Page 1 of 1

Bruggun, heimsókn?

Posted: 9. Oct 2009 13:06
by Bjössi
Ég og félagi minn (Hjálmar) erum að fara fljótlega að brugga eigin bjór, ætlum að gera "Brúðkaupsbjórinn" hans Úlfars, en okkur finnst þetta allt voða flókið og snúið, þrátt fyrir tölverða rannsóknarvinnu á netinu, þessvegna spyr ég...
Er einhver að fara að brugga á næstuni/fljótlega? Og hefði ekki á móti því að fá einn í heimsókn í læri? Skal vera voða þægur

Re: Bruggun, heimsókn?

Posted: 9. Oct 2009 19:00
by Idle
Mögulega geri ég einn á eftir, annars á morgun. Bjallaðu bara ef þú vilt koma og bíða með mér - það fer jú mestur tíminn í bið eftir hinu og þessu!

Re: Bruggun, heimsókn?

Posted: 9. Oct 2009 21:01
by Eyvindur
Ég er í startholunum. Veit ekki alveg hvenær ég fer af stað, en það verður á næstunni. Ef þú vilt geturðu sent mér skilaboð og ég skal láta þig vita.

Re: Bruggun, heimsókn?

Posted: 10. Oct 2009 00:23
by Idle
Hveitibjór í vinnslu í augnablikinu - reikna með rauðöli seinnipartinn í dag.