Page 1 of 1

Ricotta

Posted: 10. May 2009 10:37
by Korinna
Það er hægt að nota hvaða mjólk sem er í þetta og maður fær 2 bolla ost úr þessu. Það má leika sér aðeins hversu lengi maður vill sigta þessu og hvað osturinn verður þá mjúkur-harður.
Notið sítrónusafa ef þið ætlið að nota ostinn í eftirréttir en edik ef þið ætlið að nota hann í annað.

1 líter mjólk
1 bolli rjómi
1/2 tsk salt
3 tsk sítrónusafi eða edik
1 klútur til að sigta

Setjið klútinn ofan í sigtið og setjið það ofan á stóra skál.
Sjóðið mjólkina, rjómann og saltið á milliháum hita og hrærið í þessu á meðan.
Þegar suðan kemur upp, bætið við sýruna og lækkið hítann.
Hrærið í um 2 mínútur þangað til mjólkinn ystir. Þegar það gerðist, færið pottinn frá og sigtið, látið þetta standa í 45 (rjómakenndari) til 60 (harðari) mínútur.
Það má bæta við af vökvanum á ný til að fá áferðina sem óskað er.

Re: Ricotta

Posted: 11. May 2009 17:18
by arnilong
Lýtur vel út. Hvað ertu að nota þennan í og hversu lengi má geyma hann?

Re: Ricotta

Posted: 11. May 2009 20:48
by Korinna
Mér finnst hann góður með niðurskornu grænmeti og góðu brauði en hann er einnig mikið notaður í alls konar matargert eins og fyllingu í pasta, grænmeti, búa til eftirréttir og meira, svípaður og smurostur bara - til í allt. http://www.recipezaar.com/recipes.php?s ... rch=Search

Re: Ricotta

Posted: 11. May 2009 20:53
by arnilong
Ok. Ég læt vaða :good:

Re: Ricotta

Posted: 11. May 2009 21:20
by Hjalti
Ekki gleyma að taka myndir!

Re: Ricotta

Posted: 20. Mar 2012 17:35
by emiliuxas
mig langar að deila góðri "ricotta" uppskrifti. það eina sem þið þurfi að gera er að setja pakka af AB mjólk í frysti yfir nótt. svo látta það afþíðast og sigta. útkoma- rjómakent mjúkt "philadelpia "ostur. svo eftir það má auðvitað bæta salt dill steinselju og allt mögulegt - verður smurostur.


p.s. afsakið málfræði ég er ekki íslenskt.