Jóladagatal 2017

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
dagny
Villigerill
Posts: 29
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Jóladagatal 2017

Post by dagny »

Fágun stendur fyrir bjór jóladagatali fyrir jólin 2017. Skráning er hafin á hlekknum hér að neðan og er opin út október 2017, eftir að fresturinn rennur út þá tilkynnum við endanlegan lista yfir þátttakendur og daga. Ef við náum 24 þátttakendum þá virkar jóladagatalið þannig að allir sem taka þátt skila inn 24 flöskum af sínum bjór - svo skiptum við þeim á milli þátttakenda þannig að allir fái 24 mismunandi bjóra til að smakka í desember fram að jólum.

Skráning er hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIp ... sp=sf_link

Nauðsynlegt er að skrá notendanafn á fagun.is svo hægt sé að hafa samband við viðkomandi. Ef þú ert ekki skráð(ur) skaltu skrá þig á fagun.is. Ekki er nauðsynlegt að fá staðfestingu á að skráning sé gild, heldur notið það notendanafn sem þið höfðuð valið.

Það er 2000 kr. staðfestingargjald sem þarf að greiða - þetta er gert til þess að minnka líkur á að bjórar skili sér ekki. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að staðfestingargjaldið er endurgreitt þegar bjórum er skilað í keppnina. Þannig að í raun kostar ekkert að taka þátt - svo lengi sem þú stendur við það að taka þátt! Millifærið á reikning 0323-26-63041, kennitala 6304102230 og látið koma fram notendanafn á fagun.is

Skiptin fara líklega fram í lok nóvember, þannig að það eru allavega tveir mánuðir til stefnu! Nánar um það síðar.
dagny
Villigerill
Posts: 29
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Re: Jóladagatal 2017

Post by dagny »

Þar sem það eru nokkrir búnir að skrá sig oftar en einu sinni, þá vil ég birta lista yfir þá sem eru búnir að skrá so far svo þið hættið að tvískrá ykkur :lol:

Helgi Sveinsson
Ágúst Guðmundsson
Sindri Arnarson
Bjarni Bjarnason
Eyþór Helgi Pétursson
Guðjón Sigurðsson
Sigurður Snorrason
Þórgnýr Thoroddsen
Einar Örn Sigurdórsson
Sigurjón Garðarsson
Brynjar Eddi
Hjörvar Óli
Alexander Harrason
Kristina Daisy Rácz
Guðmundur Ingi Karlsson
Dagný
Hoddib


Þetta eru 17 manns - sem þýðir að það er ennþá pláss fyrir 7 áhugasama :) endilega meldið ykkur, þetta er bara skemmtilegt! Fresturinn rennur út um mánaðarmótin.

Sömuleiðis þá mega þeir sem eiga eftir að borga 2000 króna staðfestingagjaldið líka endilega gera það sem fyrst.
User avatar
hrafnkellorri
Villigerill
Posts: 7
Joined: 16. Nov 2015 10:18

Re: Jóladagatal 2017

Post by hrafnkellorri »

Búinn að skrá mig!
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Jóladagatal 2017

Post by gm- »

Verð því miður að draga mig útúr þessu, verð lítið sem ekkert á landinu frá með næstu viku og til loka nóvember. Hinsvegar ef einhverjir vilja skipta við mig á bjór í síðustu vikunni í nóvember, eða fyrstu helgina í des, þá er ég til
Post Reply