Bruggkeppni Fágunar 2019

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Bruggkeppni Fágunar 2019

Post by Classic »

Hin árlega bruggkeppni Fágunar verður haldin í tíunda sinn laugardagskvöldið 11. maí næstkomandi í Sjálfstæðissalnum, Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Fyrirkomulag verður svipað og undanfarin ár, með þeirri undantekningu að flokkum hefur fækkað í tvo, lítinn og stóran, þ.e. bjórar með áfengisinnihald undir 7,0% annars vegar og 7,0% og yfir hins vegar.

Reglur eru svo hljóðandi:
 1. • Bjórgerðarkeppni Fágunar er opin öllum einstaklingum 20 ára og eldri með lögheimili á Íslandi.
  • Einungis heimabruggaðir bjórar sem bruggaðir eru af keppendum eru gjaldgengir í keppnina. Með heimabruggaðir er átt við að bjór sé ekki bruggaður í græjum sem tilheyra atvinnubrugghúsi.
  • Ef fleiri en einn aðili kemur að bruggun bjórsins skal tiltaka alla bruggara eða hópnafn. Ef bjór hlýtur viðurkenningu eða vinnur til verðlauna teljast allir bruggarar/hópurinn sem sigurvegari ef við á.
  • Skila skal inn 6 (sex) 330ml flöskum eða stærri af hverjum bjór. Síðasti skiladagur er 9. maí. Bjór skal skilað til formanns Fágunar eða brew.is.
  • Keppanda ber að skila inn skráningarblaði fyrir hvern bjór og líma sérstaka keppnismiða á hverja flösku. Flöskur mega ekki vera merkar á neinn þann hátt að hægt sé að tengja þær við keppendur.
  • Þátttökugjald er kr. 2.500 á hvern innsendan bjór. Bjór er ekki gjaldgengur í keppnina nema gjald sé greitt að fullu.
  • Sérhver félagsmaður í Fágun sem greitt hefur félagsgjald fær undanþágu á þátttökugjaldi fyrir allt að tvo bjóra sem sendir eru í keppnina, að því uppfylltu að félagsmaðurinn sé sjálfur bruggari eða meðbruggari bjórsins, og að bjórarnir tilheyri ekki sama keppnisflokki.
  • Keppandi skal tilreina stíl fyrir hvern innsendan bjór. Stíllinn skal vera vel lýsandi fyrir bjórinn. Einnig skal tiltaka sérstök aukaefni sem notuð eru við gerð bjórsins sem hafa áhrif á bragð eða áferð hans. Dæmt verður meðal annars eftir því hversu vel bjórinn fellur að lýsingunni.
  • Innsendum bjórum er skipt í 2 flokka er tilgreindir eru hér að neðan. Keppanda ber að tilgreina í hvaða flokk bjórinn fellur.
  • • Fyrsti flokkur eru bjórar að styrkleika undir 7,0% alc/vol.
   • Annar flokkur eru stærri bjórar að styrkleika 7,0% alc/vol eða hærra
  • Dómnefnd áskilur sér rétt til að færa bjór milli flokka sé ástæða til.
  • Viðurkenningar verða veittar fyrir 1. til 3. sæti í hvorum flokki.
  • Besti bjór keppninnar verður valinn milli þeirra bjóra sem hafna í 1. sæti í hvorum flokki.
  • Aukaverðlaun verða veitt fyrir frumlegasta/áhugaverðasta bjórinn að mati dómnefndar.
  • Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta bjórnafnið að mati dómnefndar. Ekki er skylda að nefna bjóra.
  • Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta heildarútlit á flösku að mati gesta á keppniskvöldi. Ekki er skylda að taka þátt í þessari hliðarkeppni en ef keppandi kýs að taka þátt skal skila inn einni auka flösku (7. flaskan) af bjór sem sendur er í keppnina, sem má vera merkt eða útfærð á hvern þann hátt sem keppandi kýs.
  • Að lokinni keppni verða birt dómarablöð með dómum um alla bjóra sem tóku þátt í keppninni.
  • Uppskriftir bjóra sem sendir eru í keppnina verða eign keppanda. Mælst er til að sigurvegarar birti uppskriftir á fagun.is.
  • Ef vafi leikur á að innsendur bjór uppfylli skilyrði þessi hefur dómnefnd loka-ákvörðun varðandi hæfni bjórsins til að taka þátt í keppninni. Ef bjór er vísað úr keppni fæst þátttökugjald ekki endurgreitt.
Skráningarblað Bruggkeppni 2019.xlsx
(78.78 KiB) Downloaded 700 times
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply