Jóladagatal 2017. Uppröðun dagsetninga.

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Jóladagatal 2017. Uppröðun dagsetninga.

Post by eddi849 »

Heil og sæl.
Þá er búið að negla dagsetningum niður fyrir hvern og einn. Eins og sést hér að neðan þá mun dagatalið byrja 6.des og enda 24.des. Fyrir ykkur sem voru ekki búin að sjá að það er breytt dagsetning á skiptunum, þá vill ég ítreka að þau munu fara fram 1.des kl.18:00 í RVK Brewing Co. Ef úthlutuð dagsetning hentar ekki þá er hægt að skipta innbyrðis og þarf það að gerast sem fyrst.

Ég vil hvetja sem flesta að setja uppskriftina inn á fágun.is undir uppskriftir og skýra þráðinn ,,Jóladagatal 2017 dagur (X) -( nafn bjórs)''. Ekki skemmir fyrir ef fólk hefur metnað til að setja miða á flöskuni eða skreyta hana á einhvern hátt.

Dagsetning Uppröðun
6. des Sindri
7. des Hjörvar Óli
8. des -
9. des Bjarni
10. des Hrafnkell Orri
11. des -
12. des Birgir Páll
13. des Sigurjón
14. des Kristina Daisy
15. des Guðjón
16. des Brynjar Eddi
17. des Þórgnýr
18. des Einar Örn
19. des Guðmundur Ingi
20. des Eyþór Helgi
21. des Helgi
22. des Dagný
23. des Sigurður Snorrason
24. des hoddib

Kv Eyþór
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Jóladagatal 2017. Uppröðun dagsetninga.

Post by Sindri »

6.des - Kallaðu hann bara Jóla apinn (minnir að þetta hafi verið APA uppskrift sem ég man ekki...) En bragðast svosem ekki eins og APA. Smakkaði einn í gær og fyrsta forcecarbið mitt heppnaðist alveg ágætlega... Enginn super bjór en ekki slæmur..
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Jóladagatal 2017. Uppröðun dagsetninga.

Post by Sigurjón »

8. des er aukabjór frá mér. Þetta er 5,5% piparköku amber ale sem nefnist Ginger Biscuit. Þetta er piparkaka í glasi.

13. des er 7,1% Stout sem ég kalla Niðdimm Nótt. 55 IBU ásamt melassa, vanillu, kakó og mjólkursykri gefa þessum bjór fjölbreytileika sem þó er ekki það flókinn að hann missi marks. Frábær til þess að ylja sér á kaldri vetrarnótt.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Jóladagatal 2017. Uppröðun dagsetninga.

Post by gm- »

15. des er 5% kirsuberjasúrbjór sem kallast Sur a la mande. Er með frekari upplýsingar um hann í uppskriftaþræðinum. Vinsamlegast geymið hann við stofuhita eitthvað frameftir, þar sem ég setti hann á flöskur 29. nóv,
Bjarni B
Villigerill
Posts: 7
Joined: 8. Jan 2016 17:41

Re: Jóladagatal 2017. Uppröðun dagsetninga.

Post by Bjarni B »

Ég og Gummi erum með 9. og 19. des

9. erum við með IPA, 5,6 % með slatta af allskonar humlum
uppskriftin er komin í uppskrifta-þráðin

19. Arcade Nation - svartur IPA , Brewdog
eddikind
Villigerill
Posts: 8
Joined: 28. Feb 2015 14:55
Location: Ísland

Re: Jóladagatal 2017. Uppröðun dagsetninga.

Post by eddikind »

Daginn.

Við Höddi erum með 2 bjóra, 16. og 24. des.

16 des er bjór sem átti að flokkast sem London porter en endaði léttari og sætari en hann átti að vera ("Session porter").
24 des er Spruce bjór með heimagerðum Candi sykri, furuknöppum og Polaris humlum.

Kv,
Eddikind
Í gerjun: Bochet, Appelsínu Melomel, Jarðaberja Melomel, Eplavín, Mjöður úr könglahunangi
Á flöskum: Rúgbrauð með rjóma, Bláberja og rifsberja vín, Fíflavín, Cyser, Banana/súkkulaði brúnað Melomel, Bochet, Acerglyn, Jóla Strong Stout, Pliny the elder clone
Post Reply