Page 1 of 1

fyrsti all grain, grysjupoki

Posted: 17. Oct 2009 11:01
by Bjössi
Jæja þetta hafðist, (vona ég) síðsta fimmtudag var lagt í fyrsta allgrain (Brúðkaups bjór)
þessi 30ltr tunna er ágæt nema hefði viljað sjá öflugra hita eliment, var sirka 20 min að ná upp suðu,
pokinn virkar bara fínnt
Hitastýringin er fín, ætlum að bæta öðru elimenti til að ná upp suðu fyrr,
þar sem tunna er bara 30ltr þá suðum við í öðrum potti 5ltr niður í 4ltr og svo í tunnu 25ltr niður í 21-22ltr
Við vorum lengi að ná hitanum niður, ég hætti um 02:30, nennti þessu einfaldega ekki lengur, þá var hitastigið um 40°
P1020651.JPG
P1020651.JPG (105.8 KiB) Viewed 5764 times
P1020650.JPG
P1020650.JPG (105.32 KiB) Viewed 5764 times
Við notuðum 2 bréf af geri frá ölvisholti og er byrjað að bubbla vel í kútnum núna, það er fullhátt hitastigið eða um 26° nema þessi álímdi hitamælir sé ekki réttur?
Ætlum að setja beint á hálflíters flöskur + sirka teskeið sykur og geyma fram að jólum
verðum ýlla svekktir ef þetta bragðast ekki vel

Re: fyrsti all grain, grysjupoki

Posted: 17. Oct 2009 12:00
by Braumeister
öss, ég er klukkustund að ná upp suðu :D ...

Og það var einmitt þetta vesen með kælinguna sem varð til þess að ég fór að skoða þetta no-chill dót sem ég er búinn að gera núna nokkrum sinnum. (er fátækur námsmaður og 10 þús króna koparspírall er ekki á forgangslistanum).

26°C getur alveg verið rétt, ef að gerílátið er við stofuhita. Gerjun er útvermin þannig að hún hitar ungbjórinn (um 2-3°C yfir umhverfishita hjá mér). Þetta er samt alveg í hæsta lægi.

Re: fyrsti all grain, grysjupoki

Posted: 17. Oct 2009 12:33
by valurkris
Glæsilegt, vona bara að þetta smakkist vel hjá ykkur.

Hvað er elementið öflugt?

Re: fyrsti all grain, grysjupoki

Posted: 17. Oct 2009 12:45
by Bjössi
Eftir á að hyggja var suðan að koma upp sirka 30 min
gott að vita, hélt að lögurinn væri svipað eða sama og umhverfishiti
hvaðp elimennt er öflugt....man það bara ekki, "græjan" er ekki hjá mér núna, skelltum í einn snöggan coopers, í gær þar sem var til gerjunarýlát,
en dj.... er þetta all grain gaman, get varla beðið að smakka á þessu

Re: fyrsti all grain, grysjupoki

Posted: 17. Oct 2009 13:44
by hrafnkell
Hvar fékkstu pokann fyrir kornið? Mig vantar eitthvað svona, ég nenni ekki að fara að smíða einhvern filter eða pæla í skolun fyrst þessi aðferð á að vera svo gott sem jafn góð upp á nýtingu og gæði.

Re: fyrsti all grain, grysjupoki

Posted: 17. Oct 2009 14:03
by Bjössi
pokinn fylgdi bara með suðupottinum/gerjunarkerinu sem var keypt í ámunni, en mér var sagt af starfsmanni þar að hægt se að kaupa svona poka þar

Re: fyrsti all grain, grysjupoki

Posted: 17. Oct 2009 14:27
by hrafnkell
Hvernig virkar þessi suðupottur annars, getur hann haldið virtinum í 63-70 gráðum og virkað sem meskjunarker, eða þarftu að vera með sér kælibox í það?

Re: fyrsti all grain, grysjupoki

Posted: 17. Oct 2009 15:00
by Bjössi
virkaði mjög vel, gat haldið stöðugum hita, en má ekki setja vatn, a.m.k. sýnist mér ekki vegna rafmagns innstungu og stillingu