Page 1 of 1

Mygla í gerjun?

Posted: 19. Oct 2009 22:41
by ArniTh
Sælir.

Ég var að setja á flöskur í kvöld. Var með IPA úr extract kitti sem ég keypti af ebay. Í kittinu voru ristaðar eikar-flögur sem átti að sjóða og setja svo í gerjunarfötuna. Ég sauð flögurnar í svona 2 min en sá eftirá að 10-15 min væri nær lagi.

Þegar ég opnaði fötuna þá lágu flögurnar efst og sumar af þeim voru með hvíta bletti á sér. Hefur einhver reynslu af því að nota eikar-flögur? Er þetta mygla? Á ég að taka því rólega og hætta að væla?

:sing:

Re: Mygla í gerjun?

Posted: 19. Oct 2009 22:44
by Eyvindur
Ef þetta er mygla (sem þarf ekki að vera - gætu vel verið próten sem hafa fest á flögunum) er alls ekki víst að hún hafi nein áhrif á bragðið. Smakkaðirðu bjórinn? Ef myglan sjálf fór ekki með í flöskurnar er þetta líklega í lagi.

Allavega, SÁEÖFÞH.

Re: Mygla í gerjun?

Posted: 19. Oct 2009 23:02
by ArniTh
Nei, ég reyndar smakkaði hann ekki. Þetta var bara á svona 1/5 af flögunum. Myglan var eftir í fötunni. Ætti ég að sjá þetta fljóta efst í flöskunum mögulega ef þetta hefur smitað útfrá sér?

Re: Mygla í gerjun?

Posted: 19. Oct 2009 23:10
by Idle
Ef þú hefur gætt þín á að fleyta myglunni ofan af áður en þú settir á flöskur, ættirðu ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur. Ef eitthvað hefur komist með í flöskurnar, flýtur það líka ofan á þar. Eftir því sem ég hef lesið, hefur slíkt engin (eða í versta falli, afar lítil) áhrif á endanleg gæði.

Re: Mygla í gerjun?

Posted: 20. Oct 2009 00:39
by Eyvindur
Mygla er, skilst mér, alla jafna staðbundin, þannig að ef þú hefur skilið hana eftir ætti hún ekki að fylgja með í flöskurnar.