Uppskriftin
220 g brauðhveiti (210 g í uppskrift)
3 meðalstór egg (mældist 150 ml í það heila)
1/2 tsk salt
sumsé, pasta inniheldur ekki flókna hluti

Uppskriftin er úr "The Italian Cooking Encyclopedia".
Hveiti, egg & salt:
Hnoðað saman. Næst fer þetta pottþétt í Kitchenaid hnoðarann. Egg og hveiti mynda allveg óskaplegt klístur sem ég hélt a tímabili að myndi verða mér að aldurtila:
Þetta fór svo 7 sinnum í genum pastavélina á víðustu stillingu (brotið saman eftir hverja umferð):
Hérna er búð að brjóta þetta saman eftir fyrstu umferð og þetta er á leiðinni í gegn aftur:
Svona líta þá "plöturnar" út eftir fyrstu 7 skiptin:
Svo er byrjað að þrengja bilið og hver plata fer í gegn einusinni á hverju bili. Þetta er á þriðju þrengingu að mig minnir:
Eftir allar þrengingarnar líta þær svona út. Ég vigtaði ekki deigið þegar ég skipti því í tvennt, svo önnur varð öluvert lengri og ég þurfti að klippa hana í tvennt:
Svona eru plöturnar tilbúnar og látnar standa í 10 mínútur til að að minka líkurnar á því að þær festist í skurðarvélinni:
Fyrsta platan í skurðarvélinni. Skurðarvélin sést á myndinni fyrir ofan (áföst pasta pressunni):
Ég varð eiginlega nokkuð hissa barasta að þetta hafi tekist!:
Svona líta herlegheitin út þá:
Þetta sauð síðan í 7 mínútur og smakkaðist prýðilega, með sveppa & bacon sósu sem frúin kokkaði á meðan. Hafði auk þess meiri 'texture' heldur en annað tagliatelle sem ég hef smakkað.
Það þarf ekki pastavél til að gera tagliatelle og það eru ágætis lýsingar á því í fyrrgreindri bók. Get sent það á þá sem vilja.