Page 1 of 1

Jóladagatal 2016 -Dagur 4 -Grýla Tröllasúra (India Red Ale)

Posted: 21. Nov 2016 21:39
by bragiw
Hugmyndin að þessum bjór var að gera Imperial Red India Pale Ale með Wit geri; svona Mikkeller red and white feeling.

Korn:
Pale ale - 8.0 kg
Carared - 1.0 kg
Munich malt - 1.0 kg
Honey malt - 0.8 kg
Black (patent) malt - 0.1 kg
Chocolate malt - 0.1 kg

Humlar:
Fuggles - 200 gr - 60 mín
Galaxy - 100 gr - 1 mín
Chinook - 100 gr - 1 mín
Magnum - 100 gr - 1 mín

Ger:
Belgian Wit Ale (White labs #WLP400) - 3 pakkar

Annað:
Rabbarbara (1kg) þykkni hitað/soðið með 2 rifnum Tonka baunum (vanillu/marsípan bragð) - 300 mL í gerjun
Maple Syrup Grade A - 200 mL í gerjuna
Whirfloc - 15 mín suðu

27 L í mash - 67°C
7 L sparge
60 mín suða

OG 1.072 / FG 1.016

Áætlað:
ABV ~ 7.4%
EBC ~ 44.6
IBU ~ 82.5

Miði á flöskum var hannaður af Sigfúsi (smá aðstoð frá Braga). Mynd fengin að láni frá vefnum en undirskift er Burky '14.

Bruggarar: Bragi Walters (bragiw, Downunder) og Sigfús Guðmundsson (zúrfús, Hopsson)

Re: Jóladagatal 2016 -Dagur 4 -Grýla Tröllasúra (India Red A

Posted: 22. Nov 2016 14:38
by æpíei
Vá, þetta hljómar spennandi. Farinn að hlakka til jólanna! :)

Re: Jóladagatal 2016 -Dagur 4 -Grýla Tröllasúra (India Red A

Posted: 22. Nov 2016 22:18
by helgibelgi
Hvar fékkstu hlynsýrópið og hvað heitir það?

Re: Jóladagatal 2016 -Dagur 4 -Grýla Tröllasúra (India Red A

Posted: 22. Nov 2016 22:30
by zúrfús
Eina alvöru hlynsýrópið sem ég hef fundið fæst í Krónunni og er merkt sem 100% hreint Grade A Amber á miða. Frá Canada's Best. Stendur 100% Pure á miðanum og svo grade til hliðar. Það er líka til venjulegt sýróp frá þeim sem er svo eins og öll hin, ekki með grade og ekki 100% pure, sem er þá aðallega litað sykurvatn með bragðefni.

Re: Jóladagatal 2016 -Dagur 4 -Grýla Tröllasúra (India Red A

Posted: 23. Nov 2016 11:39
by helgibelgi
zúrfús wrote:Eina alvöru hlynsýrópið sem ég hef fundið fæst í Krónunni og er merkt sem 100% hreint Grade A Amber á miða. Frá Canada's Best. Stendur 100% Pure á miðanum og svo grade til hliðar. Það er líka til venjulegt sýróp frá þeim sem er svo eins og öll hin, ekki með grade og ekki 100% pure, sem er þá aðallega litað sykurvatn með bragðefni.
Takk fyrir svarið!

Gott að vita að þetta sé til í Krónunni. Hef ekki séð mikið um alvöru stuff hérna.

Á dollu af hlynsýrópi sem kom frá Kanada sem ég fékk að gjöf og ætla að nota í bjór. Það stendur ekkert um grade á því samt, bara "100% pure maple syrup". Hlakka til að smakka ykkar bjór og sjá hvort ég stefni í sömu átt með sýrópið.