Page 1 of 1

Bavarian Hefe

Posted: 11. Oct 2009 15:41
by Oli
Er að leggja í þennan núna

Type: All Grain
Batch Size: 21,00 L
Boil Size: 26,41
Boil Time: 60 min

Amount Item Type % or IBU
3,18 kg Wheat Malt, Pale (Weyermann) (2,0 SRM) Grain 63,64 %
1,81 kg Pilsner (Weyermann) (1,7 SRM) Grain 36,36 %
1,00 oz Hallertauer Mittelfrueh [4,40 %] (60 min) Hops 13,8 IBU
2 Pkgs Danstar Munich (Danstar) Yeast-Wheat

Est Original Gravity: 1,056 SG
Est Final Gravity: 1,016 SG Measured Final Gravity: 1,012 SG
Estimated Alcohol by Vol: 5,22 %
Bitterness: 13,8 IBU
Est Color: 3,7 SRM

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Oct 2009 04:54
by Idle
Líst vel á þennan. Væri gaman að skiptast á flöskum þegar þar að kemur. :)

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Oct 2009 09:31
by Oli
Ekki málið, hluti ef ekki allt fer á flöskur eftir 10-14 daga, skal senda þér nokkrar nema að þetta verði hrikalega vont :)

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Oct 2009 14:01
by Idle
Oli wrote:Ekki málið, hluti ef ekki allt fer á flöskur eftir 10-14 daga, skal senda þér nokkrar nema að þetta verði hrikalega vont :)
Frábært! Hvernig er annars að senda svona á milli landshluta, er það ekkert mál?

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Oct 2009 15:31
by Oli
nei landpósturinn kemur hingað á 3 vikna fresti ;)

Bara pakka þessu vel í plast og í kassa.

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Oct 2009 15:35
by Idle
Tja, póstsendingar hafa aldrei verið sérstaklega áreiðanlegar hér, þó svo það hafi lagast örlítið síðustu árin. :D

Annars er möguleiki að ég gæti komið þessu á frænku mína sem býr á Ísafirði, held að hún komi örugglega suður í kringum 23. okt. :)

Re: Bavarian Hefe

Posted: 21. Oct 2009 19:20
by Oli
smellti þessum á flöskur í dag, fór úr 1054 í 1011. Lítið af "ávaxtabragði", þarf að þroskast í flöskunum í smátíma. Spurning hvort þetta Danstar Munich ger sé nógu gott.

Re: Bavarian Hefe

Posted: 9. Dec 2009 23:38
by Oli
Er að smakka þennan eftir ca 6 vikur á flöskum. Hann heppnaðist ekki vel, eftirbragðið er snarpt og of biturt, þó er hann mun betri núna en fyrir 3 vikum síðan.
Gerjunin var við 20°c og stóð í 9 daga umþb., hefði mátt vera lengur í líklega.
Spurning hvort ástæðan fyrir þessu ramma eftirbragði sé vegna of hás pH gildis við meskjun sem dregur víst tannín úr hýði Pilsner maltsins, sem var að vísu bara 36% hluti kornmagnsins.
Þetta er ljósasti bjór sem ég hef gert og sá fyrst sem ég notaði pilsner malt, það er ekkert dökkt malt í uppskriftinni til að draga pH gildi niður, því tel ég að of hátt pH gildi við meskingu sé sökudólgurinn.


Önnur ástæða gæti verið að gerið sé hreinlega ekki nógu gott, hefur einhver annar notað það?
Ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki sýking.
Gaman væri að fá álit sérfræðinganna?

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Dec 2009 12:40
by Eyvindur
Mér finnst PH gildið hljóma sennilegar en gerið. Ég set alltaf smá gips út í þegar ég meski mjög ljósa bjóra. Ég hef aldrei fengið tannín bragð.

Annað reyndar, sem getur orsakað tannín bragð, er of mikil skolun. Ef lítill sem enginn sykur er eftir í kornbeðinu í lok skolunar getur það víst leitt af sér tannínbragð. En það getur samt verið að þetta gildi bara um fly sparge. Að sama skapi getur of fín mölun víst líka leitt til tannínbragðs.

Þetta er leitt að heyra, en vonandi gengur þér betur næst.

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Dec 2009 13:28
by Bjössi
Hvað setur þú mikið gips útí
ég er nún með hveitibjór í gerjun en notaði ekki gips, þetta er til umhugsunar fyrir næstu lögn
Idle: notaður þú gips í þennan sem ég fékk hjá þér í smökkuninni?
Annar opnaði ég flöskuna í gær og gaf konunni, hún var mjög hryfinn

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Dec 2009 16:03
by Eyvindur
Ég mæli það ekkert sérstaklega... Ætli það sé ekki ca. matskeið...

Re: Bavarian Hefe

Posted: 12. Dec 2009 16:13
by Oli
Eyvindur wrote:Mér finnst PH gildið hljóma sennilegar en gerið. Ég set alltaf smá gips út í þegar ég meski mjög ljósa bjóra. Ég hef aldrei fengið tannín bragð.

Annað reyndar, sem getur orsakað tannín bragð, er of mikil skolun. Ef lítill sem enginn sykur er eftir í kornbeðinu í lok skolunar getur það víst leitt af sér tannínbragð. En það getur samt verið að þetta gildi bara um fly sparge. Að sama skapi getur of fín mölun víst líka leitt til tannínbragðs.

Þetta er leitt að heyra, en vonandi gengur þér betur næst.
Takk fyrir það
ég ætla að prófa að bæta 2 grömmum af gipsi meskinguna þegar ég kemst í að gera Pilsnerinn. Það vill svo til að prófíll vatnsins verður þá mjög svipaður og vatnsins í Pilsen skv. mínum útreikningum.

Varðandi skolunina, ef þú ofskolar ertu að hækka pH gildið og dregur þannig tannín úr hýðinu líka. Ef ég man rétt þá prufaði ég einmitt blending milli "fly sparge" og lotuskolunar í þessum skammti, líklegt að ég hafi ofskolað.
Finnst líklegt að þetta sé samansafna allra þessara þátta, hátt pH gildi meskingar, ofskolun og jafnvel of fín mölun á korninu. Ég stillti einmitt kvörnina á meira bil eftir þennan skammt.

Re: Bavarian Hefe

Posted: 19. Dec 2009 15:02
by OmarG
Hvar kaupið þið gips strákar? Apótek??

kv,
Ómar

Re: Bavarian Hefe

Posted: 20. Dec 2009 10:18
by Oli
OmarG wrote:Hvar kaupið þið gips strákar? Apótek??

kv,
Ómar
Ætli það sé ekki til í apótekum, hef ekki athugað það, sumir hafa einfaldlega pantað það að utan með korni og humlapöntunum.

Re: Bavarian Hefe

Posted: 7. Mar 2010 21:27
by ulfar
Gamal Apótekið er með gips í sinni vörulínu. Keypti 1 kg í apóteki.

Annars var ég að prófa Munich gerið á móti T58 (Sjá uppskriftir > Hvítur sloppur). Munich gerið kom verr út. Lagði ekki til mikin ávöxt þrátt fyrir ,,rest" við 45 gráður sérstaklega til að auka möguleika á banana karakter. Það sýrði bjórinn örlítið (sem var í góðu lagi). Ef appelsínur og coriander hefðu ekki veirð partur af uppskriftinni veit ég ekki hvort hann hefði orðið nógu góður.