Page 1 of 1

Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 13. Aug 2016 21:40
by MargretAsgerdur
Í tilefni Menningarnætur munu Fágun og Lókurinn boða til veislu á leikvellinum á Klambratúni milli 14:00 og 17:00, eða á meðan veður leyfir. Félagsmenn Fágunar munu sjá um drykkjarföngin en Lókurinn pylsurnar. Gos verður í boði fyrir börn og bílstjóra. Allir velkomnir, stórir sem smáir, ungir sem aldnir. Fágun mun byrja gleðina á að vígja sína fyrstu dælustöð í samstarfi við Brew.is því hvetjum við alla til að mæta og skála með okkur í tilefni þess.

Ekkert gjald verður á veitingunum en tekið er á móti frjálsum framlögum.

Félagsmenn Fágunar eru hvattir til að mæta með kút til að bjóða upp á. Svarið endilega þessum þræði og láta vita hvað sé í kútnum fyrir utanumhald. Þar sem dælustöð Fágunar verður á staðnum verður hægt að mæta einungis með kútinn, gas og línur verða á staðnum. Við munum reyna eftir fremsta megni að koma öllum fyrir á dælustöðinni en getum þó ekki lofað öllum.

Kútar:
eddi849 - American Session IPA
MargretAsgerdur - English Session IPA og Cider
Æpíei - Fönkí Sömmer wit brett og Barely Illegal saisonette
thorgnyr - Sléttsama hefe
Classic - Apaspil American Pale Ale
Sigurjón - Eiríkur Rauði Amber og þurrhumlaður Bee Cave
Eddikind - Krækiberja IPA
gm- - IPA
HrefnaKaritas & Ernir - Belgian Blonde og Pale Ale
Plimmó - 1-2 kútar
Karlp - 1-2 kútar

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 14. Aug 2016 13:05
by Classic
Ég mæti með Apaspil, american pale ale.

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 14. Aug 2016 21:00
by karlp
I've got one full keg and two half kegs gassing here, but they're not cold. Does anyone have spare fridge space for at least one keg? Or some appropriate bucket/something to fill with ice?

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 16. Aug 2016 19:12
by MargretAsgerdur
I've used old fermentation buckets to cool kegs with ice (if you got spare once), if you haven't already found a solution.

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 16. Aug 2016 20:31
by æpíei
Ég reddaði honum :)

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 18. Aug 2016 09:30
by gm-
Ég mæti með lítinn kút af IPA.

Get líka komið með kolsýru/picnic tap ef þörf er á.

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 18. Aug 2016 21:46
by HrefnaKaritas
Við komum með tæplega hálfan kút af Belgian Blonde og fullan kút af Pale Ale. Komum líka einn picnic krana og kolsýru með tengi fyrir tvo kúta.

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 19. Aug 2016 10:11
by halldor
Við komum með 1-2 kúta. Er ennþá pláss á tengi-/dælustöð Fágunar?

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 19. Aug 2016 10:30
by æpíei
Eruð þið ekki með pinlock? Við eigum að vera með 4x af hvoru pin og ball svo við getum skipt á milli. Ekki rétt margrét?

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 19. Aug 2016 13:26
by halldor
æpíei wrote:Eruð þið ekki með pinlock? Við eigum að vera með 4x af hvoru pin og ball svo við getum skipt á milli. Ekki rétt margrét?
Jú pin lock held ég. Sjáum bara hvað gerist. Það væri allavega ágætt að sleppa við að drösla kolsýrunni með :)

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 19. Aug 2016 15:52
by hrafnkell
Kippa með hraðtengjum og kannski picnic krana þá ættu allir að vera safe og geta fengið að drekka :)

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Posted: 19. Aug 2016 16:40
by MargretAsgerdur
Endilega slepptu því að mæta með kolsýruna! En væri snilld ef þú getur komið með picnic línu þar sem pin lock tengin eru ekki til (og gaurinn til að skrúfa á gaslínuna) :) Við getum tengt 6 í kolsýru þó við höfum bara fjóra krana á dælustöðinni.