Page 1 of 1
Þórarinn
Posted: 12. Oct 2009 10:00
by Fjallagerill
Góðan daginn bruggarar
Ég tek ofan fyrir stofnendum þessarar síðu

Hér er mættur til leiks Þórarinn 26 ára kornbóni í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Ég hef í 3 haft áhuga á bjórbruggun eða hann kveiknaði um það leiti að ég byrjaði að rækta bygg fyrst en ekkert gerðist fyrr en maður smakkaði heimabruggaðan bjór núna í sumar. Byrjaði að græja mig upp í all grain í lok sumar og er kominn á fulla ferð núna eftir að kornvertíð lauk. Er með góða aðstöðu og tæki þannig að ég hef engar afsakanir. Ég tek soldið af myndum svo ég læt eina fylgja af þreskingu á hveitiakri mínum


- Hveiti 2009 nr2.jpg (48.98 KiB) Viewed 25513 times
Re: Þórarinn
Posted: 12. Oct 2009 11:16
by Oli
Velkominn Þórarinn
Það er greinilega ekki langt fyrir þig að sækja þér bygg, er þetta ekki tveggja raða? Hefur eitthvað gengið að malta það?
Re: Þórarinn
Posted: 12. Oct 2009 19:00
by Fjallagerill
Já Óli ég er með um 70 hektara af 2 raða hehe. Ég er að æfa mig að malta gott bygg frá því í 2008. Þetta er inní ofninum hjá mér núna. Er einhver sem hefur einhverja þekkingu á þessu hérna? Nenni ekki að finna upp hjólið þegar það er búið að því. Ég fékk 22 lítra af 1.050 virt útúr 2 kg af malti úr þessu og 2,5 kg af german pilsner og það var single infusion. Nú stendur til að gera virt eingöngu úr þessu. Ég læt byggið liggja í vatni í 12 tíma (skipti um vatn þrisvar) tek og set á ofnplötur við 20 gráður og læt það spíra sem tekur 3-4 daga. Þessa daga skola ég þar daglega. Síðan þurrka ég það við 50 gráðu hita niður í 15% rakainnihald og bleiti þrisvar. Í seinasta skiptið þurrka ég það mikið að rakamælirinn hjá mér segir Lo sem þýðir á honum undir 10% raki.
http://www.bowmore.co.uk" onclick="window.open(this.href);return false; þurrkar byggið hjá sér seinast niður í 4% raka er eitt að því sem ég man eftir að hafa leitað að leiðbeiningum fyrir þetta útum allt þetta blessaða internet. Það er til dæmis ótrúlegt að mér virðist sem það sé ekkert allmennilegt um þetta á Youtube. Það væri gaman að fá eitthvað staðlað um þetta ef einhver er með þetta á hreinu.
Kveðja frá kornbóndanum
Re: Þórarinn
Posted: 12. Oct 2009 20:22
by sigurdur
Velkominn í hópinn. Vonandi mun þér ganga að ná góðri nýtingu úr þessu korni.
Re: Þórarinn
Posted: 12. Oct 2009 22:03
by Oli
Ég sá þráð á spjallborði um þetta þar sem menn voru að malta í stórum stíl, kannski e-h gagnlegt þar fyrir þig
http://www.homebrewtalk.com/f51/happine ... ng-107409/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Þórarinn
Posted: 12. Oct 2009 23:53
by Andri
Asskoti var þetta skemtilegt að sjá svona

Vonandi fáum við eitthvað að tilraunast með byggið þitt í framtíðinni.
Velkominn í hópinn.
Re: Þórarinn
Posted: 13. Oct 2009 22:25
by Fjallagerill
Takk fyrir þetta Óli. Margt sem mér líst vel á sem er í gangi þarna. Snild að breyta gömlum ískáp í kornþurrkara

Ég er farinn strax á morgun útá ruslahauga að sjá hvort einhver heillegur sé þar. Þurrkarinn í þurkstöðinni hjá mér er nefnilega heldur stór eða 50 rúmmetrar. Ég var lengi búinn að leita af einhverju um kjörhitastig við spírun sem er samkvæmt þessu spjalli 17 gráður, skil reyndar ekki af hverju viðkomandi lætur byggið spíra svona mikið ég las það einhverstaðar á ábyrgari síðu en svona spjalli að bygg í möltun væri ekki látið spíra lengra en sína eigin lengd. Á mannamáli virkar þetta þannig að í bygginu myndast sykrur fyrir ungviðið eðal spíruna sem síðan klárar forðann sinn og fer að nota sólarljós, þess vegna er mest af sykri í bygginu þegar spíran er nýkominn af stað. Ég er nokkuð viss um að þessi náungi er að láta byggið spíra of mikið líkt og ég ef lent í sjálfur

. Er eitthvað vit í þessum pælingum? Og Andri vonandi tekst mér að gera eitthvað úr þessu þá verður nóg til að ódýru malti

Re: Þórarinn
Posted: 14. Oct 2009 00:14
by halldor
Við félagarnir urðum okkur út um bygg frá Þorvaldseyri sem við möltuðum og þurrkuðum sjálfir. Við notuðum þetta malt svo í bjór (ekki nema 20% af malt bill-inu) með sæmilegum árangri. Við höfðum lesið okkur til um það að byggið frá Þorvaldseyri hefði komið best út í möltunarprófunum (þó að sú tilraun hafi eflaust ekki verið tæmandi) og að yrkið Kría hefði komið best út.
Við vorum ekki að fá nógu hátt gravity úr íslenska maltinu, hvort sem um er að kenna upphaflegri þurrkun á bygginu (sem var býsna hörð að sögn bónda), lélegri möltunartækni okkar, þurrkun eftir möltun eða hreinlega meskingunni. Við gerðum einn bjór 100% úr íslensku malti og hann varð vægast sagt ódrekkanlegur. Við notuðum einhver 10 kíló af malti en fengum ekki nema um 10 lítra af 1.030 gruggugum illa lyktandi virti.
Þetta er eini bjórinn (af 15) sem við höfum gert sem við getum ekki drukkið.
Ég er mjög forvitinn að vita hvernig þetta gengur hjá þér og ef þú ert að ná að gera sæmilegan bjór úr íslensku byggi þá legg ég til samstarfsverkefni á næsta ári þar sem ég legg til íslenska humla úr garðinum hjá mér og þú ræktar byggið og maltar

Svo er bara að nota villt íslenskt ger og vatn og þá erum við komnir með fyrsta al-íslenska bjórinn.
Re: Þórarinn
Posted: 14. Oct 2009 00:51
by Fjallagerill
Sæll Halldór
já ! Ég sé að við erum með sameiginlegt markmið

Hvenær voruð þið félagarnir að þessu ? Nýlega? Fenguð þið að vita eða gerðuð spírunarhlutfallsprófun á þessu byggi? Spíruðu öll kornin?
Re: Þórarinn
Posted: 14. Oct 2009 05:25
by nIceguy
Þetta er snilld, ertu ekki að fara rækta humla líka bara? Þá er þetta komið!
Re: Þórarinn
Posted: 14. Oct 2009 09:04
by Eyvindur
Snilld.
Ég verð að segja að þegar ger er annars vegar finnst mér óþarfi að nota villiger. Bara rækta upp ger úr gerköku undan öðrum bjór. Þá er gerillinn alveg jafn íslenskur og heimaræktaðir humlar - yrkið kemur að utan en er ræktað hér. Aðeins öruggari aðferð.
Re: Þórarinn
Posted: 14. Oct 2009 13:10
by Öli
Fjallagerill wrote: ... ég las það einhverstaðar á ábyrgari síðu en svona spjalli að bygg í möltun væri ekki látið spíra lengra en sína eigin lengd.
Fyrir nokkrum árum fór ég í Laphroaig verksmiðuja á Islay. Þeir eru ein af þeim fáu verksmiðjum sem malta bygg ennþá. Minnir að þeir hafi sagt að 10% að maltinu kæmi frá þeim sjálfum.
Við fengum að sjálfsögðu dram-inn okkar (sem greiðslu af landsspildunni

) og lítinn poka af reyktu möltuðu byggi, eins og þeir voru með á gólfinu hjá sér.
Það var bara með pínulítilli spíru, alls ekki jafn löng og kornið sjálft.
Re: Þórarinn
Posted: 14. Oct 2009 13:35
by Öli
Uhh.. leiðrétting. Ég er nokk viss um að maltið sem við fengum var með litlar spírur. Sennilega hafa þær bara brotnað af í þurrkun.
Hér er mynd sem ég tók af maltaða bygginu (sem var á gólfinu)
Re: Þórarinn
Posted: 14. Oct 2009 19:25
by Oli
Eyvindur wrote:Snilld.
Ég verð að segja að þegar ger er annars vegar finnst mér óþarfi að nota villiger. Bara rækta upp ger úr gerköku undan öðrum bjór. Þá er gerillinn alveg jafn íslenskur og heimaræktaðir humlar - yrkið kemur að utan en er ræktað hér. Aðeins öruggari aðferð.
Í raun er hluti gersins íslenskur, sá hluti sem verður til þegar bjórinn gerjast hjá okkur og gerið fjölgar sér
