Page 1 of 1
Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 12:56
by Bjössi
Er að spá....
hverskonar sykur/sætuefni eru menn að nota eftir gerjun?
s.s. hvað nota menn áður enn tappað er á?
ég hef lesið að hvítur sykur er ekki gott, bent er á "korn sykur" er "dry malt"
Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 13:28
by Idle
Hmpf... Það er ekki nóg að skrifa svarið og fara aftur á forsíðuna án þess að senda svarið!
Ég nota þrúgusykurinn sem fæst í Ámunni og Vínkjallaranum. Það sem ég hef lesið um hann er að hann er mjög hlutlaus, og svo notuðu "allir aðrir" hann - því ekki ég líka.

Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 13:33
by Oli
Flestir nota glúkósa/dextrósa/kornsykur (er það sama) sem fæst í ámunni að ég held. Það er svo líka hægt að nota þurrt maltextrakt ef þú átt það til, bara nota stærri skammta. Svo er hægt að nota strásykur líka.
Ein leiðin er svo að bæta ógerjuðum virti í gerjaðan bjór við átöppun þe. svokallað krauzening, hef ekki prófað það.
Áman var einhverntímann með efni sem heitir Kreamyx sem var einnig hægt að nota til præma við átöppun (með sykri?), hef ekki prófað það.
Kannski skiptir ekki miklu máli hvaða aðferð er notuð þar sem þetta er ekki það mikið magn af sykri sem er notað.
Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 13:46
by Bjössi
takk fyrir skjót svör,
ég á malt extraxt (svona sýrópskennt) keypt í heilsubúð, langar að nota það, en ekki viss hvað mikið á að nota, óli einhverja hugmynd hvað mikið þarf að malt sýrópi í 23 lítra?
annars var ég að skoða/smakka mína fyrst allgrain lögn áðan
OG 1050
FG 1010
fór í gerjun föstudags morguninn, og ætla að setja beint á flöskur um helgina, tappa af gerjunarkút og bæti sætuefni í hverja flösku
smakkaði smá, tel að þetta verði afbragðs bjór, djö...hlakkar mig til í Des

Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 13:54
by Braumeister
Átt að geta notað þetta til að reikna:
http://www.geocities.com/lesjudith/Alco ... lator.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Verður bara að umreikna frá þurru m.e. yfir í fljótandi.
Svo er skyldulesningin :
http://www.howtobrew.com/section1/chapter11-1.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég nota venjulegan sykur, sirka 1.5 Dl í 20 L. En ég ætti frysti myndi ég nota "Speise" eða krausening.
Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 14:10
by Oli
Bjössi wrote:takk fyrir skjót svör,
ég á malt extraxt (svona sýrópskennt) keypt í heilsubúð, langar að nota það, en ekki viss hvað mikið á að nota, óli einhverja hugmynd hvað mikið þarf að malt sýrópi í 23 lítra?
Notaðu bara reiknivélina eins og Braumeisterinn benti á. Ef þu notar Beersmith eða önnur forrit eiga þau að reikna það út fyrir þig miðað við það magn karbóneringu sem þú vilt fá.
Bjössi wrote:
smakkaði smá, tel að þetta verði afbragðs bjór, djö...hlakkar mig til í Des

Þetta verður flott - Skál

Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 14:14
by Öli
Bjössi wrote:smakkaði smá, tel að þetta verði afbragðs bjór, djö...hlakkar mig til í Des

Árið sem Bjössi gleymdi jólunum

Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 14:48
by Bjössi
heheh....já ekki ólíklegt að jólin verð "góð"
annars er ég að fara til Parisar næstu viku, ekki eru einhverjir félagar sem vita um bruggbúð þar? Er búinn að googla helling en ekkert fundið
Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 14:58
by valurkris
Er ekki bara rauðvín þar
Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 17:16
by Stulli
Bjössi wrote:heheh....já ekki ólíklegt að jólin verð "góð"
annars er ég að fara til Parisar næstu viku, ekki eru einhverjir félagar sem vita um bruggbúð þar? Er búinn að googla helling en ekkert fundið
Ég hef aldrei fundið bruggbúð í París (hef heldur ekki verið að leita að því) en ég veit um nokkrar góðar bjórverslanir með mikið og gott úrval af góðu stöffi. Er með þetta skrifað niður heima ef að þú vilt fá addressur

Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 18:23
by Bjössi
meira en til i thad endilega sendu
mun a.m.k. skoda eina, mun ekki hafa mikinn tima
Re: Sykur?
Posted: 20. Oct 2009 21:30
by Stulli
Það eru tvær góðar bjórbúðir sem að ég hef fundið:
1) Bootlegger, 82 Rue De L'Ouest, rétt hjá Montparnasse. Nafnið lofar etv ekki góðu, en þetta er klassabúð. Mikið og gott úrval, sérstaklega af belgískum bjórum.
2) La cave á bulles, 45 Rue Quincampoix, rétt hjá pompidou safninu. Frábær búð sem að er mikið af frönskum raritetum. Eigandinn er alger snillingur! Svo er bjórbar skammt frá, Au Trappist, þar sem að er gott úrval af bjór, þá sérstaklega frá belgíu.
Bæti því við að eftirlætis bjórbarinn minn í París er Academie de la Biere, 88 Boulevard De Port-Royal. Ekki svo sem nálægt neinu, en þess virði að fara á
Vona að þú skemmtir þér vel í París
Re: Sykur?
Posted: 22. Oct 2009 10:40
by Bjössi
Takk kærlega
Hef sennilega ekki tíma nema á einn stað þar sem þetta er vinnuferð hjá mér
(1 vika)eyði mesta tíma í bæ sem heitir Le Havre á vesturstöndinni, hver veit nema maður finni eitthvað þar
verð ekki nema 1-2 daga í Paris
