Jóladagatal 2016: 5. des: Stoutíð í bæ
Posted: 28. Nov 2016 21:22
Ég ætlaði að brugga þurran stout... og gerði það. Ég meskti við frekar lágt hitastig til að fá nettan þurran stout. Svo var gerjun að ljúka og ... ég fattaði að ég var búinn að melda mig í jóladagatalið og þetta var eina sem ég átti klárt. Ekki kannski jólalegt, svo ég ákvað að skella smá kaffi í hann til að fá smá twist. Ég tók 60 gr. af þokkalegum kaffibaunum, frekar mikið ristuðum og sveittum, marði þær gróft í morteli og skellti í frystinn í hálfan sólarhring til „sótthreinsunar“. Setti í þurrhumlunarstaukinn og útí bjórinn í 2 sólarhringa í lok gerjunar.
Mitt persónulega mat er að það þurfi meira boddí í bjórinn til að ráða við kaffibragðið. En vonandi smakkast þetta samt þokkalega. Hér er uppskriftin:
Korn:
Humlar:
Vona að þið njótið.
Mitt persónulega mat er að það þurfi meira boddí í bjórinn til að ráða við kaffibragðið. En vonandi smakkast þetta samt þokkalega. Hér er uppskriftin:
Korn:
- 4,5 kg Munich II
0,3 kg Caramunich III
0,45 kg Carafa Special II
0,1 kg Carafa Special III
0,15 kg ristað bygg
0,4 kg rúgur
Humlar:
- 25 gr. Citra – 60 mín
20 gr. Mittelfrüh – 10 mín
5 gr. Citra – 10 mín
- Mangrove Jack´s Burton Union
Vona að þið njótið.