Page 1 of 1
Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 10:39
by Eyvindur
Mig langaði að gera þetta töluvert ítarlegra, en kerfið leyfir ekki nema 10 möguleika... Vona að ég sé allavega með flesta helstu stíla/yfirstíla.
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 10:59
by Stulli
Ég myndi nú helst vilja velja alla

Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 11:01
by Eyvindur
Þetta er svona "verður að velja einn annars verðurðu skotinn í hausinn" dæmi...
Og mér er alvara. Það er maður á leiðinni til þín núna.

Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 11:05
by Stulli
Vó, hann skýtur mig etv ekki í hausinn ef að ég býð honum bjór

Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 11:07
by arnilong
Ég sagði belgískan af því að ég er þessa dagana mikið að pæla í þeim en eins og Stulla langar mig líka að velja alla.
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 11:09
by Stulli
Góð mynd í avatarnum Árni
Ég valdi nú pilsner einfaldlega útafþví að það er næsti bjór á dagskrá hjá mér.
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 11:22
by Eyvindur
Ég er nú eiginlega sammála ykkur (fyrir utan létta lagerinn, reyndar), en eins og þið valdi ég það sem ég er helst að pæla í akkúrat þessa dagana. Það eru allavega nokkrar IPA uppskriftir í bígerð... Reyndar er ég spenntastur fyrir belgískum DIPA, eða Dubbel IPA, eins og ég kýs að kalla hann, þessa dagana. Og er auðvitað með eitt ljósöl og einn porter í gerjun...
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 11:29
by Hjalti
Ég er voða spenntur fyrir Pale ale dótinu, bara veit ekki alveg hvar ég á að byrja með það

Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 11:31
by Eyvindur
ESB (extra special bitter) er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er líka mjög spenntur fyrir amerísku ljósöli (enda með eitt slíkt í gerjun). Fullers ESB er einstaklega ljúffengur.
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 11:55
by Hjalti
Já, ég endaði kvöldið í gær á svoleiðis og þótti mjög gott.... Hann er alveg svakalega fínn... minnir mig...
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 18:07
by Andri
Þið vitið örugglega hvaða dúddi kaus létta lagerinn

Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 19:48
by halldor
Ég valdi belgískan þó ég hafi enn ekki bruggað neinn slíkan. Draumurinn er samt að geta gert góðan Dubbel eða Quadrupel/Abt.
En þetta var þó ekki auðvelt val þar sem ég er heltekinn af stout og porter

Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 20:09
by Korinna
halldor wrote:Ég valdi belgískan þó ég hafi enn ekki bruggað neinn slíkan.
Flott rök!
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 21:30
by halldor
Korinna wrote:halldor wrote:Ég valdi belgískan þó ég hafi enn ekki bruggað neinn slíkan.
Flott rök!
Það stóð skemmtilegast/áhugaverðast. Mér þætti áhugavert að brugga belgískan
Reyndar er ég að fatta að ég er búinn að brugga einn Belgian Wit sem var geggjaður, en draumurinn er að geta gert góðan Dubbel
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 21:37
by Eyvindur
Þetta átti að vera sem opnast. Bjórar sem fólk er búið að brugga og fannst gaman, hefur mestan áhuga á að brugga, finnst mest spennandi að takast á við, o.s.frv... Hver leggur sinn skilning í það.
Ég gæti til dæmis ekki sagt að mér finnist skemmtilegast að brugga IPA... Mér finnst alltaf jafn gaman að brugga, sama hvaða stíl ég er að gera. En í augnablikinu er ég spenntastur fyrir IPA, og reyndar DIPA ekki síst...
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 10. May 2009 23:35
by Andri
Mér finnst rosalega skemtilegt að gera lager, öll biðin, tækjabúnaðurinn, ég fæ að breyta thermostatinu í ískápnum og rafvirkjast smá. Ég held að ég hefði líka gaman að IPA, skella öllum þessum skemtilegu humlum útí
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 11. May 2009 00:13
by Eyvindur
Þú getur nú líka fíflast heilmikið með humla í lager... Vel humlaður pilsner er gulli betri.
Annars er ég alltaf að gæla við að reyna að búa til gerjunarfrysti til ölgerðar. Hitastigið skiptir alveg jafn miklu máli þar, og margir nota ísskápa eða frystikistur til að gerja öl. Það þarf bara eitthvað til að hita líka (oftast ljósapera vafin í álpappír).
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 11. May 2009 01:00
by Andri
Já mig langar að búa til lager bjór með mikið af arómatískum humlum
Re: Hvaða stíll finnst þér áhugaverðastur?
Posted: 11. May 2009 01:12
by Eyvindur
Var að ræða við félaga minn sem er að fara að gera imperial pilsner. Gríðarlegt magn af hallertau humlum... Hann var svo að pæla í að þurrhumla með saaz. OG átti að vera 1.089, minnir mig, og beiskjan í kringum 50 IBU. Það er alvöru pilsner!