Page 1 of 1
Byrjandi
Posted: 2. Oct 2009 12:01
by Bjössi
Daginn
Ég er hef haft áhuga lengi að brugga minn eigin bjór og loksins lét verða af því og keypti frá USA ásamt félaga mínum "Coopers beer kit" s.s. Kút, flöskur, sleif, o.s.f.v.
Rakst á þessa síðu ykkar þega ég var að leita eftir upplýsingum, fullt af flottu efni
Við settum í gerjun fyrir 8 dögum síðan, en síðasta mæling sem var eftir 7 daga var % magnið bara rétt rúmlega 3%, erum ekki að fatta þetta þar sem við fórum alveg eftir leiðbeiningum, hitastig hefur verið um 22-24°C, hvað um það ætlum að setja á flöskur í dag og leggja aftir í, krossum fingur að við náum um 5% eftir viku
Þetta bjórgerðardæmi er mun skemmtilegra en ég átti von á sennilega verður ekki langt að bíða þar til við félagar förum í að brugga frá grunni, (ekki nota kit)
Kveðja
Bjössi
Re: Byrjandi
Posted: 2. Oct 2009 12:15
by Eyvindur
Hverjar eru OG og FG tölur?
Re: Byrjandi
Posted: 2. Oct 2009 14:00
by Bjössi
Góð spurning....veit ekki einusinni hvað "OG" "FG"
skoða þetta betur í hvöld,
Re: Byrjandi
Posted: 2. Oct 2009 14:21
by Idle
Original Gravity og Final Gravity. OG mælirðu rétt áður en þú setur gerið út í virtina, en FG þegar gerjun er lokið. Með þessar tvær tölur að vopni, geturðu reiknað nokkuð nákvæmlega út áfengishlutfallið.
Re: Byrjandi
Posted: 2. Oct 2009 14:36
by Bjössi
Ahhh....takk fyrir,
Klikkaði á að mæla áður en ég setti ger út í, en er að læra
Í hvöld þegar verður lagt í nýjan lög og verður passað upp á mæling
Re: Byrjandi
Posted: 2. Oct 2009 16:20
by arnilong
Hvernig fékkstu út að bjórinn væri orðinn ca. 3%?
Re: Byrjandi
Posted: 2. Oct 2009 16:27
by Andri
Hvernig mældirðu þessa 3% fyrst þú tókst ekki sýni með sykurflotvog, ef þið mælduð þessa prósentu með áfengismæli þá fenguð þið líklega ekki út rétta niðurstöðu þar sem þeir eru fyrir hreint ethanol & vatns upplausn og ef einhverjar sykrur eru í vökvanum sem bæta eðlismassa við blönduna þá ruglar það mælinn
Smakkiði bjórinn, ef hann er sætur þá er hann ekki fullgerjaður.
Leiðbeiningarnar sem fylgja kittunum geta stundum verið rugl, það getur tekið lengri tíma en 7-8 daga að fullgerja bjórinn, ætti samt að vera búið að mestu við þetta hitastig.
Gerið gæti verið eitthvað slappt.
Hvað kostaði þetta sett frá Ameríku? Ég er bara að spá þar sem að þú getur alveg fengið kútana, flöskurnar, sleifina og allt klabbið hérna.. jafnvel Coopers niðursuðubjórinn
Re: Byrjandi
Posted: 3. Oct 2009 11:45
by Bjössi
Ja! sko!
ég veit núna hvaða bull ég var að gera, ég taldi að hægt væri að lesa á flotvoginni áfengis mag, en að sjálfsögðu er það ekki hægt,
við smökkuðum mjöðinn í gær og var hann ekki sætur, enda 8 dagar frá því var laggt í,
en ég fjárfesti í áfengismæli og sýndi hann um 6% sem ég er ekki viss að sé rétt eftir að hafa lesið póstinn frá þér,
Já vissi af því að hægt er að kaupa allt hér, en áhvöðum að fara þá leið að panta að utan, enfaldega vegna þess að það var allt í kassanum til að leggja í eina lögn, þessi fína áfyllinga græja til að setja í flöskur, svona sirka 15cm plast rör sem festist á kranan á kútnum, rörið er stungið í flöskun niður í botn og þrýstist þá nippil sem opnar fyrir flæðið, mjög þægilegt, annars kostaði settið um 26.000kr með öllum gjöldum, þetta var tollað inn sem matvara.
Ein spurning....
ég setti í lögn í gær, og finnst mér eitthvað vera lítið farið að "bubbla" má opna kútinn hræra aftur í leginum?
Þakkir
Bjössi
Re: Byrjandi
Posted: 3. Oct 2009 11:57
by Andri
fínt þegar þú ert að hella í gerjunarílátið að láta þetta skvettast svona nokkurnveginn til að fá meira súrefni í wirtinn fyrir gerið.
Prófaðu að bíða í nokkra daga og sjá hvort það byrji ekki að búbbla, meiri líkur á sýkingu ef þú ferð að opna þetta og hræra eitthvað í þessu held ég.
til að fá nákvæma áfengisprósentu þarftu að taka OG & FG (Original gravity = sem er ... byrjunar eðlisþyngd & Final gravity er loka eðlisþyngd)
svo stimplarðu þetta bara hérna inn
http://www.brewersfriend.com/abv-calculator/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Byrjandi
Posted: 3. Oct 2009 12:14
by Bjössi
Magnað, takk fyrir þetta
Eg mundi að mæla OG í gær, sem ég gerði ekki í fyrstu lögn, dj...hlakkar til að bragða útkomuna
Re: Byrjandi
Posted: 4. Oct 2009 07:50
by nIceguy
Velkominn Bjössi, þú ert að detta inn í mjög spennandi heim.
Re: Byrjandi
Posted: 5. Oct 2009 14:01
by Bjössi
Takk! Já eftir að vera búinn að lesa tölvert um gerjun/bjórgerð þá verð ég svekktari og svekktari að hafa ekki byrjað á þessu fyrr, mjög gaman af þessum