Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016
Posted: 3. Jul 2016 11:03
Nú eru tæpir 2 mánuðir til Menningarnætur og kútapartýs Fágunar svo ekki seinna vænna en að fara að henda í einn bjór til að bjóða þar. Í þetta sinn ætla ég að gera létt fönkí/sýrðan wit sem ég kalla Fönkí Sömmer. Þau sem mættu á fund Fágunar í júní fengu að smakka hann þar. Ég breyti einhverju nú eins og gengur, en þetta ætti þó að vera næstum eins bjór.
24 lítrar (69% nýtni), OG 1,051, IBU 19, 5,2% - 90 mín suða
3,0 kg wheat malt
2,5 kg pilsner malt
0,5 kg carapils
20g Cascade 75 mín
20g Cascade 15 mín
20g þurrkað lemmongrass eða 10g kramin kórender fræ 5 mín
20g þurrkaður appelsínubörkur 5 mín
10g kórender fræ við átöppun (valkvætt, passið bara þau fari ekki með í flöskuna!)
1 pk WLP648 Brettanomyces Bruxellensis Trois Vrai eða W5112 Brettanomyces bruxellensis
1 pk Belle Saison (Lallemand/Danstar) eða W3711 French saison
Setja skal báða pakkana af geri útí á sama tíma. Það má líka byrja á að setja brettið í og svo saison gerið ca 2-3 sólarhringum síðar til að gefa því smá forskot. Þá væri æskilegt (en svo sem ekki nauðsynlegt) að blása smá CO2 ofan á virtinn áður en fötunni er lokað því brettið mun fara mjög hægt af stað. Gerjið ca 2,5 viku og setjið á flöskur eða kút. Fönkið ætti að koma fram strax í þessum en hann mun þó breytast verulega yfir líftímann. Passið bara að hann hafi náð góðu FG til að minnka líkur á að flöskurnar springi með langri geymslu.
Ég hlakka til Menningarnætur, það verður fjör eins og endra nær.
24 lítrar (69% nýtni), OG 1,051, IBU 19, 5,2% - 90 mín suða
3,0 kg wheat malt
2,5 kg pilsner malt
0,5 kg carapils
20g Cascade 75 mín
20g Cascade 15 mín
20g þurrkað lemmongrass eða 10g kramin kórender fræ 5 mín
20g þurrkaður appelsínubörkur 5 mín
10g kórender fræ við átöppun (valkvætt, passið bara þau fari ekki með í flöskuna!)
1 pk WLP648 Brettanomyces Bruxellensis Trois Vrai eða W5112 Brettanomyces bruxellensis
1 pk Belle Saison (Lallemand/Danstar) eða W3711 French saison
Setja skal báða pakkana af geri útí á sama tíma. Það má líka byrja á að setja brettið í og svo saison gerið ca 2-3 sólarhringum síðar til að gefa því smá forskot. Þá væri æskilegt (en svo sem ekki nauðsynlegt) að blása smá CO2 ofan á virtinn áður en fötunni er lokað því brettið mun fara mjög hægt af stað. Gerjið ca 2,5 viku og setjið á flöskur eða kút. Fönkið ætti að koma fram strax í þessum en hann mun þó breytast verulega yfir líftímann. Passið bara að hann hafi náð góðu FG til að minnka líkur á að flöskurnar springi með langri geymslu.
Ég hlakka til Menningarnætur, það verður fjör eins og endra nær.