Page 1 of 1

Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 14. Oct 2009 16:02
by Braumeister
Ég sé að að það eru margir sem eru að velta því fyrir sér að byrja á all grain, þannig að mér datt í hug að skrifa hérna hvernig ferlið hjá mér er.

Ég nota Brew-In-a-Bag nema hvað ég...

-Nota 1,2 sinnum 1,2 meters bút af bómullarefni fyrir pokann
edit: Ég get ekki mælt með bómullarefni lengur, þetta gekk fínt með fyrsta efnisbútnum sem við notuðum. Eftir að hafa gleymt honum úti í garði fullum af byggi varð hann að mygluðu sniglabæli. Sá næsti, einnig úr þunnri bómull, gengur þetta alveg hræðilega. Flestir tala um polyester gluggatjaldaefni, en ég hef ekki prófað það sjálfur.

-á bara 26 Lítra pott þannig að ég meski með 3-5 lítrum vatns á hvert kíló byggs og á meðan þetta er að meskjast nota ég hraðsuðuketil til að hita sirka 10-12 Lítra sem ég safna í gerjunarfötuna

-Ef að hitinn í meskingunni fellur eitthvað þá bæti ég við sjóðandi vatni, en það er töluverð varmarýmd í þessu þannig að þetta heldur sæmilega vel hita.

-að 60 mín liðnum hengi ég hengi pokann upp upp og læt drjúpa úr honum ofan í pottinn og þegar það er farið að hægjast verulega á flæðinu fer potturinn á helluna en pokinn ofan í gerílátið með heita vatninu

-Ég opna pokann aftur, hræri rækilega í. Síðan hengi ég pokann aftur upp og læt drjúpa ofan í gerílátið. Ég miða við að ná 27 lítrum af ósoðnum virti sem skilar mér sirka 22L af gerjanlegum virti (ég mæli einfaldlega hvað ég er með í pottinum og dreg frá 27, þá er ég með rúmmál skolvatnsins sem þarf).

-Til að byrja með sýð ég í tveim pottum, 26L og 4L. Þegar nóg hefur gufað upp helli ég úr litla í stóra pottinn.

-Ég sýð í 90 mínútur og að suðutíma loknum slekk ég á hellunni, geri góða iðu og sirka 10 mín seinna læt ég þetta renna beint yfir í gerílátið með silikonslöngu.

-Gerílátið fer niður í kjallara og ég set litla álpappírshettu yfir vatnslásinn því að virturinn dregst saman þegar hann kólnar.

-Sirka sólarhring síðar er þetta komið á passlegt hitastig og þá bæti ég gerinu út í og læt þetta eiga sig í sirka 2 vikur. Ég nota því engan secondary, ekki einu sinni þegar ég nota dry-hopping. Þegar ég þurrhumla tek ég vatnslásinn úr og læt humlapillurnar einfaldlega detta ofan í bjórinn viku áður en mun tappa á.

-Til að spara tíma tappa ég síðustu lögun á flöskur á meðan ég meski og sýð þann næsta

-Flöskurnar "sótthreinsa" ég í bökunarofninum

-Gerílátinu kem ég þannig fyrir að það þurfi ekki að hreyfa það frá því að gerið er komið í þar til að búið er að fleyta úr því yfir í átöppunarfötuna. Þannig þyrlast ekkert upp sem skilar sér í tærari bjór.

Þetta er auðvitað ekki besta möguleg aðferð, en þetta virkar. Nýtnin hjá mér er í kringum 70%. Meiri með minni bjórum og minni með stærri bjórum. Ég hef náð að klára þetta á þremur og hálfum tíma.

ATH! Það þarf að breyta humlaviðbótunum og forðast pilsenermalt þegar maður sleppir því að kæla.

Það sem þarf:
2 Gerílát (eða eitt gerílát og ein bottling bucket)
Hraðsuðuketill
sem stærstur pottur
Slanga úr hitaþolnu plasti, td sílikoni
Bútur af þunnu bómullarefni sem er stærri á hvern kant heldur en tvöföld dýpt pottsins að viðlögðu þvermáli hans

Ég vona að einhverjum þyki þetta fróðlegt, góðar stundir.

PS.
Þráður um Brew in a Bag:
http://www.thebrewingnetwork.com/forum/ ... f=2&t=4650" onclick="window.open(this.href);return false;

Þráður um No-Chill:
http://www.homebrewtalk.com/f13/explori ... ng-117111/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 14. Oct 2009 21:52
by hrafnkell
Þetta hljómar vel hjá þér, en hvaða uppskrift hefurðu notað og hvar hefurðu fengið efnin? (malt, humla osfrv)

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 14. Oct 2009 22:21
by Bjössi
fýn lýsing, flott hjá þér en er engin "snögg" kæling?
Eg hef séð marga pósta og lesið tölvert og alltaf er talað um að kæla hratt, (veit ekki afhverju)
er það kannki ekki svo nauðsynlegt? annars er ég að gera minn fyrsta all grain núna, gengur vel held ég, er að nota svona netpoka í pottin

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 14. Oct 2009 23:04
by Idle
Bjössi wrote:fýn lýsing, flott hjá þér en er engin "snögg" kæling?
Eg hef séð marga pósta og lesið tölvert og alltaf er talað um að kæla hratt, (veit ekki afhverju)
er það kannki ekki svo nauðsynlegt?
Það er ekki beint nauðsynlegt, en mjög ákjósanlegt! Á meðan virtin er enn heit, verða til brennisteinsefnasambönd sem hafa áhrif á bragðið, þ. á. m. DMS (minnir að til að losna við DMS framleiðsluna þurfi virtin að fara niður fyrir 60°C á sem skemmstum tíma). Snögg kæling myndar líka "cold break", en þá falla próteinin til botns sem annars valda skýjun á kældum bjórnum (chill haze). Það er fyrst og fremst til lýta, en mig rámar í að hafa lesið að bjór með "chill haze" hafi ekki jafn mikið geymsluþol.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 08:06
by Braumeister
Það er svo sem fleira í þessu sem er ekki orthodox en bara það að kæla ekki. Til dæmis er ekkert mashout.

Með því að sjóða í 90 mínútur er virturinn yfir 60 gráðum í margfaldan helmingunartíma DMS. Einnig forðast ég pilsenermalt og tek frekar örlítið dekkra pale ale malt, en eftir því sem maltið er ljósara, þeim mun meiri hætta er á DMS.

Þýskir heimabruggarar hafa verið að gera þetta um árabil og ástralir líka með aðeins öðru sniði.

Ekki má svo gleyma því að með því að setja heitan virt ofan í gerjunarílátið er maður að sótthreinsa það um leið.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 08:15
by Braumeister
Hrafnkell:

Ég hef byrjað með uppskriftir til dæmis héðan
http://www.homebrewtalk.com/f82/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://beerdujour.com/JamilsRecipes.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
http://thebrewingnetwork.com/shows/The-Jamil-Show" onclick="window.open(this.href);return false;

Og reynt að aðlaga þær að því hráefni sem ég hef aðgang að með hliðsjón af því sem kemur fram í þessum þræði:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=312" onclick="window.open(this.href);return false; (best að lesa allan þráðinn til að fá sjónarmið sem flestra).

Síðan þegar bjórarnir eru tilbúnir þá hef ég smakkað þá og reynt að finna út úr því hvernig ég myndi vilja bæta þá eða hvort ég vilji brugga þetta aftur yfir höfuð.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 09:15
by Bjössi
Ahhh...skil varðandi gælingu, gott að vita
var að finna þetta á netinu, notað til að kæla matvæli og annað, veit að þetta hefur verið notað til kælingar á virti
http://www.zesco.com/products.cfm?subCa ... ZP99158002" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars fór ég ekki í að leggja í gæhvöldi heldur fór hvöldið í að gera tilraunir, s.s.
fynna rettar stillingar o.s.f.v. mér tókst að halda stöðugu hitastigi á 25 lítrum
67°c-69°c, síðustu 40min var hitastigið stöðugt á 69°c, mér lýst nokkuð vel á grisju meskjun í svona plastsuðupotti, þegar ég er búinn að sjóða þá einfaldlega ræt ég renna virtinum yfir í gerjunarkútinn og kæli, var að hugsa um að vera með langa slöngu sem mun eitthvað lækka hitan og svo setja gerjunarkút í ísvatn

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 09:16
by hrafnkell
Er eitthvað sem mælir gegn því að frysta nokkrar kókflöskur fullar af vatni (passa að sprengja þær ekki) og henda þeim svo sótthreinsuðum ofaní virtinn til að kæla hann fljótar? Ég get amk ímyndað mér að það flýti töluvert fyrir.


Edit: Bjössi svaraði á sama tíma með svipaða pælingu, rapi-kool.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 09:32
by kristfin
það er hægt að kæla virtin á marga vegu. aðalatriðið er hinsvegar að kæla hann hratt.
ég er að ná honum niður í 25°c á svona 10-15 mín með koparröradýfikæli.

það er síðan annað smáatriði í sambandi við lokastig suðunnar. þegar búið er að kæla, eða verið að því, þá mælir papazian með þvi að ná whirlpool í pottinn með því að hræra hratt og láta hann snúast. þá safnast botfallið í miðjuna og hægt er þá að hívera úr pottinum án þess fá eins mikið af botfallinu (humlar, prótein etc).

það eru líka fleiri ástæður fyrir því að gera það sem eru aðeins flóknari

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 09:39
by Eyvindur
Ég hef reynt að whirlpoola margoft. Aldrei tekist...

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 10:23
by sigurdur
hrafnkell wrote:Er eitthvað sem mælir gegn því að frysta nokkrar kókflöskur fullar af vatni (passa að sprengja þær ekki) og henda þeim svo sótthreinsuðum ofaní virtinn til að kæla hann fljótar? Ég get amk ímyndað mér að það flýti töluvert fyrir.


Edit: Bjössi svaraði á sama tíma með svipaða pælingu, rapi-kool.
Ég sé ekkert að því að nota kókflöskur til þess að kæla, það þarf bara að muna að þrífa ótrúlega vel og sótthreinsa öll svæði sem mynda mögulegar sýklageymslur (t.d. tappinn og skrúfgangurinn).

Svo til að ná hitanum niður enn hraðar þá má saltmetta vatnið sem að fer í flöskurnar til að lækka frostmark vökvans niður í -20°c (frostmark saltmettaðs vatns er á því hitastigi ef ég man rétt). Það myndi kæla enn hraðar ímynda ég mér og minnkar hættu á flöskusprengingu vegna þess að saltmettað vatnið frosnar ekki í -18°c.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 10:30
by Idle
sigurdur wrote:Svo til að ná hitanum niður enn hraðar þá má saltmetta vatnið sem að fer í flöskurnar til að lækka frostmark vökvans niður í -20°c (frostmark saltmettaðs vatns er á því hitastigi ef ég man rétt). Það myndi kæla enn hraðar ímynda ég mér og minnkar hættu á flöskusprengingu vegna þess að saltmettað vatnið frosnar ekki í -18°c.
-21,1°C er frostmarkið á hámarksmettuðu saltvatni (þ. e. vatni sem þú getur ómögulega leyst meira af salti upp í, hvernig sem þú reynir). Ég hafði ekki hugmynd um að munurinn væri svo mikill fyrr en ég fór að gúggla þetta. :o

Passaðu þig bara á að ef potturinn er nánast fullur, þá er ekki mikið svigrúm eftir fyrir heila kókflösku án þess að virtin flæði út fyrir.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 10:37
by sigurdur
Eitt sem að mér dettur strax í hug samt sem þú þarft að passa þig rosalega á ef þú ætlar að nota svona saltvatnsaðferð, hrærðu í pottinum vel til að minnka alla hættu á að búa til ískristalla. Ég get ekki sagt fyrir um hvort að það skemmi virtinn eða ekki, en það er betra að vera öruggur á meðan þú ert ekki í tilraunastarfsemi.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 11:15
by hrafnkell
sigurdur wrote:Svo til að ná hitanum niður enn hraðar þá má saltmetta vatnið sem að fer í flöskurnar til að lækka frostmark vökvans niður í -20°c (frostmark saltmettaðs vatns er á því hitastigi ef ég man rétt). Það myndi kæla enn hraðar ímynda ég mér og minnkar hættu á flöskusprengingu vegna þess að saltmettað vatnið frosnar ekki í -18°c.
Góð hugmynd! Ætti þá að sleppa við útþensluna og enn betri varmaskipti úr flöskunni.

Ég hef litlar áhyggjur af ískristöllum, en maður myndi hafa einhverja hreyfingu á þessu líka bara uppá að þetta gangi hraðar fyrir sig.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 11:38
by Oli
hrafnkell wrote:
sigurdur wrote:Svo til að ná hitanum niður enn hraðar þá má saltmetta vatnið sem að fer í flöskurnar til að lækka frostmark vökvans niður í -20°c (frostmark saltmettaðs vatns er á því hitastigi ef ég man rétt). Það myndi kæla enn hraðar ímynda ég mér og minnkar hættu á flöskusprengingu vegna þess að saltmettað vatnið frosnar ekki í -18°c.
Góð hugmynd! Ætti þá að sleppa við útþensluna og enn betri varmaskipti úr flöskunni.

Ég hef litlar áhyggjur af ískristöllum, en maður myndi hafa einhverja hreyfingu á þessu líka bara uppá að þetta gangi hraðar fyrir sig.
Passaðu bara að hafa ekki of mikla hreyfingu á þessu meðan virtirinn er enn heitur, sumir vilja meina að súrefnismettun í heitum virti geti valdið óbragði. Getur googlað Hot side aeration til að kynna þer það. Þegar virtirinn er orðinn kaldur (ca.20°c) viltu svo fá nóg af súrefni í hann til að gerið þrífist betur.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 13:03
by kristfin
þess vegna er ekki sniðugt að hívera hann heitann yfir í fötu og kæla þar. þú vilt ekki fá súrefni í virtinn meðan hann er heitur.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 16:02
by Eyvindur
Þetta er þó umdeilt, og held ég orðum aukið. Til dæmis hellir Úlfar sínum vanalega heitum yfir í fötu og kælir þar. Ég hef enn ekki fundið neitt óbragð af þeim bjórum sem ég hef smakkað hjá honum. HSA er svolítil grýla.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 16:37
by Idle
Eyvindur wrote:Þetta er þó umdeilt, og held ég orðum aukið. Til dæmis hellir Úlfar sínum vanalega heitum yfir í fötu og kælir þar. Ég hef enn ekki fundið neitt óbragð af þeim bjórum sem ég hef smakkað hjá honum. HSA er svolítil grýla.
Ég hef ekki látið reyna á það sjálfur, en virðist þó á pistlum annarra að þetta sé - líkt og Eyvindur segir - svolítil grýla. Bjór er vissulega viðkvæmari á sumum stigum en öðrum, en það er samt ekki svo auðvelt að eyðileggja hann.

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 15. Oct 2009 16:44
by kristfin
“Simplify, Simplify!” eins og Thoreau orðaði það.

í þessu eins og öllu er ráð að bæta ekki við flóknum skrefum ef þess þarf ekki

Re: Einföld, auðveld og ódýr All-Grain Aðferð

Posted: 16. Oct 2009 13:59
by Braumeister
Jæja, bruggaði ljósan bock í gær (1.070) og virturinn fer að komast á passlegt hitastig fyrir gerið.