Eins og allir félagsmenn vita þá er kútapartý Fágunar á menningarnótt löngu orðin að árlegum viðburði. Veislan verður haldin á leikvellinum á Klambratúni milli 14-17, en það fer eftir veðri og veigum. Allir velkomnir stórir og smáir, það verður boðið upp á grillaðar pylsur og gos.
Dælustöð Fágunar verður auðvitað á staðnum og hvetjum við félagsmenn Fágunar og alla þá sem vilja koma með kút að svara þessum þræði og láta vita hverju þeir lumi á í kútum fyrir utanumhald. Gas, línur og annað kútatengt verður á staðnum þannig að eina sem þarf að mæta með er kúturinn.
Ekkert gjald er á veitingum en frjáls framlög vel þegin.
Kútar :
eddi849 - New England IPA
gm - Pale ale
æpí -
Ég kem með serving station RVK sem er með 4 krönum eins og sú sem Fágun á. Verð líklega bara með einn kút svo það eru 3 lausir kranar. Er þó bara með kolsýru fyrir 2 kúta.
við zúrfús komum með eitthvað á flöskum og nokkra mini keg (5L) - pale ale og porter/stout og kannski eitthvað af jólabjórnum.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á flösku: brown ale, semi-imperial IPA, APA (maris otter/citra), oatmeal stout
Í gerjun: nada
Bjór í bígerð: grape IPA - Brewdog Elvis tribute