Page 1 of 1

Írskt rauðöl - ósk um gagnrýni

Posted: 19. Oct 2009 23:59
by Idle
Hugmynd að rauðöli. Uppskriftin sjálf:

Code: Select all

Batch Size: 20,00 L      
Boil Size: 23,94 L
Estimated OG: 1,051 SG
Estimated Color: 14,0 SRM
Estimated IBU: 26,4 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,30 kg       Pale Malt (2 Row) UK (3,0 SRM)            Grain        71,74 %       
0,80 kg       Munich Malt (9,0 SRM)                     Grain        17,39 %       
0,35 kg       Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM)              Grain        7,61 %        
0,15 kg       Roasted Barley Ger (300,0 SRM)            Grain        3,26 %        
20,00 gm      First Gold [7,50 %]  (60 min)             Hops         18,1 IBU      
20,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (30 min)                Hops         8,3 IBU       
20,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (10 min) (Aroma Hop-SteeHops          -            
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       


Mash Schedule: Single Infusion, Full Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 4,60 kg
----------------------------
Single Infusion, Full Body, No Mash Out
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
45 min        Mash In            Add 12,00 L of water at 78,2 C      70,0 C        
Pale malt er grunnurinn, Munich I til að fá maltaðri/sætari keim (mögulega karamelluvott), CaraPils fyrir fyllingu og haus, ristað bygg upp á lit, sýru og reyk. Humlar við efri mörkin, því mig hefur alltaf langað til að bragða örlítið meira humlað rauðöl en það sem fæst hér. Varðandi meskinguna, þá er ég að velta fyrir mér "medium body" við ~68°C, þar sem ég ætti að fá töluvert út úr Munich maltinu. 70°C er því líklega svolítið overkill í þessu tilfelli.

Er að velta fyrir mér S-04, US-56 eða mögulega Coopers Ale þurrgeri.

Re: Írskt rauðöl - ósk um gagnrýni

Posted: 20. Oct 2009 11:52
by kristfin
ég mundi setja slettu af caraaroma og caramunich. allvega miðað við þær uppskriftir sem ég hefi séð, eins og hjá jamil.

lítur vel út samt

Re: Írskt rauðöl - ósk um gagnrýni

Posted: 20. Oct 2009 11:58
by Eyvindur
Miðað við það sem ég hef lesið er kristalmalti vanalega stillt í hóf í rauðöli, en frekar notast við mjög dökkt malt til að fá litinn, og ofurlítinn ristaðan keim. Ég get allavega vottað að það gefur góða raun, miðað við rauðölið sem við Úlfar gerðum fyrir skemmstu (og ég þarf klárlega að brugga aftur).

Re: Írskt rauðöl - ósk um gagnrýni

Posted: 20. Oct 2009 13:24
by Idle
Takk piltar. :)

Ég las það sama, Eyvindur. CaraMunich II gæti gengið í litlum mæli, e. t. v. svipað og af ristaða bygginu, en ég held að CaraAroma sé um of. Held samt að með þessu magni af Munich I ætti ég að ná fram svipuðum karamellutónum og ef ég notaði CaraMunich II. Það er heldur ekki alvanalegt að nota aðra humlaviðbótina, þ. e. upp á bragðið að gera, og eins víst að ég myndi minnka hana eða sleppa jafnvel alveg (og bæta þá bara við beiskjuhumlana í staðinn).

Ég held margt og veit svo fátt. Þess vegna er þetta svo spennandi.

Re: Írskt rauðöl - ósk um gagnrýni

Posted: 20. Oct 2009 22:49
by Eyvindur
Mér líst stórvel á þessa uppskrift, satt að segja. Verður eflaust þurr og góður, en um leið með góðan maltkarakter.