Á bjórdag barst Fágun skeyti frá nefndasviði Alþingis varðandi breytingatillögu sem liggur fyrir Alþingi varðandi afnám banns við heimabruggun.
„Ágæti viðtakandi.
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu), 127. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0197.html
Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni http://www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html“
Við hvetjum félagsmenn sem hafa áhuga á málinu til að senda umsögn, einir og sér eða í teymum. Við hvetjum til umræðna um málið á þræðinum sem fylgir þessu innleggi.