupa svona lauskóna og innlegg í rörið?
Ég keypti þetta hjá Îsleifi Jónssyni á tæplega 2.000 kr total. Svo skellti ég gardena quick disconnect tengjum framan á og hef ekki orðið var við nein lekavandamál.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 19. Jan 2011 12:30
by Sleipnir
Sælir.

Hefur einhver prófað kælispíral frá þessum?
http://store.homebrewheaven.com/wort-ch ... -p947.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
50$ veit svo sem ekki hvað þetta kostar komið hingað heim?
Sé að koparinn virðist kosta sitt.

Kv.
S.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 19. Jan 2011 12:41
by hrafnkell
Það er líklega töluvert ódýrara að fara í gesala.is og kaupa eirrör þar bara.

Re: Vandamál með kælispíral

Posted: 19. Jan 2011 15:24
by Sleipnir
Þetta virkar svo djö. pro og menn virðast vera að borga allt að 1600kr.mtr. hérna heimafyrir utan fittings á endann +2000kr.
Þarna eru um 8mtr. og allt frágengið.
En ég veit líka að hluti af hobbíinu er að gera þetta sjálfur.
Hvað eru annars háir tollar af svona vörum?