Jóladagatal 2017 - 10. desember - NEIPA

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
hrafnkellorri
Villigerill
Posts: 7
Joined: 16. Nov 2015 10:18

Jóladagatal 2017 - 10. desember - NEIPA

Post by hrafnkellorri »

Ég var í heimsókn hjá vini mínum sem býr í Boston í haust. Auk þess að smakka slatta af NEIPA - bjórum ákvað ég prófa að panta humla beint frá býli: http://hopsdirect.com. Uppskeran þeirra var nýkomin (2017) og því voru bara til lauf / heilir humlar, ekki pellets. Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota svoleiðis. Í framtíðinni mun ég reyna að setja þá í einhverja poka og þyngja þá í dryhop, þeir flutu ansi mikið ofan á. Bruggdagurinn gekk ekkert sérstaklega vel, lenti í mega stuck sparge-i. Mig grunar þessi 200gr af fínvölsuðum höfrum sem ég notaði af því ég átti ekki meiri grófa, það er þó ekki endilega víst. Ég prófaði öll trikkin í bókinni, reyndi að hræra í korninu (er með kælibox), setja meira heitt vatn út í til að hækka hitann, blása í gegnum kranann. Mér tókst á endanum að fá nægilega mikinn virt, en mesta furða að þetta hafi orðið að bjór. Það var líka hrikalega kalt í bílskúrnum mínum í seinni hluta nóvember, og mér fannst gerjunin ekki vera alveg fyllilega vel stýrð, markmiðið var gerjun í 18-19. En úr þessu varð allavega bjór: einhverskonar tilraun til að klóna TRILLIUM með uppáhaldshumlunum mínum, Cascade, Centennial og Amarillo, auk þess notaði ég Columbus fyrir beiskju og smá dryhop í lokin. Uppskriftin er byggð á þessari: https://www.themadfermentationist.com/2 ... osaic.html Þetta er því ekki púra Trillium, því þeir nota hveiti í flesta sína NEIPA skv. heimasíðunni sinni. Ég setti 10 gra af CaChl, 8 gr af Gypsum og 2 gr af Epsom Salti. Mig minnir að ég hafi líka hent 5gr af CaChl í suðuna. Ég held að ég hafi á endanum sett um 200 gr af súrmalti. Ég hef einu sinni áður bruggað NEIPA með svipaðri uppskrift og þá varð hann allt of beiskur. Mér finnst þessi mögulega örlítið of beiskur, en þetta er þó í rétta átt. Eftir suðu skipti ég humlunum í tvennt, setti fyrst humla strax í 15 mín Whirlpool, og síðan eftir það meira, þá var hitastigið orðið um 85 gráður og var orðið um 75 þegar ég setti kælispíralinn í gang. IBU-ið er því bara ágiskun. Skál!
Neipa 3.jpg
Neipa 3.jpg (217.77 KiB) Viewed 5595 times
Post Reply