Page 1 of 1

Brewblogger

Posted: 18. Oct 2009 20:27
by aki
Var að skoða skjámyndir af þessu vefumsjónarkerfi (http://www.brewblogger.net). Hefur einhver reynslu af því að nota þetta? Væri þetta sniðugt fyrir Fágun að setja upp?

:skal:

Re: Brewblogger

Posted: 18. Oct 2009 20:48
by Idle
Ég setti þetta upp á þjóninum mínum fyrir skömmu, en komst aldrei lengra en það. http://brugg.disi.is/

Re: Brewblogger

Posted: 18. Oct 2009 21:40
by Hjalti
Er multi user kerfi í þessu? s.s. að ef þú ert greiðandi fágunarmeðlimur þá færðu aðgang að svona svæði eða http://hjalti.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; þar sem þú færð þitt egið blog sem meðlimur í síðunni :)

Re: Brewblogger

Posted: 18. Oct 2009 21:56
by Idle
Já, mér sýnist það á öllu. :)

Re: Brewblogger

Posted: 18. Oct 2009 22:05
by sigurdur
Hjalti wrote:Er multi user kerfi í þessu? s.s. að ef þú ert greiðandi fágunarmeðlimur þá færðu aðgang að svona svæði eða http://hjalti.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; þar sem þú færð þitt egið blog sem meðlimur í síðunni :)
Meðlimur að fágun, ekki síðunni. Ekki skárra að hafa það þannig?

Re: Brewblogger

Posted: 18. Oct 2009 22:08
by Hjalti
Meinti það að sjálfsögðu :fagun:

Re: Brewblogger

Posted: 19. Oct 2009 10:05
by Eyvindur
Þetta lítur snilldarlega út! Komum þessu í kring.

Re: Brewblogger

Posted: 19. Oct 2009 15:40
by Braumeister
Ég er reyndar búinn að útbúa fyrir mig Excelskjal sem hægt er að slá inn uppskriftir í, er með eiginleika alls Weyermann malts og reiknar:

-OG í hlutfallslegri rúmþyngd vatns og plato
-Lit í SRM og EBC
-Beiskju skv Tinseth og Rager (munar miklu þar á milli!)
-Vatnsprófíl útfrá kranavatni og viðbótum á bruggsöltum og sýru
-Hita á "strike water" út frá uppskriftinni, mekiþykkt og æskilegum meskihita
-kostnað

Hver uppskrift er í einu skjali og með því að hafa þetta á Google docs er þetta alltaf við hendina. Ég var að velta því fyrir mér að taka aðeins til í því og gera skjalið opinbert, en brewblogger gerir það alveg óþarft.

Re: Brewblogger

Posted: 19. Oct 2009 15:50
by kristfin
þú mátt alveg deila þessu með mér. mig langar að vera með réttar tölur fyrir weyermann dótið í beersmith og síðan bara almennt

Re: Brewblogger

Posted: 19. Oct 2009 17:17
by Hjalti
Fæ ég ykkur kanski til að prufa þetta kerfi með mér :)

Sendið mér skilaboð ef þið viljið fá aðgang!

http://www.fagun.is/blog" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Brewblogger

Posted: 21. Oct 2009 10:13
by Hjalti
Er einhver að fíla þetta?

Re: Brewblogger

Posted: 21. Oct 2009 10:46
by Eyvindur
Sýnist ég vera sá eini, miðað við spjallið hér um kvöldið.

Re: Brewblogger

Posted: 21. Oct 2009 11:43
by sigurdur
Þetta er ágætis tól, en það þarf að laga innihaldið aðeins í þessu (bæta við öllum þeim korn tegundum sem að vantar þarna í sem dæmi), ég bætti við vatnsprófíl fyrir Reykjavík.

Ég prófaði að flytja inn uppskrift sem að ég smíðaði í Beer Smith (sem Beer XML, QBrew getur einnig útflutt og innflutt Beer XML) og það gekk ágætlega.

Ef einhver veit um betra veftól heldur en Brewblogger þá má hinn sá sami endilega láta í sér heyra um það.

Re: Brewblogger

Posted: 21. Oct 2009 12:42
by aki
Ég væri til í að fá aðgang til að prófa... þótt ég sé reyndar ekki "borgandi félagi" í fágun (ennþá)

Sýnist þetta vera ágætis tól til að fylgjast með tímasetningum (ég er að nota Google Calendar til þess núna) - og auðvitað til að fylgjast með því hvað aðrir eru að brugga...

Finnst þetta vera kannski svipað og hlaup.com nema bara önnur íþróttagrein :D