Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by MargretAsgerdur »

Sæl öll!

Á dagskrá er heimsókn í The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Formleg dagskrá væri á laugardeginum sjálfum og myndi hefjast um morguninn með bruggi. Síðan yrði eitthvað smakk og fleira húllum hæ. Gert er ráð fyrir að fara þá til eyja á föstudeginum og vera komin þar um kvöldið og gista alla helgina, 21.-23. apríl

Við eigum í augnablikinu frátekin gistipláss fyrir 10 manns á Aska hostel (2 tveggja manna og 2 þriggja manna herbergi). Í augnablikinu hefur verið greitt fyrir 7 af þessum gistiplássum (fyrir aðra nóttina) vegna frestunarinnar á ferðinni. Hægt er að fá fleiri pláss og eru ekki öll af þessum 7 gistiplássum nýtt eins og staðan er nú svo við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst.

Skráning er síðan komin upp í form hér og er að sjálfsögðu opin öllum. Við biðjum þá sem voru skráðir í fyrri ferðina að skrá sig aftur í þessa, þið eruð ekki sjálfkrafa skráð í þessa ferð. Fágun mun taka þátt í einhverjum kostnað fyrir fyrir meðlimi sína, en það mun skýrast betur á næstu dögum. Hver og einn sér um að koma sér sjálfum til eyja en við hvetjum að sjálfsögðu alla til að reyna sameina í bíla. Það er í kortunum að hafa einhverja létta dagskrá á föstudagskvöldinu en enga formlega dagskrá á sunnudeginum og mun það að sjálfsögðu skýrast þegar nær dregur.

Ef þið hafið aðra dagsetningu í huga sem þið viljið koma á framfæri, endilega setjið hana hér sem svar við þráðinn. Við höfum ekki kannað aðrar dagsetningar en 21.-23 og 28.-30 apríl. Við bendum þó á að það þarf að hafa hraðar hendur þar sem ört bókast í gistingar þegar Herjólfur er komin í fullt að sigla frá Landeyjahöfn.

Þráðurinn verður uppfærður eftir þörfum.
Fyrrverandi forynja Fágunar
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by karlp »

I had booked a double room last time, that harrason and I were going to be in, is that part of these 7? (ie, am I covered still?)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by Dabby »

Ég hefði alltaf kosið 28.-30 apríl, 1. maí er svo líka frídagur þ.a. það er löng helgi. Svona ef menn vilja gera langa dagskrá úr þessu. 5.-7. maí er líka frábær. en 21.23. apríl er vonlaus, þá er ég ekki á landinu, og eins og allir vita verður ferðin ömuleg ef ég er ekki með :D
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by Sindri »

Ég kemst allavega báðar helgarnar....
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by æpíei »

Opinn fyrir öllu fram að 6. maí
sinkleir
Villigerill
Posts: 12
Joined: 23. Nov 2009 13:29

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by sinkleir »

Ég vil endilega koma með en vantar einhvern veginn að koma mér þangað, einhver sem hefur pláss fyrir mig í bíl og vill vera samferða mér? :D
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by hrafnkell »

sinkleir wrote:Ég vil endilega koma með en vantar einhvern veginn að koma mér þangað, einhver sem hefur pláss fyrir mig í bíl og vill vera samferða mér? :D
Strætó! :)


Ég er frekar ólíklegur að komast :(
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by Sindri »

Sama og Sinkleir sagði....

Er einhver með laust bílsæti fyrir einn ? Borga auðvitað bensín/olíu
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by karlp »

So.... we're definitely going _this_ weekend right?

I'm looking at going over on the 11:45 from þorlakshöfn on saturday, back on the 15:30 on sunday. I'd like to be in one of the beds I paid for last time, I had a twin room under booking number: 2068362458

I'd love to carpool with anyone if possible, I won't have my car that day. (And stræto doesn't go to þorlakshöfn on the weekends, only to landeyjahöfn, where no ferry is travelling....)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by æpíei »

Ég verð því miður að draga mig út vegna annarra atburða. Mér sýnist enn vera óljóst hvort Herjólfur sigli frá Landeyjahöfn. Ef það verður frestun á ferðinni er ég aftur inni í myndinni.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by helgibelgi »

Við erum með laust fyrir tvo í bíl!

Við hringdum í Herjólf, það er ekki ljóst hvort siglt verði frá Þorlákshöfn eða Landeyjarhöfn. En við ætlum að taka 11:45 (frá Þorlákshöfn allavega, gæti verið 12 ef það fer frá Landeyjarhöfn)
dagny
Villigerill
Posts: 29
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by dagny »

Já Kalli ferðin er þessa helgi :) ef þú varst með bókaða gistingu síðast þá ertu með núna líka.

Ölduspáin lítur ekki illa út þannig að vonandi verður siglt frá Landeyjarhöfn, en það veður bara að koma í ljós.
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by Sindri »

Helgi ég væri til í eitt sæti hjá þér
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
dagny
Villigerill
Posts: 29
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Re: Heimsókn í The Brothers Brewery 21.-23. apríl 2017

Post by dagny »

Góðar fréttir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar þar til annað verður tilkynnt. :D

Annars er ennþá laust pláss fyrir einn með mér og Helga á morgun ef einhver hefur áhuga.
Post Reply