Nú er tíminn til að gera spontant bjór!

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Nú er tíminn til að gera spontant bjór!

Post by æpíei »

Þegar David Logdson kom til Íslands í fyrra var hann með mjög fróðlegt spjall á Skúla þar sem hann talaði ma um bjórana sem þeir gera hjá Logsdon. Þeir gera ma spontant bjóra. Þá er ekki notað eiginlegt ger heldur er ger fangað úr umhverfinu. Þetta er mjög hefðbundin aðferð td í Belgíu. Yfirleitt er heitum virt þá hleypt á svö kölluð coolship sem eru stórir grunnir tankar, oftast staðsettir uppi á háalofti brugghússins þar sem opið er fyrir veðri og vindum. Eftir að hafa kólnað og fangað ger er virturinn gerjaður á hefðbundinn hátt. Hjá Logsdon er hann svo settur á eikartunnur þar sem fyrri árgangar af spontant bjór hefur sett ákveðinn karakter í tunnuna. David talaði um að það kæmi ekki almennilegur bjór úr þessu fyrr en í þriðja skipti sem tunnan er notuð ;)

Ég spurði líka David að því hvenær væri besti tíminn til að gera svona spontant bjóra. Hann talaði um þegar sumri hallar, rétt áður en haustið skellur á. Hjá honum í Oregon er það í lok október, en hjá okkur er það núna í lok ágúst! Það er því ekki seinna vænna en að fara plana spontant bjór.

Ég gerði svona bjór í fyrra. Uppskriftin var einföld: 49% af hvoru pilsner og hveiti og 2% Special B. Léttir humlar til að gefa ca 10 IBU. Ég á ekki coolship svo ég setti virtinn í tvær gerjunarfötur til að stækka yfirborðsflatarmálið. Svo setti ég net yfir föturnar (efni svipað og í meskipokum og fæst í Rúmfatalagernum) og kom þeim fyrir úti á palli. Netið er til þess að flugur (og kettir!) komist ekki í hann. Ég hafði hann úti ca 36 tíma og eftir það hófst gerjun frekar hratt. Þetta kom ekki hræðilega út :)

Í fyrra setti ég góðan slatta af sólberjum út í secondary. Sólberin eru mjög dóminerandi þó svo það hafi eitthvað dofnað. Í ár ætla ég að leita að einhverjum jurtum og setja í suðuna. Fer eftir því hvað ég finn: mjaðurt, vallhumall, fíflar, kerfill, njóli, hundasúra. Sjáum bara til. Það verður alla vega spennandi að smakka hann síðar í haust og vetur.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Nú er tíminn til að gera spontant bjór!

Post by Oli »

Sæll
Önnur aðferð væri að búa til starter og setja kannski í tvær -þrjár krukkur, setja net yfir og reyna að veiða lókal ger, skoða svo hvernig það kæmi út (bragð, lykt, og/fg ofl). Þá er hægt að byggja upp þann starter til að gerja einn skammt.
Mér finnst allavega frekar mikil áhætta svona fyrst um sinn að henda heilum skammti út og vonast eftir því besta :)

kveðja
Óli
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nú er tíminn til að gera spontant bjór!

Post by æpíei »

Góð pæling.

Hvað varðar áhættu er hún ekki mikil fjárhagslega með svona litlu magni. Spurning hvort að tími og fyrirhöfn fari ekki að hafa meiri áhrif, og þar með kostnað ;)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Nú er tíminn til að gera spontant bjór!

Post by Oli »

Nákvæmlega :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nú er tíminn til að gera spontant bjór!

Post by æpíei »

Ég var að setja spontant bjóra 2016 á flöskur. Segi bjóra því ég skipti honum upp í tvennt í secondary. Helmingur fór á hráhunang og hinn á stikkilsber. Þar voru þeir ca 4 mánuði. Í ár eru þeir allt annað heldur en í fyrra. Held að munurinn sé sá að ég virkilega leyfði þeim að þroskast og var ekki að flýta þeim á flöskur. Uppskriftin var svipuð og í fyrra, en auk þess notaði ég mjaðurt í suðuna og meskjaði í vatni sem ég hafði soðið fíflahausa í.

Sá sem var í hráhunangi er mjög mjúkur, minnir talsvert á brenndan mjöð. Sá sem var á stikkilsberjunum er rauðari, einnig mjúkur og berin alls ekki jafn dóminerandi og í fyrra. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir þróast næstu mánuði.
Post Reply